Björgvin skóp Bretavandræðin

Það er nokkuð skýrt núna að Björgvin fv. viðskiptaráðherra hafi skapað þann missi trausts hjá Bretum sem olli hörðum viðbrögðum þeirra síðar, en skerptist að vísu við fjármagnsflutninga osfrv. Þeir töldu okkur síðan fara á bak orða okkar þegar við sögðum þeim það eina rétta, að þetta yrði ekki greitt. Við þurfum samt að neita að greiða, þar sem sjóðurinn ætti ekki að fá lán, skilmálarnir eru hvort eð er óaðgengilegir og við getum ekki greitt, enda Landsbankaveðin mun minna virði en bjartssýnisspár stjórnarinnar sýndu.

Nú reynir á staðfestu Steingríms og Jóhönnu. Ætla þau að spara tíkalla hér en samþykkja milljarða úti?

 

Viðskiptaráðuneytið, Stjórnarráði Íslands, 14. ágúst 2008:

“It is absolutely clear according to the law that the fund has to pay out claims up to 20.887 Euros and therefore the Board would always seek a loan to ensure that the scheme pays out to that minimum.”

 

Þýðing mbl.is: „.. algerlega sé ljóst samkvæmt íslenskum lögum, að Tryggingasjóður innlána verði að greiða innlán upp að 20.887 evrum, fari svo að bankar fari í þrot og geti ekki greitt innistæðuleigendum. Þess vegna muni stjórn sjóðsins ávallt leita fyrir sér með lánveitingu komi til þess að greiða þurfi út innlánstryggingu.“

 Tölvupósturinn allur til Breta


mbl.is Alveg ljóst að innlánstrygging verði greidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Ívar - var að ekki miklu frekar Árni Matt sem ekki talaði skýrt í símtalinu fræga við A.Darling ?

Miðað við þessu pósta frá ráðuneytinu hefði Árni getað talað miklu skýrar og tekið af allan vafa.

Þá hefðu hryðjuverkalögin kannski aldrei verið dembt á okkur ?

Kristján Þór Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 14:17

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Árni Matt sagði alveg nógu skýrt að við myndum ekki greiða. Þegar Darling varð það smám saman ljóst að við værum að fara á bak orða okkar, miðað við loforð Björgvins 6 vikum áður, þá fauk í kappann.

Ívar Pálsson, 6.2.2009 kl. 14:25

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já, sammála þessu, það er greinilegt að viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar er á hér stóran þátt.

Hvað segja fyrrverandi samráðherrar hans og núverandi stjórnarliðar núna ?????????

Sigurður Sigurðsson, 6.2.2009 kl. 17:28

4 identicon

Í frétt sem birtist 3 mars á Channel 4 í Bretlandi þá kemur seðlabankastjóri Íslands fram í áhugaverðu viðtali um þetta tiltekna mál: http://www.channel4.com/news/articles/business_money/how+safe+are+your+savings/1697147

Í fréttinni kemur fram að:

But some foreign banks operate in the UK as a branch. Then, consumers rely first on the foreign deposit protection scheme.

So Icesave for example is covered by the Icelandic deposit protection scheme. Kaupthing too reserves the right to switch deposits so that they are covered in this way.

So the Icelandic deposit protection would be responsible for an amount in euros, worth just under £16,000 of your savings.

For the remaining £19,000 you'd then turn to the UK scheme.

...

Iceland's central bank governor says it can afford to guarantee all deposits.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 17:56

5 Smámynd: Ívar Pálsson

SISI, vel spurt.

Takk fyrir tengilinn, Davíð Halldór. Feitletrun þín virðist verða túlkun blaðamannsins. Ef þú hlustar á viðtalið við Davíð Oddsson seðlabankastjóra, þá segir hann eitthvað á þessa leið: Ríkisstjórn Íslands hefur burði til þess að greiða bæturnar, ef til þess ólíklega atburðar kæmi og ef hún vildi kyngja þeim bita. Davíð virðist ekki segja að hún myndi gera það, heldur að hún gæti það ef hún vildi (vegna lítilla skulda osfrv.). 

Ívar Pálsson, 6.2.2009 kl. 21:38

6 identicon

Það kemur einnig fram að útibú (e. branch) sé með innistæðutryggingar í því landi sem fyrirtækið er skráð og Landsbankinn er skráður á Íslandi. Ég tel að lögfræðingum Landsbankans hafi gert sér fyllilega grein fyrir þessum ákvæðum þegar þeir sóttu og samþykktu banklög áður en Icesave útibúin voru opnuð í Bretlandi.

Hér er fróðleg lesning almennt um innstæðutryggingar í mismunadi löndum. http://en.wikipedia.org/wiki/Deposit_insurance

Hér eru upplýsingar frá tryggingasjóðnum sem staðfestir þetta.

Regarding Icesave in the United Kingdom

Landsbanki Íslands hf. is an EEA bank that operates on the basis of an operating licence granted by the FME. Icesave is a branch of Landsbanki Islands hf. in the United Kingdom.

On October 6th 2008, Althingi (the Icelandic Parliament) passed a legislation giving the Financial Supervisory Authority, Iceland (FME) the means to take control of financial undertakings under its supervision. The new legislation has the objective of stabilizing the financial market and ensuring that banks continue to operate. The FME has, under powers granted by the Icelandic Parliament, proceeded to take control of Landsbanki.

According to Act No. 98/1999 on Deposit Guarantees and Investor-Compensation Scheme, eligible depositors are protected by the Icelandic Depositors' and Investors' Guarantee Fund (IDIGF), should Icesave run into payment difficulties. At any given time, the IDIGF guarantees a minimum of EUR 20,887 of their deposits.

As a branch of an Icelandic bank, Icesave is not automatically a member of the Financial Services Compensation Scheme (FSCS); the UK's statutory fund of last resort for customers of authorised financial services firms, but it opted to become a “top-up” member. This means that eligible retail savers of Icesave’s UK branch, whose savings exceed the Icelandic limit, would benefit from top-up compensation from the FSCS covering the amount over the Icelandic limit up to the new FSCS compensation limit for deposits of £50,000.

http://www.tryggingarsjodur.is/QA/

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:55

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, tryggingarsjóðurinn er ábyrgur, en hvergi kemur fram hvað skuli gera ef hann á ekki fyrir íslenska hámarkinu (EUR 20.887), en hann átti bara fyrir 1% upphæðarinnar. Landsbankinn hlýtur að hafa vitað hvað hann var að gera, að gefa í skyn að öryggi ríkisins væri þarna sem var ekki fyrir. Bransinn virðist allur hafa verið orðinn svona, að 1-3% trygging lána og innistæða gæti dugað!

Ívar Pálsson, 6.2.2009 kl. 23:45

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

„Björgvin skóp Bretavandræðin“

segir þú Ívar en átt ekki ögn uppí þessa staðhæfingu þína. - Þú greinir í engu frá hvað Björgvin á að hafa gert til að verðskulda þessa staðhæfingu þína.

Helsti galli Björgvins var að honum var haldið utan við málið og hann brást ekki við til þröngva sér ekki sjálfur inní það.

- Svo þessi fyrirsögn þín er dauð og ómerk. Það er bara spurning hver þeirra ber meiri ábyrgð Davíð eða Árni Matt - nú eða Geir.

Ábyrgð Björgvins felst í að una því að vera haldið utan við allt - og vera ekki gerandi.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.2.2009 kl. 03:29

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Helgi Jóhann: Björgvin viðskiptaráðherra gaf svarið út til Bretanna 14/8/2008 sbr. að ofan. Því verðskuldar hann þessa staðhæfingu mína, en líka raunar, í fallinu sjálfu, síðar þegar hann fór undan í flæmingi í stað þess að segja að við greiðum ekki.

Ívar Pálsson, 7.2.2009 kl. 12:24

10 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Björgvin átti auðvitað alls ekki að senda svona afgerandi svar ef ekki var innistæða fyrir því.

Árni átti að vita að jafn afgerandi bréf hafði verið sent. Er möguleiki að hafa þetta skýrar en ?

“It is absolutely clearaccording to the law that the fund has to pay out claims up to 20.887 Euros and therefore the Board would always seek a loan to ensurethat the scheme pays out to that minimum.”

Því er samtal Árna við A.D. alveg út í hött ! Menn eiga að standa við gerða samninga. Ef hann hafði ekki verið svona " þokukenndur " í samtalinu; hefði hryðjuverkalögum verið beitt á okkur Íslendinga ?

Ergo - þeir gerðu báðir mistök og áttu strax að segja af sér !  

Kristján Þór Gunnarsson, 7.2.2009 kl. 13:20

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Árni Matt svaraði því eina sem hægt var svara, að við ríkið myndi ekki hlaupa undir bagga hjá einkabönkunum. Ljóst var að ríkið gæti þetta ekki, þótt Björgvin hafi lofað því. Við greiðum ekki mörg hundruð milljarða vegna orða hans, það er á hreinu.

Ívar Pálsson, 8.2.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband