Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu

Flest sem gert er til bráðabirgða verður varanlegt, sbr.gjaldeyrishaftalögin illu. Lífið okkar í nýja litlaFiskaburid fiskabúrinu heldur þannig áfram, enda verndar það okkur frá öllum hvölunum og hákörlunum í hafinu mikla. Gjafarinn mikli, IMF fóðrar okkur með lánsloforðum en engin viðskipti eru með krónuna, enda byggir núverandi módel ekki á viðskiptum, heldur á ríkisstýringu í skjóli IMF.

En þessi sæta gervitilvera sem búin var til við hrunið er verulega kostnaðarsöm. Blekkingargengi krónunnar hefur háan beinan vaxtakostnað, en þar að auki verulegan óbeinan kostnað, þar sem viðskipti stöðvast í þjóðfélagi sem er ekki samkeppnishæft við umheiminn.

Efnahagskerfi annarra landa riða til falls. Ísland verður að fella gengi krónunnar til þess að geta átt viðskipti við aðrar þjóðir og styrkt innviði sína aftur, en undanbragðalaust að hafna Icesave samningum eða öðrum vafasömum gjörningum, þótt viðskiptaráðherrann sem sagði réttilega af sér hafi staðfest ábyrgð ríkisins í bréfum fyrir fallið. Hann fór langt út fyrir umboð sitt og við erum ekki bundin af þannig afargjörningi.

Auglýst er eftir stjórnmálamanni sem þorir að standa á rétti íslenska ríkisins til sjálfstæðis. Hann eða hún mun spara kynslóðunum milljarðatugi, mörg þúsund mannár í vinnu. Sýnið fram á það hver þetta getur orðið.


mbl.is Engin viðskipti á gjaldeyrismarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vaxtastefnan hafði jú fyrir talsvert löngu præsað iðnað og verga verðmætasköpun út af markaðnum, svo ekki er það að batna að minnsta kosti.  Öll áhersla var á talnaleikjum jakkafatafóstranna og til að viðhalda loftinu í uppblásnum köstulum Oligarkanna og þjófanna.

Viðbrögðin hafa nánast verið sú að stöðva klukkuna. Eitthvað rótækt verður að gera og því tilliti verða menn að hugsa: Hvað mun óhjákvæmlega verða niðurstaðan af þessu ástandi til langframa? Er vert að grípa til ráðstafana strax, sem fá þá niðurstöðu tímabundið´og byrja að vinna sig út eða eigum við að draga tortúrinn á langinn með tilheyrandi varanlegum skemmdum.

T.d. varðandi húsnæðislánin. Á að leyfa lánunum að þensjast út langt fram yfir eignaverð þar til enginn getur eða sér vit í að borga og bankarnir þar með að verða af innkomunni og innanríkisviðskiptin af fjárstreyminu, þar til fyrirtækin loka, menn missa atvinnuna og allt hrynji?

Eða: Er td. hægt að taka verðtryggingu af lánum úr sambandi (eins og launin voru jú tekin úr sambandi á 9. áratugnum.) Láta vísitöluþensluna á lánum ganga til baka aftur í Október og færa lánin að raunvirði eigna?  Þá ykist greiðslugeta fólks og kaupmáttur, sem skilaði sér inn í viðskiptin, fyrirtæki næðu að halda sjó og bankarnir fengju eitthvað í stað einskis.

Vona að þú skiljir hvað ég er að fara. Samhliða þessu verður að lækka vexti til samræmis við helstu markaði til að liðka fyrir samkeppnishæfni útflutningsins og auka gjaldeyristekjur.

Ergo: Eigum við að halda í sama ástand og láta alla tapa, eða eigum við að grípa til rótækra aðgerða sem virðast sársaukafullar á blaði en koma í veg fyrir algert meltdown?

Svona aðgerðapakka virðist enginn hafa sett fram í einhverju samhengi. Kannski þurfa menn að taka sig til og semja þetta fyrir stjórnina. Samtök atvinnulífs og verkafólks þurfa þar að stilla saman strengi með öðrum hagsmunasamtökum í stað þess að setja sínar kröfur úr smahengi við annarra.  Er ekki kominn tími á að spýta í lófana?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 16:47

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vandi er fyrir höndum með myntkörfulánin og það verður að beila þau út með langtímasamningum við erlenda lánadrottna, sem eru í sömu stöðu og bankarnir hér með að velja á milli einhvers eða ekki neins.  Lánin verður að færa heim eins fljótt og hægt er og ég er viss um að allir aðilar munu sjá akk í  því.  Nú er áhættufjármögnun evróskra banka í miðevrópu (gamla kommúnistablokkin) að falla á þá án þess að menn fái rönd við reist. Þar getur enginn borgað.  Menn standa aðgerðarlausir í stað þess að semja á meðan allt riðar til falls.

  Austurríkismenn eru með 70% af GDP í slíku drasli og eitthvað verða þeir að gera. Ég held að allir okkar erlendu lánadrottnar verði í svipaðri stöðu bráðum ef ekkert verður að gert.  Auðvitað borgum við ekki Icesave heldur. Það er ekki fræðilegur möguleiki og menn þurfa bara að sýna þann heiðarleika að þora að segja það. Viðurkenna stöðuna í stað þess að vera í afneitun.

Hvað er hægt að gera? er hægt að flytja þessa skuldbindingu á kennitölu og gera hana fallítt? Láta einn banka rúlla eða svo? Við, ríkið, getum ekki borið ábyrgð á þessu og gáfum ekkert umboð til þess.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 16:59

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er búið að leggja hald á þessar ábyrgu fjármálastofnanir í Bretlandi og Hollandi og skipta góssinu. Á það ekki að vera nóg til lúkningar?  Hvað eru menn að tala um að eigi eftir að borga?  Kenneth Rogoff sagði að 150% neikvæð skuldastaða gagnvart GDP væri óumræðanlega gjaldþrot, en við erum að fást við 300%.  Hvers vegna eru menn ekki að ná þessu? Hvað ætla breska og hollenska ríkið að gera? Koma til íslands og hirða fjöllin? (Hollendingar búa að vísu við fjallaskort)

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nú duga ekki stjórnmálamenn gærdagsins sem því miður eru að bjóða fram krafta sína sem aldrei fyrr.  Ég sting því upp á Ívari Pálssyni og Jóni Steinari Ragnarsyni.

Magnús Sigurðsson, 4.3.2009 kl. 17:13

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarf svo að fella gengið? Þarf seðlabankinn bara ekki að hætta að falsa það? Annars er það víst að eitthvað meðalhóf verður að fara þarna Innlendur iðnaður er háður aðflutningi líka og spurning hvort að fyrirtækjum yrði mismunað með þessu eða að það gerði jafnvel útaf við einhver. Lægra gengi getur ekki verið óumdeilanlegt, þótt ég skilji þín viðhorf útfrá þinni grein.

Fyrirgefðu svo hvað ég svína út hja þér. Manni er bara fari að langa í tillögur í stað gagnrýni. Horfðiru á Rogoff í gær? (sjá á vef ruv) Hann var ansi afdráttarlaus varðandi Evrópubandalagsaðild í stöðunni og kallaði það hreinlega "Suicide."  Við erum þá ekki alvitlausir í málflutningi okkar.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 17:22

6 Smámynd: Ívar Pálsson

   Magnús, ég þakka traustið, en draumastaða mín er ekki í stjórnmálum. Atvinnu- stjórnmálafólk fórnar sér í óöryggið og persónulegu leiðindin sem sá bransi er gegnsýrður af. Því ættu þingmenn að fá tvöfalt hærri laun en nú, en vera öllu færri, kannski 41. Ég mun bara veita aðhald áfram eins og aðrir.

Jón Steinar, þakka þér fyrir ítarleg innlegg, sem eru alls ekkert svínarí, öðru nær. Núverandi ástand er hrein blekking og betra er að grípa á kýlinu af hörku og vera með nóg af spritti (bara ekki að drekka það).  Rogoff segir það sama og við sögðum fyrir fallið og áfram: Bankar sem eru gjaldþrota eiga að fara í gjaldþrotaskipti (t.d. helstu bankar í UK og USA). Hálfkák og afarsamningar leiða annars til endursamninga strax aftur án þess að vandamálið leysist. Kannski fólk hlusti amk. á Harvard- MIT- Stanford- Yale- doktorinn, enda er hann bráðskýr, blessaður.

Því miður stefna viðskiptaþjóðir okkar í veruleg vandræði. Íslenska ríkið á að bjarga sér með nýjum neyðarlögum, þar sem eina skjaldborgin er um grundvallarþjónustu ríkisins. Annars er engan pening að fá til þess að efna loforð frambjóðenda.

Ívar Pálsson, 4.3.2009 kl. 17:59

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil líka benda mönnum á að kynna sér Michael Hudson hagfræðing og sagnfræðing, sem og Peter Schiff og Gunnar Tómasson. Þetta eru allt menn, sem sáu þetta fyrir fyrir lifandislöngu síðan og eru með tillögur að aðgerðum.

Ég sendi raunar Hudson línu og hann svaraði mér:

Dear Mr. Steinar,
Iceland actually is not at all helpless — unless it imagines itself to be. Under international law it can denominate debt in its own currency; it can let inflation erode its debt, as nearly every country has done.
It can cite Adam Smith’s authority that no government in history ever has repaid its debts.
It can realize that the only way debts can be paid, is out of current income and output — that is, on a pay-as-you-go basis (see Germany for an example).
    There are many ways of resolving this debt crisis short of debt peonage. The question is, whose interest should come first: the financial sector, or that of most citizens?
The neoliberal trick is to make labor think of itself in terms of its pension funds as creditor, not as itself as wage-earner and debtor. It’s all in the mind, as they say here.
I’ll be glad to do what I can to help.
    Michael Hudson

Ég vona að hann geti komið hingað og varpað einhverju skynsemdarljósi á þetta. Ég held raunar að það sé verið að vinna í því, enda hef ég verið óþreytandi í að benda á hann.  Þetta er maður alþýðunnar og maður með báðar lappir á jörðinni, sem ekki er hægt að segja um hagfræðinga "gamla" skólans. Hann hlær hreinlega að því að Friedman hafi fengið Nóbelinn og var að sjálfsögðu þyrnir í síðu Laizzes Faire trúboðsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 19:16

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir ábendinguna. Ég vissi t.d. ekki að Adam Smith hafi sagt að engin ríkisstjórn í sögunni hafi nokkurn tíma endurgreitt allar skuldir sínar!

Það skilur leiðir á milli okkar með Friedman ofl. frjálshyggjumenn. Ég hef trú á karli og held að norrænar þjóðir geti farið með frjálshyggjuna rétt: nýta hana í flest en beita almennri skynsemi í grundvallarþáttum ríkisins, en hafa eftirlit og upplýsingaflæði æ betra.

Ívar Pálsson, 4.3.2009 kl. 23:50

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gunnar Tómasson benti á grunngalla í hugmyndum Friedmans í Silfrinu um daginn og það hefur Hudson gert líka, en man nú ekki alveg hvað það var, en það var eitthvað um myndun vaxta.

Má vel vera að í grófu dráttum sé eitthvað rétt hjá Friedman, ekkihef ég þekkingu til að dæma um, en nokkuð víst er að hún er varnarlítil fyrir gráðugum plútókrötum. Í USA eru t.d. auðmennirnir þeir, sem styrkja öll framboð og hafa þannig aðgang að lagasetningum eða afnámi laga (Deregulations) Það er einmitt það sem hefur gerst nú og vandséð hvernig hægt er að koma í veg fyrir slíkt, þegar allt helvítins senatið hleypir lögleysunni í gegn trekk í trekk, plús það að Federal Reserve, sem hvorki er federal né reserve, spyr hvorki kóng né prest um sínar aðgerðir og reglur.

Þegar mikill auður safnast á fáar hendur þá liðast lýðræðið í sundur og misskiptingin eykst uns kerfið líkist meira lénskerfi en nokkru öðru. Margir hagfræðingar telja einkavæðinguna hafa gengið of langt og það sé takmarkað hve langt má ganga í að leysa upp áhrifavald ríkisins og leyfa siðleysinu að stjórna.  Það er ekki hægt að setja þak á auðsöfnun, því það eru alltaf leiðir til að komast fram hjá því auk þess kapítalisminn í kjarnann krefst stöðugs vaxtar og arðs og stöðnun þýðir fall.

Þetta er vandskilið, en ég á enn eftir að finna réttlætingu fyrir Friedman og Hayek. Þeirra hugmyndir byggja ekki á vexti af framleiðni heldur hagfræðilegum snjóboltum, sem við vorum einmitt að verða undir núna. Þeirra hugmyndir spretta af leikjafræðinni, sem er andstæð mannlegum þörfum, jöfnuði og trausti. Bygir raunar sitt á vantrausti.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 01:13

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er annars athyglivert, sem Hudson segir að við höfum rétt samkvæmt alþjóðalögum að færa skuldir okkar á eigin gjaldmiðil og leyfa verðbólgunni að vinna á þeim t.d.  Hefur það verið gert?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband