Jóhanna í Norðurlanda- óráði

Meðfylgjandi ræða forsætisráðherra Íslands fyrir Norðurlandaráði sýnir á engan hátt hug Íslendinga til ESB, sérstaklega í ljósi þess hvernig ESB svínbeygir okkur í erfiðleikunum nú. Þessi ræða er hjákátlegur sleikjuháttur við valdið í von þess að fá aukna miskunn, sem aldrei mun fást. Hver á að berjast fyrir rétti Íslands? Í stað þess að leita samninga við Norðmenn þá reynir Jóhanna eins og hún getur að fá þá inn í ESB! Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur.

Einhver þarf að benda Jóhönnu Sig. á það að íslenska þjóðin vill ekki aðild að ESB. Hún segir þá kannski við þjóðina eins og fyrirrennari Jóhönnu (ISG): „Þið eruð ekki þjóðin”. Ætli hún bæti ekki við: „ESB er þjóðin“?

 

Ýmsar setningar úr ræðu Jóhönnu fylgja hér:

Þrátt fyrir fjármálakreppuna verður Ísland ekki pólitískur eða efnahagslegur baggi á ESB

Afleiðingar loftslagsbreytinga og vaxandi orkuþörf benda til þess að hnattstaða Íslands verður aftur mikilvæg hvað varðar eftirlit og samgöngur á Norðurslóðum. Í því samhengi ber að árétta að íslensk

stjórnvöld vilja ekki endurhervæðingu þessa heimshluta.

 

Ísland vill verða ábyrgt aðildarríki ESB og hluti af liðsheildinni.

 

…sjálfbær sjávarútvegur, endurnýjanlegir orkugjafar og norðlægur landbúnaður alltaf ofarlega í

hugum Íslendinga og þetta eru málaflokkar sem falla vel að áherslum ESB í umhverfismálum og að aðgerðum til að hamla gegn loftslagsbreytingum.

 

Hvað varðar stofnanir ESB, þá mun Ísland í norrænum anda vinna með þeim aðildarríkjum sem vilja auka lýðræðisleg vinnubrögð og gagnsæiinnan ESB.

 

Við viljum stuðla að auknu samstarfi smærri aðildarríkja um leið og mikilvægi samstöðu allra aðildarríkja er áréttað.

 

Þótt Íslendingar gangi í ESB gleyma þeir ekki næstu nágrönnum og vinum enda deilum við í meginatriðum sömu lífskjörum.

 

Í stærra samhengi eigum við auðvitað samleið í flestum málum með öðrum Norðurlöndum innan ESB.

 

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin gætu saman orðið aflvaki innan ESB.

 

Ísland er eitt fámennasta ríki Evrópu og atburðir undanfarins árs hafa sýnt að það er staðreynd sem felur í sér ákveðin takmörk. Við gerum okkur engar grillur um að ESB breytist til að þóknast okkur einum en við

vitum að evrópskur samruni er stöðugt þróunarferli sem öll aðildarríki geta tekið þátt í að móta á grundvelli heildarhagsmuna

 

Rödd Íslands mun heyrast innan ESB og tala fyrir öflugri Evrópu í víðustu merkingu þess hugtaks.

 

Umsókn Íslands um aðild að ESB byggist á sjálfsöryggi og raunsæi þjóðar sem er staðráðin í hvort tveggja að sigrast á tímabundnum erfiðleikum og að byggja til betri framtíðar í samstarfi við önnur ríki Evrópu.

 

Ræðan í heild sinni er hér:

http://eyjan.is/files/2009/10/avarp-johonnu-stokkholmi.pdf

 

 


mbl.is Fagnar framhaldi kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Sæll Ívar.

Það er skelfileg tilhugsun að þessi manneskja skuli á alþjóðavettvangi geta komið fram og kynnt persónulega skoðun sína og dýrkun á Evrópukommúnunni sem skoðun íslensku þjóðarinnar.

Hins vegar kanski eðlilegt að hún geri það þar sem það virðist ríkjandi skoðun í Samfó að við, fólkið í landinu séum ekki þjóðin samanber fleyg orð ISG, heldur bara þeir sem eru sammála þeim eða eins og þú segir, kanski bara ESB(sinnar).

Viðar Friðgeirsson, 28.10.2009 kl. 13:59

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í ræðu Jóhönnu kemur ESB fyrir 25 sinnum. Ætli kerlan haldi að hún sé í Brussel ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hvað er Ísland að vilja inní grúppu sem leggur alla þá steina í götu þjóðarinnar sem mögulegt er? Að vísu mun íslensk þjóð ekki leggjast í fang kvalara sinna fái hún að greiða um það atkvæði, en undirlægjuháttur Sf við Brussellvaldið er með ólíkindum. Ísland vill ekki verða nýlenda kvalaranna.

Gústaf Níelsson, 28.10.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Arthur Páll Þorsteinsson

Ættli karluglan haldi að hann sé að vinna að hagsmunamálum venjulegs Íslendings? (Loftur)

Arthur Páll Þorsteinsson, 28.10.2009 kl. 22:54

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Arthur, uglan sem er til umræðu er kvennkyns, eða er það ekki annars ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2009 kl. 00:22

6 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Loftur Altice-- Hversvegna þarft þú alltaf að uppnefna  fólk? Það er rétt eins og ég kallaði  þig Loft Alice! Eða Lísuloft! Mannasiðir  eru greinilega ekki  til Í þínu hugskoti. 

PS Svo ættirðu að fletta upp í stafsetningarorðabók   áður en þú skrifar KVENNKYNS

Eiður Svanberg Guðnason, 29.10.2009 kl. 10:34

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óskaplega er nú "þunnur" málflutningurinn hjá eðal Landráðafylkingarmanninum Eiði Guðnasyni. 

Jóhann Elíasson, 29.10.2009 kl. 11:07

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jóhann, ef þú skoðar athugasemdir Eiðs Guðnasonar, muntu sjá að þunnt lap er honum eðlislægt. Þetta er tryggur varðhundur í hjörð Sossanna og það að gelta svo heyrist er hið eina sem hann getur talið sér til ágætis.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2009 kl. 12:09

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er ekki viss um að þjóðin sem býr í þessu landi verði spurð hvort hún vilji í ESB eða ekki, það virðist vera búið að taka þá ákvörðun.

Magnús Sigurðsson, 29.10.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband