Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?

Heildarlántaka Íslands til lausnar bankahnútsins og til varnar krónunni við fleytingu krónu á víst að verða um 6 milljarðar dala. lantaka_usd6bn_gengi.pngÁ töflunni hér til hliðar sést hver sú upphæð verður í krónum miðað við hækkun dollars (fall krónu) í prósentum og krónum. Enginn fræðilegur viðmælandi finnst sem spáir krónu sama gengi og nú eftir fleytingu, þó að krónan hafi fallið um amk. 30% síðan í lok september. Líklegasta gengisfallið strax við fleytingu er 30-40%, sem gerir lánsupphæðina að rúmum eitt þúsund milljörðum króna.

Ef vextir eru 5% þá verða þeir 50 milljarðar króna á ári, eða tæpar 300 þúsund krónur á hvern skattgreiðanda.

PS:  Kannski borgar sig fyrir Seðlabankann að byrja með mjög lágt skráða krónu (gengisfellingu) þannig að fleiri krónur þurfi til þess að kaupa gjaldeyrinn fyrir þá sem eru að rjúka með sjóðina úr landi hvort eð er. Þá freistast kannski fleiri Íslendingar til þess að skipta innlendu gjaldeyriseigninni strax í krónur. Ég efast nú um að stjórnin leggi í t.d. 25% gengisfellingu. Þetta verður trúlega æðibunugangur og feikna- flökt strax, þar sem margir munu vilja kaupa og selja á sama tíma. Fyrsti klukkutíminn verður verulega „áhugaverður“!

PS.PS. Mánudagurinn 24/11/2008: fyrsti dagur í fleytingu krónu eftir hrun bankanna? Strax við opnun? Ertu tilbúin(n)? Ég efast stórlega um að bankakerfið sé tilbúið í mörg hundruð milljarða króna kaup og sölu á sama tíma.


mbl.is Skilaboðin voru skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað er það að flestu leyti þjóðarhagur að krónan falli sem steinn á meðan kúfurinn af erlendri eign er að fara úr landi.  Þannig flytjast sem minns verðmæti út úr landinu.  Sé litið á hina hliðina má þjóðin ekki við því að það ástand vari lengi og þeyti verðlagi á innfluttum nauðsynjavörum upp úr öllu valdi.

Að mörgu leyti er ég þó þeirrar skoðunar að best sé að taka "shock therapy" á þetta og sjá krónuna falla sem blý.  Hún mun þá að öllum líkindum rétt sem korktappi skjótast upp á ný, þegar útflutningur verður mun meiri en innflutningur, og jafnvægi nást.

Það þarf alls ekki að vera slæmt fyrir Íslendinga að "spákaupmenn" missi áhuga á krónunni, vegna þess hve hún sé sveiflukenndur gjaldmiðill.

G. Tómas Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 03:29

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég verð að viðurkenna það kæri vinur að þetta armageddon tal í þér fær blóðið til að ólga í æðum mínum.  Sjálfur sé ég ekki annað ráð en lifa við krónu, alla vega þangað til við göngum þá í ESB.  Það þarf oft ekki mikið hugmyndaflug til að sjá að allt sé örugglega að fara til helvítis en meira til að benda á lausnir.

Sjálfur hef ég verulegar áhyggjur af landi mínu og þjóð.  Ég á enga von sterkari í dag en að Íslendingar komist yfir þessa erfiðleika og nái vindi í seglin aftur þannig að vaði á súðum.  Bara ekki að kolsigla sig eins og síðast.

Gunnar Þórðarson, 17.11.2008 kl. 05:38

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hver Íslendingur á vinnualdir (18 til 65) mun þurfa að borga að öllum líkindum í krinum 75.ooo krónur á mánuði.

Af icesave og IMF munum við þurfa að borga 2.2 milljarða dala í vexti.

Bara af IMF eru vextir í 10 ár eins og einhverstaðar kom fram, (gefum okkur að vextirnir verði 4,5%) þá þurfum við að greiða 1,2 milljarða dala. 

getið séð útreikninga hér:

http://fannarh.blog.is/blog/fannarh/entry/713933/

Fannar frá Rifi, 17.11.2008 kl. 09:44

4 Smámynd: Ívar Pálsson

G. Tómas, ég vonast líka til þess að stærstu gjaldeyrisspákaupmenn heims líti ekki við krónunni lengur, því að þá fær hún möguleika á því að anda.

Gunnar, ég er ekkert með dómsdagstal hér og hef margoft bent á lausnir, en stjórnin málaði sig út í horn þannig að þessi lausn varð sú eina eftir. Hér velti ég því fyrir mér hver útkoman verður við fleytingu krónu, sem varð mjög líkleg við Icesave ákvörðunina. Þá er nokkuð ljóst að norska krónan eða dollar verða ekki í myndinni. 

En ég trúi enn að ESB sé umflýjanlegt, ekki eins og þú Gunnar: „...alla vega þangað til við göngum þá í ESB“. Talandi um Armageddon!

Ívar Pálsson, 17.11.2008 kl. 10:02

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hver er þá lausnin? Setja krónuna á flot og láta gera spákaupmenn úti í heimi að viðskipta- og fjármálaráðherrum aftur? Ganga í hryðjuverkasamtökin ESB? Taka upp aðra mynt?

Theódór Norðkvist, 17.11.2008 kl. 11:15

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Líklega er lág skráning krónunar okkur í hag núna ef fjármagn fer að leita úr landi. Þetta verður samt dýrt ævintýri. Vonandi að stjórnvöld og burgeisarnir hafi skemmt sér vel í partíinu sem þjóðin á að fara að borga núna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2008 kl. 19:39

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Á fundinum með Davíð & Co fékkst enn ein staðfesting á því að krónan verður látin fljóta (innan 10-24 daga?). 20-30% gengisfelling er vel líkleg, sem þýðir 210- 230 króna Evru.

Þá fer pólítíkin að malla, þar sem ESB- sinnar og andstæðingar leita sér flokka. Sjálfstæðisflokkurinn kemst kannski að málamiðlun aldarinnar með sitt fólk: Athuga ESB en þó ekki og jú gæti verið varla svo sniðugt eða hvað?

Ívar Pálsson, 18.11.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband