Meginþorri Sjálfstæðisfólks gegn 3. orkutilskipun ESB

Hendur i hlekkjumFurðu vekur að ráðandi ríkisstjórn með VG og Sjálfstæðisfólk í forsvari skuli leggja fram frumvarp um 3. orkutilskipun ESB. Þar eru flokkar sem hafa marg- staðfest andstöðu sína á flokksþingum við framsal valds til ESB. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins og langflest flokksfélög hans í Reykjavík hafa lagst gegn þessari innleiðingu, sem stýrð er af embættismanna- kerfinu, gegnsýrðu af ESB og dásamar nú allar sjálfkrafa viðbætur við EES- samninginn gamla.

Sjálfkrafa upplausn

Grasrótin í Sjálfstæðisflokknum er seinþreytt til vandræða, en getur ekki orða bundist nú, með þessari stóru atlögu að fullveldinu. Að sama skapi ætti grasrót VG að gera sér grein fyrir því, að sjálfgefið er að Landsvirkjun verði skipt upp og virkjanir seldar eftir gjörð þessa, þar sem rafmagn verði þá skilgreint sem vara en ekki auðlind og samkeppni við Evrópulönd verði jöfnuð. Raforkuverð til heimilanna rýkur þá upp.

Grasrót gegn kúgun

Af einhverjum orsökum ná þessi sönnu skilaboð ekki inn til grasrótar VG, heldur er Samfylkingar-hluti þess flokks ansi fyrirferðarmikill í umræðum um þessi mál og vill gjarnan þvæla því áfram, þótt staðreyndirnar séu skýrar. Því betur sem tilskipunin er skoðuð, því hærra öskrar kúgunarvaldið á mann. Fáum þingmenn til þess að taka þetta sundurlyndismál af dagskrá þingsins strax.  

 


mbl.is Frestar orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Yður er hér með boðin staða utanríkisráðherra í KRISTILEGA MIÐJUFLOKKNUM.

Það gæti nú verið kostur fyrir þig og þina stefnu

að geta ráðið öllum þessum málum sjálfur frá A-Ö.

Þá gætir þú  hafnað 3 orkumálapakkanum bara með því að smella einum fingri.

Jón Þórhallsson, 2.3.2019 kl. 11:11

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér fyrir þennan pistil. Það er mikið undir, því uppgjör bæði í Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum er óhjákvæmilegt ef þessi þriðji orkupakki verður samþþykktur.

Ragnhildur Kolka, 2.3.2019 kl. 11:55

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sjálfstæðisflokkurinn er heillum horfinn. Ég þekki þennan flokk ekki lengur, hann er gersamlega út úr kú, ekki bara í þessu máli heldur og ekki hvað síst þegar kemur að morðum á ófæddum börnum. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að fylgja enn frekari framgöngu þeirra sem drepa vilja börn í móðurkviði. Skömm sé þeim sem ekki standa vörð um börn þessarar þjóðar, börnin eru jú framtíða hennar ekki gamalmennin.

En þakka þér Ívar fyrir þennan pistil þinn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.3.2019 kl. 17:38

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað áttu við hr.Tómas ,börn eru framtíð þjóðar sinnar, viltu þá ekki taka allan skarann og stilla þeim upp? Hvað eru stútungs kerlingar sem gengnar eru úr barneign; framtíðarlausar? Ekki karlkynsgamalmennin.Það er hreint út sagt ógeðslegt að hlusta og lesa stöðugt um morð á börnum og framgöngu stjórnmála við þá iðju "að drepa börn".Tilfinningar ykkar í þessari baráttu eru heiftuglegar öfgar,og átakanlegt að ákveða að konur gangi ískaldar í gegnum þessa raun.         

Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2019 kl. 01:46

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæra Helga, Vestur í Kaliforníu lét dómari einn þau ummæli frá sér fara að börn ættu ekki að fæðast í því ríki þar sem það væri of dýrt fyrir ríkið. Hann vill með öðrum orðum engin börn og ef engin börn fæðast er engin framtíð fyrir það ríki.

Ef sífellt verður gengið að ófæddum börnum og þeim eytt, eins og vörtu sem maður vill losna við, þá mun að lokum fjölgun ekki eiga sér stað, eins og þegar er farið að eiga sér stað hér á landi. Fjölgunin sem hér á sér stað er aðallega í formi útlendinga sem flytja til landsins.

Hér á landi hafa yfir 40.000 einstaklingum verið eytt í móðurlífi, fólk sem nú væri á aldursbilinu 0 til um 55 ára og hluti af þeim hefðu getið af sér aðra einstaklinga. Ég gef mér þá að áætla að um 60.000 manns vanti í íslenskt þjóðfélag í dag.

Ef sífellt er verið að hvetja til fóstureyðinga og börn fá ekki að fæðast endar það með því að þjóðin muni deyja út. Því segi ég að framtíðin eru börnin alveg eins og við tókum við af okkar forfeðrum þá  eru það þau sem munu byggja landið og koma því síðan í hendur afkomenda sinna, þannig hefur þetta gengið fyrir sig frá upphafi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.3.2019 kl. 20:59

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Góður pistill og naupsynlegur Ívar. Fullveldissinnum þessa lands, bæði "sjálfskipuðum" og þeim þjóðkjörnu ber skylda til að sporna við þessu ónauðsynlega og hættulega afsali á fullveldi þjóðarinnar í orkumálum. Raforka er þjónusta við neytendur en ekki markaðsvara eins og ráðamenn halda nú fram í anda ESB. Það er ekki nóg að auðlindin verði í eigu þjóðarinnar, eins og aðrar auðlindir, við verðum líka að stjórna og ráða sjálf yfir afurðinni, þ.e. rafmagninu.  Annað er fásinna.   

Júlíus Valsson, 3.3.2019 kl. 21:11

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tómas minn! Ég er nokkuð vel að mér um gang lífsins,en kannast ekki við að hér sé verið að hvetja til fóstureyðinga.Snöggtum mildara orðalag en í vandlætingunni um flokkinn út úr kú osfrv.... Annars virði ég ritsvæðið hans Ívars og tek undir pistilinn sem fjallar um mál sem er síst minna heldur en Icesave á sínum tíma. Við ætlum að stjórna okkar auðlindum sjálf því segi ég eins og Júlíus Valsson. Annað er fásinna.  

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2019 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband