Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2024

Eitt Ísland á ári

Opin landamaeri GettyLandamæri Íslands og annarra Schengen- ríkja hafa verið galopin glæpaliði heimsins í óratíma. Núna streyma um 380.000 manns ólöglega inn á svæðið á hverju ári og fylgst er með því m.a. úr flugvél Landhelgis- gæslunnar yfir Miðjarðarhafi.

Galopin landamæri

Mikið er gert úr því hvað Schengen sé mikilvægt fyrir Ísland, eins og það að fá feikimiklar upplýsingar frá Europol um ferðalangana, enda fannst einn ISIS- liði á Íslandi vegna þessa! En sú stofnun veit ekkert frekar en aðrar hverjir eru á leið til Íslands, sbr. tölurnar að ofan. Farþegalistarnir fást ekki einu sinni afhentir frá öllum flugfélögum. Eðlilega velur misyndisfólk sér eftirlitslausustu leiðina hingað. Niðurstaðan er m.a. sú að 75% gæsluvarðhaldsfanga eru af erlendu bergi brotnir. 

Schengen pólitík

ESB- sinnum Íslands hefur gengið vel að leiða þjóðina inn í ginnungargap Evrópusambandsins eftir að skipt var um gír úr áherslu á umsókn yfir í það að gera EES- aðildina að jafngildi aðildar, með aðaláherslu á samþykkt allrar endaleysu sem látlaust streymir frá Brussel.  Schengen- aðild fæst hvorki endurskoðuð né hætt, enda sterkustu stuðningsmennirnir jafnvel innan Sjálfstæðisflokksins. Aðalstuðningurinn er þó auðvitað  hjá Samfylkingunni, sem er nú langvinsælasti flokkurinn. Því er algjörlega öruggt að landamærin og þau mál sem að þeim snúa halda áfram í því ófremdarástandi sem verið hefur sl. 15 ár.

Nema að Miðflokkurinn fá dúndurkosningu?


mbl.is Afhenda ekki flugfarþegalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti séns Svandísar búinn

HvalakonaNú þykir fullreynt að Svandís Svavarsdóttir er óhæf til ráðherraembættis. Afleiðingar fyrri hörmunga sem hún skóp sem ráðherra hrjá íslenskt þjóðfélag enn, þar sem hún dró lappirnar árum saman að staðfesta tilbúnar virkjanaáætlanir í Neðri- Þjórsá, jafnvel eftir að Hæstiréttur hafði dæmt hana til athafna, en ekkert dugði.

Vanvirðing

Fyrirlitning Svandísar á stjórnsýslu, gildandi lögum og rétti fyrirtækja er á háu stigi, þar sem hún er fulltrúi öfga- vinstri hluta Vinstri grænna sem virðir þessi atriði lítils. Allt sé leyfilegt í þeirri sovésku sannfæringu sem hún er sannur fulltrúi fyrir. Að gefa Svandísi enn annan séns með því að færa henni enn annað ráðherraembætti til þess að klúðra er út í hött.

Slit

Sjálfstæðisflokkurinn verður að slíta þessari svokölluðu ríkisstjórn svo að sannleikurinn um hvíta sykurinn komi í ljós, sérstaklega ótrúlegur fórnarkostnaðurinn af því að láta örsmáan vinstri- öfgahóp halda íslensku samfélagi í gíslingu og sóa uppsöfnuðum gæðum síðustu áratuga í einni svipan.

 

 


mbl.is Vantrauststillaga á matvælaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusósíalisminn tekur flugið

OgnarstadaSkoðanakönnun Gallups sýnir að þriðja hver manneskja styður þessa ríkisstjórn, sem stýrt er af flokki vinstri græningja með 6% fylgi, einu prósentustigi frá því að ná ekki inn á Alþingi. Þetta hagkvæmnishjónaband Sjálfstæðisflokks og Framsóknar við VG reyndist alls ekki hagkvæmt, heldur líkara "Mexican standoff", þar sem aðilarnir miða byssum sínum hver að öðrum í biðstöðu.

Sóunin er ekki á bið

Engar lausnir eða aðgerðir eru í sjónmáli. Niðurstaðan er vöxtur sósíalismans, þar með ríkisvaldsins, Evrópureglugerða og skatta á allt sem hreyfist, enda kostar óendanleg fjármunasóun ríkisins sitt. Loftslagsfárið, þróunaraðstoð, hælisleit og annað sýnir hvernig þessi ríkisstjórn hefur misst flest úr böndunum. Afdrifaríkasta dæmið er þó virkjana- og rafmagnslínuleysið, sem VG hefur komið á, með sauðskinnsskóinn á bremsunni allan tímann. Hún endar eflaust á því að troða vindmyllum út um náttúruna, sem er versta og óskilvirkasta lausnin og leysir ekki orkukreppu. 

Sósíalismi

Vaxandi vinsældir Samfylkingar sósíaldemókratanna sýna, að ekkert lát yrði á þessum loforðaflaumi og skattaáþján ef til kosninga kæmi. Því miður hafa hálfsystur þeirra í Sjálfstæðisflokknum náð verulegum völdum innan flokksins og því hætta á Viðreisnarstjórn, enda fengi Viðreisn að fljóta með í slíkri óstjórn til að mynda meirihluta Evrópusósanna. Eitt helsta mótvægið er Miðflokkurinn með sína hægri sjálfstæðisstefnu og eykur fylgi sitt á kostnað XD. 

Góði punkturinn væri sá að Svandís Svavarsdóttir kæmist varla að í að valda enn einu tjóninu í ráðherrastóli.       


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband