Bloggfærslur mánaðarins, mars 2020

Veitur til vandræða

Kalt merkiHitaveitan í Reykjavík, sem er undir Veitum, er til vandræða og bregst núna er síst skyldi hjá þúsundum manna, sem hírast heima að verjast heimsplágu. Útihitastig við Reykjavíkurflugvöll er undir frostmarki, svo að búast má við verulegum vandræðum eftir þessa löngu nótt. 

Veitur eru búnar að vera slys, sem bíður eftir að eiga sér stað í þó nokkurn tíma. Við fengum forsmekk af þessu fyrir sl. jól, þegar uppsöfnuð vandræði Veitna komu vel í ljós. Sjá hér og hér. Ekki virðist það hafa dugað til þess að fyrirtækið kæmi með neyðarúrbætur og nú er því krísuástand. Hitinn er ekki kominn á þegar þetta er ritað að morgni. 

Kuldinn hjálpar veirunni. Nú hlýtur að verða tekið til hjá Veitum. VedurRvkFlugv2020-03-26

Við þetta bætist að dæling frárennslis hefur brugðist oft, með umhverfisslysum síðastliðin ár, af allskyns ástæðum. Núna eru þær blautklútar.


mbl.is Heitavatnslaust í Vesturbænum fram á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augljós eftirgjöf fyrir regluveldinu

UndirThrystingiIllt er að horfa upp á hvert vígi Íslands af öðru falla gagnvart Evrópusambandinu, einmitt þegar þörf er á því að standa í sjálfstæðar lappirnar. Það er þó ekki reynt að láta ákvörðun um ferðabann og lokun lands líta út sem ákvarðanir íslensku ráðherrana, heldur viðurkennt:

MBL.is: "...við eig­um óhægt um vik að skor­ast und­an því,“ seg­ir Áslaug Arna í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við sam­starf Evr­ópu­ríkja sé mik­il­vægt.

"...höf­um því beðið um að sér­stakt til­lit verði tekið til okk­ar þegar við sjá­um fyr­ir að við vilj­um fara aflétta þess­ari lok­un“.

Þannig að ESB ákveður bæði hvenær landinu verður lokað og opnað aftur. Þetta komu sem "tilmæli" ESB til Íslands, þannig að okkur var í lófa lagið að ákveða annað út af sérstöðu okkar. Þessi staða er orðin aumkunarverð.

Segjum okkur strax úr Schengen!


mbl.is Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiran er lokakafli Schengen

LandamaeriTyrklandsLoksins kom að því: þáttaka Íslands í Schengen- samstarfinu opinberast sem algjör tímaskekkja, þar sem ákvarðanir okkar um landamærin á krísutímum verða að byggjast á fullveldi þjóðarinnar. Ítrekað reynir á sjálfstæði okkar, þegar Evrópusambandið reynir að bjarga við glataða draumnum um frjálst flæði fólks um Evrópu með miðstýringu og ólýðræðislegum ákvörðunum, sem miðast alls ekkert við þarfir íslensku þjóðarinnar.

Landamæri endurvakin

Lönd ESB hafa þurft að styrkja landamæri sín hvert af öðru síðustu árin vegna ótæps flæðis hælisleitenda. Leiðtogar hafa látið eins og þetta verði tímabundið, þar sem ákvörðunin samræmist ekki reglum ESB, en ljóst er að girðingarnar verða ekki teknar niður, þar sem ærin ástæða er til þess að hafa almennilega stjórn á hverjum landamærum fyrir sig, eigi þjóðin að geta ráðið öllum sínum málum. ESB beitir sum þau lönd refsingum sem styrkja landamæri sín, eins og Ungverjaland. Löngu er orðið ljóst að Ísland (í Schengen) á ekki að hafa landamæri sín við strönd Norður- Afríku eða að Tyrklandi, sem hleypti allt að 25 þúsund manns á dag inn á Schengen svæðið nýlega, með beinan aðgang til Íslands ef vill. Það bætist við þau 100 þúsund manns sem talið er að komist ólöglega inn á svæðið á ári. Milljónir manna bíða í suður- og austurjaðri Evrópu að komast inn í dýrðina.

Veiran krefst aðgerða

Svo kom Covid-19 veiran, sem sýnir enn betur að við Schengen verður ekki lengur búið hér á landi. Hver þjóð lokar sínum landamærum, ESB er ósátt við það og vill okkur inni í þeirra sjálfskapaða fangelsi. Sem betur fer samþykkjum við ekki þá aðgerð, en fulltæpt er að treysta því að hver stjórn standi í lappirnar með hverjum Schengen- yfirganginum af öðrum. Staða okkar er einstök hér í Atlantshafinu og við eigum að njóta hennar eins og Feneyjar í veraldarsögunni forðum, með samskipti og viðskipti á fullu, sem viðhalda flæði og friði.

Suður- Evrópa riðlast

Ítalskt samfélag riðar til falls vegna veirunnar, bankakerfisins, atvinnuleysis og innflæðis hælisleitenda á ferð. Óeirðir á Ítalíu, Grikklandi og í Frakklandi verða æ  líklegri innan 2-3 mánaða vegna aðstæðnanna sem skapast hafa. Best er að koma sér út úr Schengen strax, til þess að gæta þjóðarinnar og nýta hver þau tækifæri sem komið gætu upp í samskiptum við allar þjóðir heimsins, ekki einungis ESB- klúbbsins, sem liðast nú í sundur.


mbl.is Fýsilegasti kosturinn fyrir okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband