Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Verðlauna- Lýsi

Katrín & Co standa sig ótrúlega vel með þetta stönduga fyrirtæki, Lýsi hf,  sem er nærri því sjötugt að aldri og stofnað af afa hennar og afabróður. Þau bæta heilsu fjölda fólks um allan heim með framsæknum vörum sem eru framleiddar í stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Hreinlætið og hátæknin í verskmiðjunni er með ólíkindum.  Lysi Reykjavik

Framsýni og seigla Katrínar stýrir þessu á heimsmælikvarða. Ég óska þeim hjá Lýsi til hamingju með verðlaunin og þakka fyrir einu vöruna sem hefur alltaf fylgt okkur fimm manna fjölskyldu daglega frá þriggja mánaða aldri. Það gera víst um 52.000 skeiðar- dagar núna!

 


mbl.is Lýsi verðlaunað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúarnir aldrei spurðir

Við Skerfirðingar sem myndum þessa flugvallarbyggð virðumst engu máli skipta í allri þessari umræðu. Við viljum flest flugvöllinn áfram á sínum stað. Hér er gott að vera og engin ástæða til að breyta því, enda engin þörf á að rústa bæði byggð og náttúru Skerjafjarðar með því að færa nýuppgerðan flugvöll til um þrjá kílómetra af því að einhverjum datt í hug að eyða milljarðatugum til einskis.

Uppskrúfað lóðarmat Vatnsmýrar er um blokkir sem enginn vill. Auðvelt er að lengja austur- vestur brautina út í sjó ef þörf er á því, en flestar vélar nota skemmri velli í dag. Reykjavík hefur þróast út frá legu vallarins og virði hverrar fasteignar í fluglínu miðast við það.

Löngusker er yndislegur staður í miðju fallegs fjarðar, með fuglalífi, grásleppumiðum og annarri alvöru náttúru. Ég var í bátnum með Hrafni Gunnlaugssyni forðum þegar hann sprengdi dínamitið þar. Ekki grunaði mig að hann myndi henda öllu stærri sprengju á skerin með þessari gölnu hugmynd, sem R- listinn tók upp á arma sína. Vinsamlegast gerið ykkur grein fyrir því að rústun Lönguskerja er út í hött. Við skulum fara þangað á kajak á góðum degi, þá sjáið þið vitleysuna í þessu.


mbl.is Skýrsla um flugvöll birt í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

628 milljarðar! Bilun

Erum við orðin biluð? Fallöxin er hækkuð og brýnd: framvirk staða íslensku krónunnar er jákvæð um 628 þúsund milljónir, samkvæmt hálf- fimm fréttum Kaupþings í gær. Þetta er mest skammtímafjármagn spekúlanta, þar sem drjúgur hluti er á gjalddaga í ár, en við treystum á miskunn þeirra, þ.e. að þeir framlengi stöðugt samningunum. Þess vegna lækkar Seðlabankinn ekki vexti, enda hrynja á okkur nokkur hundruð þúsund milljónir daginn sem vextir verða lækkaðir. Spilaborgin er orðin svo myndarleg, að enginn má hósta, þá hrynur allt. Það VERÐUR samt að lækka stýrivexti strax. Davíð, við treystum á þig áfram!

  

Frá Kaupþingi:

Ef marka má nýjar tölur um framvirka gjaldeyrisstöðu íslenska bankakerfisins frá Seðlabanka Íslands er erlend stöðutaka með krónunni í hæstu hæðum um þessar mundir. Undir lok mars var staðan jákvæð um 628 ma.kr og vex um 17 ma.kr frá febrúar. Það sem af er þessu ári hefur hún vaxið um tæp 40% sem endurspeglar áframhaldandi áhuga erlendra fjárfesta á svokölluðum vaxtamunarviðskiptum.

Eykur hættu á gengisfalli
Það er engum blöðum um það að fletta að erlent skammtímafjármagn hefur aldrei verið hærra hér á landi. Ljóst er að snöggar breytingar þar á bæ gætu haft umtalsverð áhrif á gengi krónunnar til skamms tíma, það er að segja ef margir reyna að losa stöður á sama tíma. Helstu hvatar að slíkri aðburðarrás gæti verið minnkandi vaxtamunur við útlönd og aukin áhættufælni á fjármálamörkuðum.

 
http://www.kaupthing.is/?PageId=874&NewsID=11487

 


Hrikalegt á að horfa

Sviðin jörð í þorpum Darfur gefur hugmynd um þau ógnarverk sem framin eru þar enn.

DarfurthorpGoogle Þetta er einungis eitt af þúsund eða fleiri. Hægt er að skoða þetta í nokkuð hárri upplausn í nýjustu útgáfu á Google Earth.

Maður veltir fyrir sér hvað hægt er að gera. Nóg af rándýrri olíu vellur upp í nágrenninu, en eins og annars staðar þar sem olían er, eru vandræði. Peningar til hjálparstofnana nýtast vonandi  til beinna góðverka, en yfirleitt er á brattann að sækja með slíkt á stíðshrjáðum svæðum.


mbl.is Google hjálpar Darfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn of örlátt, segja Bretar

Álit breskra aðila á einkunn Moody's fyrir íslensku bankana þrjá, skv. www.bloomberg.com er enn þetta:

Ennþá röng einkunn, bara ekki eins röng og Aaa var. Matið á bönkunum var gagnslaust, en nú er hægt að nota það, þó að það sé full- örlátt. Gjaldhæfisafleiður (e. Credit Default Swaps) sýna raunverulegt mat markaðarins. Kostnaður við þær eru allt að sjö sinnum hærri hjá íslenskum banka heldur en öðrum sem hafa haft Aaa flokkun í tíu ár, sem sýnir áhættumat markaðarins.

Þessir þrír íslensku bankar eru nokkuð hátt á áhættukúrvunni, en hafa notið skjóls af íslenska ríkinu. Þeim ber að vera metnir á eigin styrk, ekki ríkisins.

 

Grein Bloomberg fylgir hér:

 

Moody's Cuts ABN, Fortis, 42 Other Bank Ratings After Protests

By John Glover

April 11 (Bloomberg) -- Moody's Investors Service cut the credit ratings of 44 banks, including units of ABN Amro Holding NV, ING Groep NV and Fortis, as it seeks to calm protests over a new system for assessing financial institutions.

The downgrades, announced late yesterday in New York, were made about six weeks after Moody's raised 150 banks it said could count on government support in a financial crisis. The new system provoked a furor when Iceland's three largest banks were given the same rating as the U.S. Treasury and Exxon Mobil Corp.

``It's a step in the right direction,'' said Tom Jenkins, an analyst at Royal Bank of Scotland Group Plc in London, in an interview before the revised ratings were published. ``But it's going to be some time before Moody's credibility in terms of bank ratings is fully restored.''

Icelandic lenders Kaupthing hf, Glitnir Banki hf and Landsbanki Islands hf, had some of the biggest ratings cuts, dropping three levels to Aa3. Three steps was the largest downgrade Moody's said it was considering for the banks it placed under review earlier this month.

OTP Bank Nyrt., a Budapest-based bank that's eastern Europe's largest lender by assets, was also cut, to Aa3 from Aa1. In February, Moody's raised its A1 local bank deposit rating three steps to Aa1, justifying the ranking by saying some governments are willing to pay off bank debt before sovereign obligations to prevent a banking crisis.

Analysts' Opinions

Moody's on March 16 pledged to ``refine'' its so-called joint-default analysis, giving more weight to analysts' opinions.

``A number of bank ratings that were upgraded prior to the refinement were identified as being inconsistent with the refined methodology,'' Moody's said in a statement yesterday.

ABN Amro Bank NV was slashed to Aa2 from Aa1, and ING Bank was cut to Aa1 from Aaa. Fortis Bank was reduced to Aa2 from Aaa.

``Moody's has backtracked to some extent but it doesn't want to lose face completely by putting them all back to where they were,'' said Simon Adamson, an analyst at CreditSights Inc. in London, in an interview yesterday. ``The ratings for the Icelandic banks are still wrong, just not as wrong as with an Aaa.''

Adamson, who on March 4 called the new ratings ``worthless'' and ditched Moody's, said he expected the revised grades to be ``comparable'' with those of Standard & Poor's and Fitch Ratings.

The revised ratings are ``still generous but they don't look as bizarre as they did,'' he said. ``We'll probably be able to use them again.''

Top Ratings

Investors haven't treated the Aaa ratings of the Icelandic banks as being on a par with the top ratings other lenders may have held for years.

The cost of protecting 10 million euros ($13 million) of bonds sold by Kaupthing hf, Iceland's biggest lender, using five- year credit-default swaps is 54,000 euros a year. That compares with 7,500 euros a year to insure the bonds of Rabobank Nederland, which has held an Aaa rating from Moody's for more than a decade. Investors use credit-default swaps to bet on a company's ability to repay debt.

The following is a list of the banks whose ratings Moody's changed:

 

Ratings lowered by one level:
 
AB Volvofinans: to A3 from A2 (pre-JDA rating A3)
ABN AMRO Bank N.V.: to Aa2 from Aa1 (pre-JDA rating Aa3)
Bank Handlowy w Warszawie S.A.: to Aa3 from Aa2 (no pre-JDA local
     currency rating)
Budapest Bank Rt.: to A1 from Aa3 (no pre-JDA rating)
Canadian Imperial Bank of Commerce: to Aa2 from Aa1 (pre-JDA
     rating Aa3)*
Danske Bank AS: to Aa1 from Aaa (pre-JDA rating Aa1)
Dexia Bank Belgium: to Aa1 from Aaa (pre-JDA rating Aa2)
Dexia Banque Internationale a Luxembourg: to Aa1 from Aaa (pre-
     JDA rating Aa2)**
Dexia Credit Local: to Aa1 from Aaa (pre-JDA rating Aa2)**
DNB NOR Bank ASA: to Aa1 from Aaa (pre-JDA rating Aa3)
FIH Erhvervsbank AS: to A1 from Aa3 (pre-JDA rating A1)**
Fokus Bank ASA: to Aa2 from Aa1 (pre-JDA rating Aa2)
ING Bank N.V.: to Aa1 from Aaa (pre-JDA rating Aa2)**
ING Bank Slaski S.A.: to A1 from Aa3 (no pre-JDA local currency
     rating)
Jyske Bank AS: to Aa2 from Aa1 (pre-JDA rating A1)
National Bank of Canada: to Aa2 from Aa1 (pre-JDA rating A1)*
Nordea Bank AB: to Aa1 from Aaa (pre-JDA rating Aa3)**
Nordea Bank Danmark AS: to Aa1 from Aaa (pre-JDA rating Aa3)**
Nordea Bank Finland Plc: to Aa1 from Aaa (pre-JDA rating Aa3)
Nordea Bank Norge ASA: to Aa1 from Aaa (pre-JDA rating Aa3)
OKO Bank Plc: to Aa1 from Aaa (pre-JDA rating Aa2)
OTP Banka Slovensko AS. (OBS): to A2 from A1 (no pre-JDA local
     currency rating)
Sampo Bank Plc: to Aa1 from Aaa (pre-JDA rating Aa2)
SEB AB: to Aa2 from Aa1 (pre-JDA rating Aa3)
Sparebanken Midt-Norge: to Aa3 from Aa2 (pre-JDA rating A3)
Sparebanken Nord-Norge: to Aa3 from Aa2 (pre-JDA rating A3)
Sparebanken Rogaland: to Aa3 from Aa2 (pre-JDA rating A2)
Storebrand Bank: to A2 from A1 (pre-JDA rating Baa2)**
Sydbank A/S: to Aa3 from Aa2 (pre-JDA rating A2)**
 
 
Ratings lowered by two levels:
 
Aktia Savings Bank Plc: to A1 from Aa2 (pre-JDA rating A3)
Ceskoslovenska Obchodni Banka, AS: to Aa2 from Aaa (no pre-JDA
     local currency rating)
Fortis Bank Nederland (Holding) N.V.: to Aa2 from Aaa (pre-JDA
     rating Aa3)
Fortis Bank S.A./N.V.: to Aa2 from Aaa (pre-JDA rating Aa3)
Fortis Banque Luxembourg S.A.: to Aa2 from Aaa (pre-JDA rating
     Aa3)
KBC Bank N.V.: to Aa2 from Aaa (pre-JDA rating Aa3)
Kereskedelmi & Hitel Bank Rt.: to Aa3 from Aa1 (no pre-JDA local
     currency rating)
OTP Bank: to Aa3 from Aa1 (pre-JDA rating A1)
OTP Jelzalogbank Rt (OTP Mtge Bk): to Aa3 from Aa1 (no pre-JDA
     local currency rating)
Powszechna Kasa Oszczednosci Bank Polski S.A.: to Aa2 from Aaa
     (no pre-JDA local currency rating)
Sparebanken Oest: to A1 from Aa2 (pre-JDA rating A3)
Sparebanken Vest: to A1 from Aa2 (pre-JDA rating A3)
 
 
Ratings lowered by three levels:
 
Glitnir banki hf: to Aa3 from Aaa (pre-JDA rating A1)
Kaupthing Bank hf: to Aa3 from Aaa (pre-JDA rating A1)
Landsbanki Islands hf: to Aa3 from Aaa (pre-JDA rating A2)
 
 
The following banks' long-term debt and deposit ratings were
confirmed:
 
ING Belgium SA/NV: senior debt and deposits confirmed at Aa1(pre-
     JDA rating Aa2); junior securities upgraded
Parex Bank: senior debt and deposit ratings confirmed at Baa3
     (pre-JDA rating Ba1)
 
*senior debt and deposits were downgraded; junior securities
upgraded
**senior debt and deposits were downgraded; selected junior
securities confirmed

To contact the reporter on this story: John Glover in London at johnglover@bloomberg.net

Last Updated: April 10, 2007 19:04 EDT

 


mbl.is Moody's lækkar lánshæfiseinkunn íslensku bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðjar vanans

Við gerum það sem við erum vön að gera. Heilinn virkar þannig, hann kemur sér upp vana að starfa á ákveðinn hátt og þar með sitjum við uppi með það. Þá er mikilvægt að koma sér strax upp góðum vana þegar byrjað er á einhverju nýju. Erfitt er að breyta út af þeirri reglu sem fólk kýs sér. Af því leiðir að sá háttur sem er á hlutunum í dag er langlíklegasti máti þeirra framvegis.VidjarVanans Trúlega segja flest við sig sjálf að það sé ekki þannig farið með þau, heldur flesta aðra, en manneskjan er sjálfri sér líkust. Jafnvel þau okkar sem gera hlutina á sem fjölbreytilegastan hátt eru reglumanneskjur þegar betur er að gáð.

Erfitt að breyta til?

En hverjir eru svo þessir vanar sem við festumst í? Nær væri að spyrja hvar við höfum ekki komið okkur upp einhverri venju. Daglegt líf er alsett litlum háttum sem enda jafnvel á því að einkenna mann. Í stað þess að greina frá óþolandi háttum makans í smáatriðum, þá væri kannski ráð að sundurgreina eigin venjur með það í huga að breyta kannski einum eða tveimur þeirra á dag, þannig að breytingin verði varanleg. Þeim sem tekst þetta eru afar óvenjulegt fólk. Þau enda líkast til á því að segja við sig sjálf að það sé engin nauðsyn á þessari breytingu, að tilraunin hafi verið óþörf og því sé best að snúa að fyrri leið, enda hafi hún reynst vel. Sannaðu til!

Endurtekningar

Það ætti að vera óþarfi að tína til mýmörg dæmi þessu til stuðnings. Hver einasta aðgerð manneskjunnar er yfirleitt regluleg endurtekning fyrri aðgerða, þótt það geti verið í smábreytilegum myndum. Verulega reynir á þegar við tökumst á við eitthvað nýtt, sérstaklega með aldrinum, en við ættum ekki að leyfa því að fara þannig. Þeim sem ber gæfa til þess að takast stöðugt á við nýja þætti lífsins lifa mun fyllra lífi en við hin, sem festast í viðjum vanans þar til andlegt hreyfingarleysi er nær algert.

Afsakanir

Það er nákvæmlega engin réttmæt ástæða til þess að þessi föstudagur verði endilega að vera keimlíkur föstudeginum í síðustu viku eða í einhverri annarri viku, en ein helsta ástæða þess að það gerist samt er sú, að reglan um ákveðin vikudag límdist í heila okkar. Af hverju hringirðu ekki í Jón frænda eða Siggu vinkonu, eða lest bókina sem aldrei var lesin, eða bjargar heiminum? Af því að: Afsökun #1, afsökun #2, afsökun #3.

Háaloft heilans

Margsannað er að manneskjan hefur óendanlega aðlögunarhæfni þegar á reynir, enda höfum við komist af sem tegund vegna hennar. En við minni áreynslu þá slaknar á þessari hæfni, líkt og öllum þeim þáttum sem lítt reynir á. Heilinn er það sem þú notar hann til. Sú sem spilar ekki á hljóðfæri þrátt fyrir meðfædda hæfileika, heldur færir stöðugt bókhald, verður auðvitað hæf í bókhaldi en ekki í flutningi tónlistar. Eiginleikarnir verða ekki svo glatt geymdir árum saman, heldur gleymdir, á meðan aðrir þættir þroskast. Ef gengið er reglulega um háaloft heilans og kassar opnaðir sem við vitum að eru þar, en ekki alveg hvað er geymt í þeim, þá lifna við þessar taugafrumutengingar sem gera okkur að alvöru hugsandi manneskjum. Þetta gerist gjarnan í gegn um samskipti fólks og ætti að vera nýtt betur í stað samskiptalausrar einstefnu innmötunar, t.d. í sjónvarpi.

Tilraun núna!

Gerðu tilraun með sjálfa(n) þig: breyttu einhverjum þætti í eina viku og sjáðu hvort þú haldir það út. Ekki byrja á morgun, heldur í dag. Vertu svo velkomin(n) í hóp þess þorra manna sem gera hlutina alltaf eins, því að þú heldur þetta ekki út!


Augljóst hvert Moody's stefnir

Endurmat Moody's á lánshæfiseinkunn þriggja íslenskra banka, sem verður kynnt í dag, á sér stað þar sem áhrifamiklir aðilar á markaðnum telja matið gallað. www.Bloomberg.com vefurinn lýsir þessu í ágætri grein í dag, þar sem ýjað er að fáránleika þess að íslensku bankarnir þrír fái sömu gjaldhæfiseinkunn og fjárhirsla Bandaríkjanna (e: US Treasury) eða Exxon Mobil Corp: 

 "April 3 (Bloomberg) -- Moody's Investors Service plans to cut the credit ratings on 40 to 50 banks in Europe and North America after Merrill Lynch & Co. and JPMorgan Chase & Co. said the new rankings are flawed.

Moody's will identify the banks today, according to Christopher Mahoney, a senior managing director at the ratings company in New York. Moody's raised the rankings of 150 banks in countries that are likely to support financial institutions in a crisis. The system awarded three banks in Iceland the same ratings as the U.S. Treasury and Exxon Mobil Corp."

Moody's hafði augljóslega gert ráð fyrir því áður að íslenska ríkið hlaupi undir bagga með bönkum sem skjóta sig í fótinn og mynda ekki nægilega varasjóði til þess að mæta óumflýjanlegum áföllum sem verða í þeim áhættuhluta bankamarkaðarins sem þessir íslensku bankar eru í. Það er út í hött fyrir íslenska ríkið að ábyrgjast bankana, enda stæra þeir sig af alþjóðavæðingu sinni og hve lítill hluti Ísland er af heildarviðskiptum þeirra. Íslenskir neytendur hafa ekki fengið að njóta þess að ábyrgjast þessa banka á óbeinan hátt í skjóli íslenska ríkisins og því ber að fjarlægja þessa huglægu tengingu. Við eigum ekki að koma sökkvandi banka til bjargar eða láta eins og það verði gert. Frekar að bjóða samkeppnishæfum bönkum hingað til lands.

Allt byrjar sem hugmynd

Einhvers staðar dettur einhverjum eitthvað í hug og svo nokkrum árum síðar er stærðar virkjun og álver risið, sem tók til starfa á Reyðarfirði í gær. Það tók þor, afl, þraustseigju og trú á niðurstöðuna til að þetta mætti verða. Framkvæmdin er dæmi um styrk hugans, sem kemur böndum á efnið. Útkoman er feikna framkvæmd sem skapar hagsæld fyrir okkur öll.

Úrtölur

Á hinn bóginn eru niðurrifsöflin að verki, úrtölufólk sem tekst að draga slíka dulu fyrir augu Hafnfirðinga að þeir kjósa okkur öllum leið fram af björgum, annað hvort í nafni umhverfisverndar, sem er misnotaðasti blekkingarþáttur stjórnmála núna, eða í nafni baráttunnar gegn verðbólgu, þar sem ekki má framkvæma vegna hættunnar á ofvexti. Þessi hræðsla við velgengni er eins og að hætta við framkvæmd í fyrirtæki af því að óvíst yrði hvað gera ætti við hagnaðinn. Það er með ólíkindum að Davíð sjálfur, framkvæmdamaður Íslands númer eitt, skuli hafa hent nægilegu spreki á bálið með yfirlýsingu Seðlabankans, til þess að stækkun álversins fuðraði upp. Fyrir vikið verðum við af þeim vexti.

Eitthvað til þess að vinna úr 

Amma mín fyrir norðan fékk góða hugmynd að framtíð sinni forðum, bast afa mínum og núna eru rúmlega 200 afkomendur þeirra að njóta lífsins. Það var eins gott að úrtölumenn náðu ekki að stöðva hana við eitthvert barnið þrátt fyrir ómælt erfiði, því að þá væru ekki til þau sem á eftir komu, en þau urðu tólf alls. Eins var gott fyrir mig og mína að mamma hafi haldið áfram þótt hún hafi eignast sjö börn á ellefu árum og átt mig, áttunda barnið þegar það elsta var tólf ára. Ef hún hefði hlustað á varnaðarorðin, hvort það væri nú ekki komið nóg með sjö börn, þá værum við sex manneskjur ekki til. Umræðan um að nóg sé komið af hinu góða á sér yfirleitt ekki grundvöll. Það er auðveldara að vinna úr slíkum jákvæðum vandamálum heldur en að hafa ekkert til þess að vinna úr.


Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband