Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar

I thvottavelinniÞví miður er fall Glitnis enn einn þátturinn í fyrirsjáanlegu ferli sem vinnur sig í gegn um allt kerfið. Maður tekur ekki þvottinn úr vélinni í miðju prógrammi, illa þveginn, sápugan og blautan. Það á enn eftir að þvo, síðan skola og loks vinda á háum snúningi. Síðan er þvotturinn hengdur til þerris.

Ég hef reynt að lýsa þessu ferli síðan í mars í fyrra (sbr. greinar hér til hliðar). Helstu þættir sem eru rétt byrjaðir eða á algjörlega eftir að taka á eru lækkun stýrivaxta og óhjákvæmilegt verðfall fasteigna, sem lækkar eigið fé fjármálastofnana verulega. Við lækkun stýrivaxta hverfa síðustu krónubréfin og vaxtamunarsamningarnir, sem veldur nokkru gengisfalli í viðbót. Niðurfærslur á virði fasteigna koma ekki fyrr en í ársuppgjörum í janúar- febrúar 2009 og kýla þann markað áfram niður.

Ýmsir krefjast aðgerða Seðlabanka vegna gengisfellinga, en það er á misskilningi byggt. Inngrip Seðlabanka í gengi krónunnar yrði hrein sóun á frekari milljörðum okkar á nokkrum klukkutímum. Inngrip láta okkur (þ.e. Seðlabankann) kaupa krónur og selja meira af gjaldeyri, sem gerir gjaldeyri ódýran fyrir bankana, en gengið fellur síðan fljótt aftur vegna mikillar eftirspurnar eftir gjaldeyri. Þar með er krónunum okkar sóað. Inngrip er sóun, það er alþekkt staðreynd og því hefur Davíð og Co. ekki stundað slíkt, ólíkt ýmsum forverum hans sem trúðu á handaflið gegn vísundahjörðinni.

Auðvitað munu ráðamenn segja stöðugleika náð og bankamenn segja að bankinn sé traustur þar til hann fellur. Annars er óstöðugleiki og bankinn fellur örugglega! Ég ítreka enn margtuggnar athugasemdir mínar um það að fólk eigi að borga skuldir og eiga gjaldeyri inn á reikningi eða í bankahólfi til þess að fá sálarfrið. Það sannaðist í gær að sjóðir eru ekki aðgengilegir í krísu og geta jafnvel þurrkast út í milljörðum eins og gerðist í  Bandaríkjunum nýlega. Kannski eru ágætis kauptækifæri í gjaldeyri á fyrstu októberdögunum, enda tilheyra þeir næsta fjórðungi.

Við verðum bara að temja okkur aftur gamla verðbólguhugsanaháttinn að gera ráð fyrir hratt fallandi krónu og hærri verðbólgu áfram, þannig kemst hver og einn sæmilega af.


mbl.is Moody's lækkar einkunn Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gjaldeyrisforði seðlabankans rýrnaði um 80 milljarða milli 1. og annars ársfjórðungs og guð má vita hvað hefur gerst á þeim þriðja. Varla hefur það verið gæfulegt ef marka má geðveikislegt örvæntingarprump sem alþjóð hefur orðið vitni að undanfarið úr þeirri áttinni og algjört hrun gjaldmiðilsins.

Baldur Fjölnisson, 30.9.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

4. september 2008

Erlend staða þjóðarbúsins

2. ársfjórðungur 2008

Hreint fjárútstreymi nam 55,5 ma.kr. í ársfjórðungnum en á fyrsta ársfjórðungi var fjárinnstreymi 133,2 ma.kr. Erlendir aðilar eru taldir eiga 64,7 ma.kr. af þeim 75 ma.kr. innstæðubréfum sem Seðlabankinn gaf út á fyrri hluta árs 2008. Bein fjárfesting útlendinga hér á landi lækkaði um 107,6 ma.kr. sem stafar að mestu af lánahreyfingum sem tengjast tilfærslu fyrirtækja á milli landa en bein fjárfesting Íslendinga erlendis hækkaði um 10,8 ma.kr. Verðbréfaeign erlendra fjárfesta á innlendum skuldabréfum hækkaði um 286,5 ma.kr.

Næsta birting: 4. desember
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir

Baldur Fjölnisson, 30.9.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

1, Vitlausraspítalinn við Austurvöll sturtaði Dabba yfir Arnarhólinn eftir að hann tilkynnti opinberlega að hann væri alfarið heiladauður með því að flytja skýrslu Bush um utanríkismál - yfir tómum þingsal.

2. Sami vitlausraspítali setti Halldór Blöndal sem formann bankaráðs seðlabankans.

3. Síðan fann þessi sami vitlausraspítali út það snjallræði að láta ríkissjóð taka 500 milljarða að láni til að láta þessa ruglustrumpa tapa í gjaldeyrisbraski við fólk með heila. Hahahahaha. 

Baldur Fjölnisson, 30.9.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ívar, ég tók eftir því á síðasta ári þegar þú birtir "Fall Íslands" og veit hversu sannspár þú hefur reynst.  Útlitið virðist vera dökkt og langt í botninn.  Hversu mikið heldur þú að krónan geti fallið til viðbótar? og hversu burðugar heldurðu að þær tryggingar séu sem eiga að tryggja innistæður á almennum gjaldeyrirreikningum bankanna?

Magnús Sigurðsson, 1.10.2008 kl. 11:49

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir upplýsingarnar, Baldur. Alltaf með skoðun!

Magnús, krónan hlýtur að eiga töluvert sig eftir, þótt smá- kauptækifæri geti birst. Sjálfur treysti ég henni ekki fyrir nokkurn mun. Gjaldyrir hækkar alltaf um síðir.

Tryggingasjóður bankanna er nú ekkert of burðugur. Þó virðast dreifðir gjaldeyrisreikningar vera nokkuð öruggir, en geymsluhólf í banka með gjaldeyri í seðlum fyrir einhvern hlutann er nú mest freistandi! Gleymdu vöxtum.

Ívar Pálsson, 1.10.2008 kl. 16:45

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs endurspeglar réttilega gjaldþrot sjóðsins og er núna í tæpum 600 punktum.

Ég get ekki ímyndað mér að ríkisstjórnin og yfirríkisstjórnin í seðlabankanum lifi út þennan mánuð. Erlendir eigendur landsins hljóta að krefjast stórfelldra hreinsana bráðlega .

Baldur Fjölnisson, 1.10.2008 kl. 20:41

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Baldur, skuldatryggingamarkaðurinn er raunar vandamál út af fyrir sig núna. Hann virkar ekki og gæti t.d. aldrei tekið við stórum þrotum, því að hann margtryggir sömu upphæðina út um allt. Eitt gjaldþrot er því greitt hundraðfalt. Kannski er skuldatrygging bara orðin nauðsynlegt formastriði til þess að kerfið virki. Matsfyrirtækin sönnuðu máttleysi sitt og tengd áhrif. Hvaða vit er í því að borga 12% tryggingu fyrir láni sem líklegt er að fengist aldrei greidd ef skuldarinn brygðist? Allt ofan á himinháa vexti?

Svei mér þá, Baldur, að mér fannst þú áður taka full djúpt í árinni, en nú er maður nálægt sömu niðurstöðu, að grundvallarþættir spilaborgarinnar séu að bresta líka, ekki bara litla krúttlega spilaborgin. Það hljóta að vera takmörk fyrir því hve mörgum núllum seðlabankar heimsins geta bætt aftan við peningamagnið sitt án þess að það verði lapþunnt og einskis virði.

Ívar Pálsson, 1.10.2008 kl. 20:59

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ívar það er löngu búið að lána öllum og hundinum líka fyrir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum og skuldapappíramarkaðurinn er því stórkostlega yfirmettaður. Þar að auki er í raun búið að yfirveðsetja heiminn sjálfan 10-20 falt, enda nema afleiður og framvirkir samningar og tryggingar kerfisins gegn eigin hruni og önnur álíka töfrainstrúment að minnsta kosti einni kvadrilljón dollara eða þetta 15-20 sinnum vergri heimsframleiðslu.

Ein bandar. kvadrilljón lítur svona út: 1,000,000,000,000,000. Það er sem sagt þúsund, milljón, billjón, trilljón og kvadrilljón, hahahahaha. 

Baldur Fjölnisson, 1.10.2008 kl. 21:23

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er von á einhvers konar stóru fjármálalegu krakki um 7. þessa mánaðar, hugsanlega ríkisgjaldþroti og síðar í mánuðinum líklega terror hollywoodsjói og/eða meiriháttar hernaðarleiksýningu. Bandaríkin eru löngu fallít eins og ég hef farið yfir ad nauseam í blogginu en ég hef trú á að einhver minni dæmi verði sett í þrot áður en BNA verði opinberlega lýst gjaldþrota. En það má búast við hverju sem er. Stay tuned.

Baldur Fjölnisson, 1.10.2008 kl. 21:53

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það hlustar aldrei neinn á mig,

http://blogg.visir.is/gammon/2008/05/28/gjald%C3%BErot-glitnis-kallar-a-rott%C3%A6ka-uppstokkun-bankakerfisins/

Baldur Fjölnisson, 1.10.2008 kl. 23:06

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hehe, 28.05.2008.

"""Félagið er vita fallít.

Eigið fé er skv. uppgjöri 188 milljarðar en þar af er þriðjungur “goodwill” sem er bókfært yfirverð vegna yfirtöku á yfirverði á einhverjum töfrafyrirtækjum sem einhverjir góðir sölumenn lugu inn á þá. Svo hafa þeir lánað stjórnendum og stjórnarmönnum og tengdum fyrirtækjum 116 milljarða og það er beisíkallí það eigið fé sem þeir flagga. Gáfulegast væri fyrir ríkið að leysa þessa vitleysu til sín fyrir td. eina krónu - strax á morgun.

Landsbankinn er ofurútgefin bóla. Hver hlutur kostar eitthvað 1/5 úr evru, sem sagt nánast ekkert sem þýðir að afskrifa þarf sirka 99% af hlutafénu og eftir það að sameina leifarnar af þessu Kaupþingi. Það gæti orðið trúverðug eining plús Glitnir í eigu ríkisins rekinn af kínverskum verktökum. Góðar stundir."""

Baldur Fjölnisson, 1.10.2008 kl. 23:08

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband