Nærri þrír á móti einum

MMRkönnunESBnov2016Óábyrgir stjórnmálaflokkar C&A láta stjórnarmyndun niður falla vegna ESB- mála þegar þjóðin stendur nærri 3 á móti 1 gegn aðild skv. MMR núna. Hvaða umboð telja þessir flokkar með mest 10% fylgi sig hafa til þess að láta svona, í stað þess að fá í hendurnar stjórn lands sem er á fínni siglingu, á meðan ESB er seglbátur í stormi með brotin reiða? Viðreisn á sér ekki eigin von!

Píratinn í forsetann

Nú hoppar Birgitta Jónsdóttir á þetta feigðarfley og gerir ekki minni kröfu en það að verða Forseti Alþingis. Það væri eins og að setja tölvuhakkara sem forstjóra Reiknistofu bankanna! Hver man ekki eftir njósna- beininum sem hleraði tölvusamskipti á Alþingi við herbergi Pírata þar? Myndi hún bæta reisn Alþingis og skapa frið í fimm- vinstrivillikatta- stjórninni sem er í smíðum? Svari nú hver fyrir sig.

Valdi fylgir ábyrgð

Norski sjónvarpsmaðurinn á NRK hitti naglann á höfuðið nýlega þegar hann ræddi við Birgittu og nefndi að valdi fylgir ábyrgð, líka þessu uppljóstraravaldi sem Birgitta hampar.

Katrín Jakobsdóttir þarf að hafa ofurmannlega hæfileika ef hún á að smala þessum köttum og halda þeim saman í einhvern tíma, hvað þá í fjögur ár!

 

 


mbl.is Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er sérkennileg forgangsröðun. Að hanga á þessari kröfu bendir til persónuleikagalla manns sem þolir ekki að tapa. Að verða undir á landsfundi er eiginlega ekki nægilega gild ástæða. 

Þessi kosningabarátta, með óánægjuöflin út á bersvæði, hefur þó að minnsta kosti losað Bjarna undan því oki að reyna að halda í óánægða flokksmenn.

Það má þakka fyrir það.

Ragnhildur Kolka, 16.11.2016 kl. 20:23

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Hárrétt Ragnhildur. Benedikt er ekki einn um þetta, heldur Þorgerður Katrín líka. Þau nota síðan hvaða leið sem er til þess að koma ESB- vegferð síns hóps áfram. Ekki er það vænlegra í gegn um vinstri vænginn, enda mat Katrín Jakobsdóttir það rétt þegar hún sagði að mest bæri í milli með þeim VG og Viðreisn. Gott er að þetta gerist ekki innan Sjálfstæðisflokks ins og áður og olli sundrungu þar.

En því miður hjakkar ESB maskínan áfram hér í gegn um EES- tilskipanir allan daginn.

Ívar Pálsson, 16.11.2016 kl. 22:56

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Þrautreyndi bolabíturinn Steingrímur J. er enn hafður inni í kofa hjá VG þar til stjórn hefur verið mynduð, enda vænlegt að Katrín milda sjái um smölunina. Svandís virkjanabani og Steingrímur J. æða svo um hænsnabúrið þegar staðan er trygg.

Ívar Pálsson, 16.11.2016 kl. 23:00

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það freyðir núþegar í munnvikjunum á Svandísi.

Ragnhildur Kolka, 16.11.2016 kl. 23:34

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flott færsla, Ívar, og umræðan ykkar líka.

Jón Valur Jensson, 17.11.2016 kl. 01:16

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

laughing aha 

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2016 kl. 03:30

7 Smámynd: Elle_

Já hvað halda þessir litlu óreiðuflokkar með menn með fá atkvæði á bak við sig, sig vera?  Það var eftirtektarvert að Sjálfstæðisflokkurinn stækkaði strax og hann losnaði við landsöluliðið.

Minni samt á að orðið villikettir var notað yfir fólk sem vildi halda fullveldi, og vildi ekki hlýða ranglæti.  Það fólk ætti með réttu að vera stolt.

Elle_, 17.11.2016 kl. 11:59

8 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Ok, ef svona mikill meirihluti er þjóðarinnar er andvígur aðildarviðræðum við ESB hvernig stendur þá á því að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki láta kjósa um þetta og koma þessu máli endanlega frá?

Það er þessi þvermóðska xD sem veldur því að þeir verða ekki í ríkisstjórn.

Þið ættuð frekar að pönkast í þeim..

Eða eru menn kannski ekkert svo sigurvissir í þessu máli?

Snorri Arnar Þórisson, 17.11.2016 kl. 12:34

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Snorri Arnar: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem vill aðildarferli við ESB. Fólk kýs þennan flokk ef það er sammála um það (og margt fleira) og þetta er langstærsti flokkur landsins, enda er almenn fylgni við ESB hverfandi eins og sýnt er í færslunni. Engin þvermóðska felst í því að gangast ekki fyrir þeirri sóun á tíma og peningum að spyrja all kjósendur hvort þeir vilji að teknar séu upp einhverskonar viðræður við ESB.

Eini möguleikinn til þess að fá þetta skýrt er þá að spyrja: Vilt þú að Ísland gangi í ESB? Já/Nei. En það vill Viðreisn og allt vinstra megin við það alls ekki, þar sem þetta mál yrði þá fljótt úr sögunni. Þau ljá ekki máls á þessari skýru spurningu.

Ívar Pálsson, 17.11.2016 kl. 12:45

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið, að spyrja alla kjósendur hvort þeir vilji að teknar séu upp einhverskonar viðræður við ESB.

Ívar Pálsson, 17.11.2016 kl. 12:47

11 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Lýðræðið semsagt of dýrt fyrir sjálfstæðisflokkinn. En það verður kosið um þetta og þá kemur í ljós hvort mikill meirihluti sé á móti viðræðum eða ekki. Ef svo er þá mun ég taka þeirri niðurstöðu og ekki ræða meir ESB aðild.

Snorri Arnar Þórisson, 17.11.2016 kl. 13:08

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Lýðræðið er alltaf mikils virði og á ekki að sóa því í óþarfa. En ef það er samt gert þá á að spyrja afgerandi spurninga sem leiða af sé afgerandi aðgerðir (sbr. Brexit) en ekki spurninga í hring eins og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnlagaráðið frádæmda. Ekki var spurt þar: Viltu kollvarpa stjórnarskránni?

Ívar Pálsson, 17.11.2016 kl. 13:44

13 Smámynd: Elle_

Það á ekkert frekar að kjósa um þetta bákn en að við biðjum um alger yfirráð Bandaríkjanna, Kanada, Rússlands etc yfir landinu okkar.  Vill Snorri kjósa um allar flugur sem allir fá í hausinn, allt milli himins og jarðar?  Það væri dýrt lýðræði.  

Elle_, 17.11.2016 kl. 14:08

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er nú óþarfi að klína lýðræðisbroti á XD, við erum sum langminnug og munum hvaða þingmeirihluti lagði inn ESB umsókn, að meira að segja tvisvar svona til öryggis, sumarið 2009.  Þá var ekki haft fyrir því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og mér finnst eiginlega liggja í loftinu að það eigi ekki heldur að gera núna ef færi gefst.

Kolbrún Hilmars, 17.11.2016 kl. 14:54

15 Smámynd: Elle_

Já stórmerkilegt að þau tali aldrei um þetta mikla lýðræðisbrot 2009.  Viljandi sleppa þessu.

Elle_, 17.11.2016 kl. 15:02

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Og við þetta verður staðið!"

Árni Gunnarsson, 17.11.2016 kl. 15:39

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð umræða hjá ykkur enn og aftur -- og vel var hér stungið upp í ESB-afsakandann Snorra Arnar.

Mest knýjandi málið fyrir fullveldi okkar, sem um leið er mikilvægt mál til að tryggja, að það verði samhuga þjóð sem taki meginákvarðanir, er að setja það ákvæði inn í stjórnarskrá, að í ákvörðun bæði í þingheimi og í þjóðaratkvæðagreiðslu verði áskilið, að 3/4 atkvæða þurfi til að gera þá grundvallarbreytingu á okkar stjórnskipan að afsala eða framselja fullveldi okkar til annars ríkis eða ríkjaveldis.

Þetta er í raun sjálfsagt mál til sjálfstryggingar lýðveldinu og kemur væntanlega í veg fyrir snögga aðför að því sama lýðveldi með lýðskrumi og peningaaustri í einhliða áróður sem þjónar stærra veldi/ríki.

Hliðstæðu er að finna í mörgum lögum félaga (þ.m.t. fyrirtækja og stofnana), sem leyfa ekki, að þau verði niður lögð eða lögð inn í annað félag, nema t.d. 80% atkvæða á aðalfundi ákveði svo.

Eins er hliðstæða fólgin í stjórnarskrá Noregs, sem áskilur í 93. gr., að til fullveldisframsals þurfi minnst 3/4 meirihluta í Stórþinginu.

Önnur hliðstæða var í dansk-íslenzku Sambandslögunum, en þar var áskilið, að aukinn meirihluta þyrfti bæði í Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu til að fella sambandalagasamninginn úr gildi:

18. gr.:

"... Til þess að ályktun þessi [um að fella úr gildi þann samning], verða að minnsta kosti 2/3 þingmanna annaðhvort í hvorri deild Ríkisþingsins [danska] eða í sameinuðu Alþingi að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan vera samþykt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrétt hafa við almennar kosningar til löggjafarþings landsins. Ef það kemur í ljós við slíka atkvæðagreiðslu, að 3/4 atkvæðisbærra kjósenda að minsta kosti hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni, og að minsta kosti 3/4 greiddra atkvæða hafi verið með samningsslitum, þá er samningurinn fallinn úr gildi." [1]

[1] Sjálfstæðisbarátta Íslendinga, lokaþáttur 1918-1944. Gunnar Hall tók saman. Rvík 1956, s. 25.

Jón Valur Jensson, 27.11.2016 kl. 02:31

18 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Hér féllu út tvö orð í tilvitnuðum texta í 18. greininni; en þetta er rétt (og þau feitletruð hér):

"... Til þess að ályktun þessi [um að fella úr gildi þann samning] sé gild, verða" (o.s.frv.)

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 27.11.2016 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband