628 milljarðar! Bilun

Erum við orðin biluð? Fallöxin er hækkuð og brýnd: framvirk staða íslensku krónunnar er jákvæð um 628 þúsund milljónir, samkvæmt hálf- fimm fréttum Kaupþings í gær. Þetta er mest skammtímafjármagn spekúlanta, þar sem drjúgur hluti er á gjalddaga í ár, en við treystum á miskunn þeirra, þ.e. að þeir framlengi stöðugt samningunum. Þess vegna lækkar Seðlabankinn ekki vexti, enda hrynja á okkur nokkur hundruð þúsund milljónir daginn sem vextir verða lækkaðir. Spilaborgin er orðin svo myndarleg, að enginn má hósta, þá hrynur allt. Það VERÐUR samt að lækka stýrivexti strax. Davíð, við treystum á þig áfram!

  

Frá Kaupþingi:

Ef marka má nýjar tölur um framvirka gjaldeyrisstöðu íslenska bankakerfisins frá Seðlabanka Íslands er erlend stöðutaka með krónunni í hæstu hæðum um þessar mundir. Undir lok mars var staðan jákvæð um 628 ma.kr og vex um 17 ma.kr frá febrúar. Það sem af er þessu ári hefur hún vaxið um tæp 40% sem endurspeglar áframhaldandi áhuga erlendra fjárfesta á svokölluðum vaxtamunarviðskiptum.

Eykur hættu á gengisfalli
Það er engum blöðum um það að fletta að erlent skammtímafjármagn hefur aldrei verið hærra hér á landi. Ljóst er að snöggar breytingar þar á bæ gætu haft umtalsverð áhrif á gengi krónunnar til skamms tíma, það er að segja ef margir reyna að losa stöður á sama tíma. Helstu hvatar að slíkri aðburðarrás gæti verið minnkandi vaxtamunur við útlönd og aukin áhættufælni á fjármálamörkuðum.

 
http://www.kaupthing.is/?PageId=874&NewsID=11487

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er skuggalegur línudans.  Er það að furða þótt kjósendur séu ráðvilltir þegar engin nefnir á nafn það sem máli skiptir en þvaðra þess í stað um vændi, samkynhneigð hjónabönd, þúfnabörð og vegaspotta, sem engu máli skiptir í hinu stóra samhengi.  Fólkið veit hvað er í gangi en það eru samantekin ráð hjá stjórnvöldum og bönkum að þegja yfir skömminni.  Svokallaðir vinstri jafnaðarmenn eru annaðhvort ólæsir idíótar eða með í þessu geimi.

Spilaborgin hrynur...það þarf ekki að vera eldflaugaverkfræðingur til að sjá það fyrir. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband