Hver gætir sjónarmiða íslensks almennings?

esbmoney.pngSá sem tryggja vill sér sigur í nútíma kosningum þarf að leggja fram verulegt fé. ESB og íslenska vinstri stjórnin gæta ekki jafnræðis gagnvart íslenskum almenningi sem leggst gegn aðild að ESB en mun aldrei fá nema garðslöngu til þess að slökkva þennan ESB- aðildareld, sem fíraður er upp með heilu bensíntönkunum frá ESB og íslenskum stjórnvöldum.

Hvar er allt jafnræðið?

Átti rödd vinstri manna ekki að vera rödd hins undirokaða almúga sem hafði ekki fjárhagslega burði eða völd til þess að verja rétt sinn í hvívetna? Eða eru alræðistilburðir þess fólks sem náði að mynda meirihluta á þingi svo yfirgnæfandi að andstæður vilji þorra kjósenda, sem er deginum ljósari, verður drekkt í áróðurspeningaflæði erlends ríkjasambands?

euromoney.pngESB gefst aldrei upp. En stjórnvöld?

ESB hættir ekki viðleitni sinni fyrr en það nær árangri. Kosningar um Lissabon- „samningana“ sýndu það vel, eða stjórnarskrá ESB. Hvernig væri að sækja um styrk hjá ESB til þess að kynna andstæð sjónarmið við það? Það er hið ríkjandi íslenska sjónarmið, en stjórnvöld leggjast á sveif með ESB og nota fé  þegnanna og erlent „kynningar“-fé  til þess að koma erlendum yfirráðum yfir Ísland.

Ætla vinstri menn að vera svo grænir að láta þetta gerast?


mbl.is ESB kortleggur Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2010

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband