Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega

Hér eru nýju gjaldeyrishaftareglurnar dregnar saman af vef Seðlabanka. Hver ætli hafi samið þessi ósköp á hraðferð á Alþingi? Hverjum dettur þessi firra í hug? Varla sjálfstæðismanneskju, en ríkisstjórnin stimplar stórt „OK“ yfir þennan grýlugjörning, þannig að skaðinn er skeður. Það þarf ekki hagfræðing til þess að sjá að viðskipti við Ísland virka ekki með þessar síur. 
  • Útflæði gjaldeyris takmarkað um sinn.
  • Þeim sem eignast erlendan gjaldeyri er skylt að skila honum til innlendra fjármálafyrirtækja.
  • Heimilt er að leggja gjaldeyri inn á innlánsreikning í erlendri mynt.
  • Takmarkanir eru settar á fjármagnshreyfingar aðila sem hyggjast skipta íslenskum krónum í erlendan gjaldeyri.
  • Viðskipti á milli innlendra og erlendra aðila með verðbréf og aðra fjármálagerninga sem gefin eða gefnir hafa verið út í  íslenskum krónum eru óheimil.
  • Erlendum aðilum er óheimilt að kaupa fyrir milligöngu innlendra aðila verðbréf sem gefin hafa verið út í krónum. Þetta á þó ekki við um erlenda aðila sem þegar eiga krónur.
  • Erlendum aðilum er óheimilt að gefa út verðbréf hér á landi.
  • Innlendum aðilum er óheimilt að fjárfesta í erlendum verðbréfum.
  • Erlend lántaka, ábyrgðaveitingar til erlendra aðila og afleiðuviðskipti sem ekki tengjast vöru- eða þjónustuviðskiptum eru takmörkuð eða óheimil.
  • Erlendir fjárfestar sem eiga ríkisbréf á gjalddaga 12. desember n.k. geta m.a. endurfjárfest andvirði þeirra í nýjum ríkisbréfum.
  • Engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu (ÍP: trúlegt).
  • Hömlunum sem beitt er nú á grundvelli nýsettra laga ná til gjaldeyrisviðskipta sem tengjast fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa.

mbl.is Nýjar gjaldeyrisreglur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þetta hefur allt gert okkur að þrælum og föngum og varla er hægt að flýja.
Afsakið ég þarf að gubba.
´

Heidi Strand, 28.11.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ívar, það er bara eðlileg þróun að færa sig yfir í "allt er bannað sem er ekki sérstaklega leyft" eftir að hafa verið í stöðunni "allt var leyft semekki var sérstaklega bannað".  Vissulega hefði verið gott að vera einhvers staðar inn á milli, en fjarmagnseigendur hafa því miður sýnt að þeir nýta sér allar smugur.  Jöklabréfin eru mesti bölvaldur íslenska efnhagslífsins og það sem er að gerast núna er mikið til þeim að kenna.  Þau eru síðan sjálf afleiðing af peningamálastjórnun Seðlabankans.

Marinó G. Njálsson, 28.11.2008 kl. 12:53

3 Smámynd: Hagbarður

Þetta er orðið skelfilegt hérna. Lífeyrissjóðirnir þurfa samkvæmt þessu að selja erlendu eignasöfnin og flytja sig yfir í íslensk verðbréf (hvað möguleikar eru hér á landi núna?). Það er ekki nóg með að þjóðin hafi verið gerð gjaldþrota heldur á líka að taka af okkur lífeyrissparnaðinn.

Hagbarður, 28.11.2008 kl. 16:36

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Ekki sakna ég jöklabréfanna, enda skrifaði ég gegn þeim í eitt og hálft ár (hér til hliðar). Háu stýrivextirnir kölluðu á þennan ófögnuð sem orsakaði helst ófarir okkar. En gjaldeyrishöftin raðast í röð áframhaldandi mistaka. Ein helsta leið til tiltrúar á gjaldmiðilinn núna er sú að tengja við eða taka upp annan gjaldmiðil. Nú gera menn þau mistök að hugsa: „frelsið reyndist illa, kjósum fangelsið“.

Það er rétt, nú á að eyðileggja lífeyrissjóðina. Hverjir eiga að nýta allan þennan pening til góðra verka? Hann ést upp á krónubálinu í höndum stjórnmálamanna,sem samþykkja æ fleiri skuldir úr einkageiranum.

Það tekur engu tali að banna kaup á erlendum verðbréfum. Hver treystir bönkunum hér núna? Gjaldeyrisreikningar á Íslandi eru ekkert of tryggir, fyrst Ríkið getur ákveðið alls kyns gengi og gæti þessvegna þynnt út eignina með því að afhenda erlendum kröfuhöfum skuldabréfa hlutabréfin í bönkunum.

Skilaskyldan veldur því að fólk verður að afhenda einu traustu eignina sína, gjaldeyrisseðla, til bankarústanna.Það verður engin leið undan skuldahrammi ríkisins.

Ívar Pálsson, 28.11.2008 kl. 20:16

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

"Erlendir fjárfestar sem eiga ríkisbréf á gjalddaga 12. desember n.k. geta m.a. endurfjárfest andvirði þeirra í nýjum ríkisbréfum."

Skil ég það rétt að ekki verði einu sinni hægt að leysa út bréf á gjalddaga? Núna fyrst fara útlendingarnir að hata okkur.

Villi Asgeirsson, 29.11.2008 kl. 21:37

6 Smámynd: Andrés.si

Af okkur hefur veriafnumið vaxtabætur fyrir nokkrum árum. Svo sagði ég svart starfsemi muni ganga betur á næstuni. Að auki kom þetta kreppa nuna en ég segi að evrur og dollarar skulu koma á mestu leyti á reikningar erlendis.  Reyndar skiptir engu, hvort maður strauja erlend eða íslensk kort. :) 

Með þetta gjaldeyrisreglur verður bara engin alvöru peningur hér á landi. Kannski eitthvað sem munu hanga einhverjum fyrirtækjum lífandi, alt hitt verður erlendis.  

 Lyfeyrisjóðir og okkar pening þar?  Borga sig nokkuð að vinna það sem af er til 67 ára aldir? :) :)

Andrés.si, 30.11.2008 kl. 01:47

7 Smámynd: Höfundur ókunnur

Þetta eru stórkostleg ólög.  Verði þau ekki afturkölluð sé ég mig knúinn til þess að fara á Austurvöll, en þangað hef ég ekki átt erindi hingað til.

Verstur fjandinn að það er ekki hægt að kjósa neinn til Alþingis lengur, VG er ekki treystandi en þeir eru einir eftir.

Höfundur ókunnur, 30.11.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband