Jenið sækir aðeins á

Staða gjaldeyrismarkaða var svona í morgun: 

Jen hækkar gegn 16 helstu gjaldmiðlum.

Besta staða Jensins í sex vikur.

G-7 fundurinn segir að heimsþensla muni róast.

Dollarinn náði nýrri sögulegri lægð gagnvart Evru.

G-7 virðist styðja veikari dollar. Evra styrkist líklega frekar.

G-7 hvetja Kína til þess að hækka Remninbi (Yuan) hraðar. Í raun: „seljum USD“.

„Vaxtamunarverslunin er búin í bili“ segir næst stærsta gjaldeyrisverslun heims.

Verið er að leysa ýmsa vaxtamunarsamninga upp.

Nýsjálenski dollarinn (NZD, Kiwi) og Ástralíudollar (AUD, Aussie) falla.

JPY/USD gæti farið í 110 í næsta mánuði, enda dollar lágur.

Fjárfestar forðast áhættu og kaupa Jen.

Greenspan: sig dollars endurspeglar minni áhuga á bandarískum skuldum (skuldabréfum).

Alþjóðlegir fjárfestar seldu mjög mikið af bandarískum eignum í ágúst.

Bandaríkin eru komin að hámarki leyfilegra skulda.

  • Núna í eftirmiðdaginn fór nú dollarinn samt að styrkjast.

Það er furða hve krónan helst sterk. Líklegasta skýring er sú, að þolinmæðin hefur borgað sig svo vel fyrir svo marga sem hafa fylgt henni. En tími Jensins mun koma.

Bloomberg grein

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=a6rpZBnUr134&refer=home

Financial Times grein

http://www.ft.com/cms/s/0/56e6fe18-807a-11dc-9f14-0000779fd2ac.html?nclick_check=1

 

ÍP:


mbl.is Krónan veiktist um 1,16% í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband