Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Spjaldtölvur í grunnskólana

MagneticLand ABC

Ein góð leið í átt að markmiðum menntamálaráðherra fyrir grunnskólanema er eflaust að færa börnunum spjaldtölvur, en raunar aðallega að kenna kennurum á þær. Strákar læra varla að lesa núorðið nema aðstoðar- öpp komi til, eða tölva, forrit, leikur og helst keppni. Þá er hægt að sérsníða námið þegar í upphafi, ekki eins hjá mér sem kom fluglæs inn í skólann og leiddist óendanlega í 6 ár að hlusta á kennslu í stafrófinu og grundvallar- lestri.

Borgarstjórn kýs frekar að hræra í götum borgarinnar en að snúa sér að þessu þarfamáli, sem einn kennari við Melaskóla benti einmitt á á fundi um Hofsvallagötu- þvælinginn. Upphæðirnar til spjaldtölvuvæðingar eru einmitt það litlar, að auðveldlega má greiða þær með sparnaðinum af því að sleppa áætlaðri eyðileggingu á gatnakerfi borgarinnar. Þannig má slá tvær flugur í einu höggi.

En hvor er erfiðari hjallur, ídealismi ríkjandi borgarpólitíkusa eða tölvufælni grunnskólakennara á yngri stigum? Þeir sem þjást helst vegna hvors tveggja í framtíðinni af þessum sökum eru illa læsu strákarnir.

 


mbl.is Stefnt að læsi 90% grunnskólabarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baldur tekur við af Konna

Baldur og Konni samanÞessar myndir sýna að Baldur og Konni hafa vaxið úr grasi saman og nú er Baldur tilbúinn að taka til hendinni án þess að hún hreyfi munn Konna. En Baldur hefur lofað að búktalið haldi samt sem áður ómælt áfram í fjögur ár í viðbót.

Dagur B. Eggertsson er tekinn við. 


mbl.is Dagur tekinn við taumunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur: Sóley eða Píratann?

Soley eda Pirat

Dagur & Co í Reykjavík fengu gott aðhald frá XD+XB, en nú fær Dagur tvo erfiða kosti: að verða undir hæl Sóleyjar VG eða Píratans Halldórs Auðar Svanssonar. Annarsvegar er það rammur umhverfis- kommúnisminn eða hinsvegar „Svarti Pétur“, sem má skilja að Píratar séu í eðli sínu, villta spjaldið (e. wild card). Ekki er valið öfundsvert.

Samanlagðir 5 borgarstjórnarfulltrúar Samfylkingar og 2 Bjartrar Framtíðar þarfnast eins frá VG eða Pírötum fyrir 8 manna meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Oddaaðstaða þessarra tveggja fulltrúa er skýr núna og athyglisvert verður að sjá hvers þeir krefjast í stjórnarmyndun, sem hlyti að falla Degi í hönd. Nú þarf fólk að skoða aðaláherslur Vinstri Grænna til þess að sjá hvar Sóley Tómasdóttir er líkleg til þess að draga sínar skýru línur. Einnig fær Píratinn Halldór 

Undir Soleyjarhael

Auðar athyglina hvað þetta varðar. Annaðhvort þeirra vill völdin þarna megin, því varla fara þau bæði yfir í Sjálfstæðis- Framsóknar- kampinn, þar sem það yrði skrautlegt, vægast sagt.

Rautt undir haelnum

En fyrir okkur sem horfðum sneypt upp á rísandi keisarann Dag fyrir kosningar er þetta huggun harmi gegn, að gengi Dags verður einmitt það allt þetta kjörtímabil, gengi dagsins.

2014 RVK kosningar urslit MBLis
mbl.is Meirihlutinn fallinn í borginni - lokatölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband