Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Endamörk þarfleysunnar

2010_volcano_eyjafjalla_ivarpalsson.jpgHvað aðhefst umhverfisráðuneytið þessa dagana, þegar 20-700 fínmuldir smábílar þeytast upp í andrúmsloftið á hverri einustu sekúndu og dreifast sem aska um Ísland og nágrenni? Jú, það vinnur hörðum höndum að því að uppfylla skilyrði Evrópusambandsins um kolefnislosunarbókhald þess fyrir inngöngu Íslands í batteríið.

 

Friðun og kolefnilosunarbókhald eru aðalatriðin

En kannski var Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra upptekin við það að friða gossvæðið á Fimmvörðuhálsi fyrir ágangi mannskepnanna ógurlegu, sem  gerðu för í snjóinn hjá nýja fjallinu? Hún lýsti amk. vilja sínum til þess. Vinnunni miðaði vel áfram þar til Eyjafjallajökull fór að gjósa nokkrum kílómetrum frá og lagði öskuteppi yfir svæðið. Svandís getur þá friðað það þar til vindurinn blæs öskunni á haf út. Þá breiðist friðarboðaskapurinn út um allt, inn í flugvélahreyfla eða t.d. ,til Noregs. Þar fellur hann á blað Vinstri grænu stjórnarinnar, þar sem útlistað er kolefnislosunarbókhald Norðmanna. Bora skal eftir olíu hvar sem hún finnst og selja til annarra sem brenna henni í sínu bókhaldi, á meðan Noregur kaupir kvóta, ræktar tré og styður einræðisherra í Afríku til þess að jafna kolefnislosunarbókhald þeirra líka.

 

Athafnir náttúrunnar skipta víst ekki máli

En hér á Íslandi skiptir víst ekki máli hve mikið eldfjöllin losa af koltvísýringi eða af öðrum gróðurhúsalofttegundum, af því að mennirnir gera það ekki. Víst var reiknað fyrst, þegar eldgosið á Fimmvörðuhálsi virtist „aðeins“ senda sex tonn af hrauni á sekúndu upp í loftið. Síðan hljóðnaði í kolefnisvísindamönnum þegar ljóst var að magnið var sjöfalt á við það. En við öskugosið hundraðfaldaðist massinn og ekki aðeins það, heldur margfaldaðist gaslosunin þar sem um öskugos varð að ræða. Þá urðu svör kolefnisgengisins á þá leið, að náttúruleg losun komi kolefnislosun manna ekkert við.  

 

ip_gerdur_volcano.jpgMagnið skiptir víst ekki máli

Það skiptir semsagt engu máli hvort eldgos vari sekúndunni lengur eða skemur, hvort það losi tíu þúsund, hundrað þúsund eða milljón tonn af koltvísýringi eða öðrum mun virkari gastegundum, heldur er aðalmálið að þú hjólir í vinnuna og sparir þannig á einu ári sekúndubrot af losun eldfjallsins. Þá gleymist að vísu að í stað þess að anda að þér HEBA- filteruðu lofti í bílnum þá andar þú á fullu á hjólinu að þér svifryki eldfjallsins í viðbót við svifryk bílanna sem eftir eru.

 

Umhverfisráherra hugsi um umhverfi okkar

Nálægð Íslendinga við náttúruna sýnir okkur vel hvílík endaleysa þetta kolefnisbókhald er, hvað þá kvótinn sem því fylgir. Það er skiljanlegt að kaffihúsa- teóristar í vestrænum stórborgum aðhyllist alls kyns kerfi um það hvernig maðurinn geti ráðið veðurfari jarðar eða stjórnað öðru í náttúrunni að sínu skapi , en við hljótum að sjá að þannig aðgerðir geta aldrei verið annað en sandkastalar gegn briminu á ströndinni . Einbeitum okkur þess frekar að því að hugsa um velferð Íslendinga, sérstaklega í brimsköflunum sem nú ganga yfir. Huga ber að heilsunni, ásamt því að beisla endurnýjanlega orku til athafna, fólkinu til heilla, í stað þess að eyða tíma og fé þess í þarfleysu eins og núverandi ríkisstjórn sérhæfir sig í.


mbl.is Eldgosið áfram á sama róli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður fundur

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hélt góðan opinn fund í Valhöll  hádeginu í gær. Form fundarins var fínt, stutt ræða hans, hann einn uppi á sviði og til svara og nægur tími fyrir spurningar, þannig að þau komust að sem vildu.

Ég tróð mér að að vanda og fékk skýrari svör en fyrr: Flokkurinn er gegn ESB- aðild. Bjarni lýsti því síðan hve undarlegt það er að halda umsóknarferlinu áfram þegar aðeins einn flokkur stendur að því, Samfylkingin (sem er ekki þjóðin, innskot ÍP). Erlendir viðsemjendur furða sig á þessu líka þegar þeir sækja okkur heim.

Tilfinningin eftir fundinn er sú að flokkurinn sé að straumlínulagast á þann hátt að árangur náist til framkvæmda fyrir þjóðina, ef til nauðsynlegra kosninga kæmi. En skýrum línurnar enn betur. Andstaða forystu flokksins við Icesave- samning og ESB- aðildarumsóknina var alls ekki skýr, enda hangir það tvennt á sömu ESB- spýtunni. Nú heyrist mér vera komið ákveðnara hljóð í strokkinn. sigurdur_kari_kristjansson_althm.pngoli_bjorn_karason_althingismadur.pngÞá loksins á þjóðin von um að eitthvað gerist í öllum þeim alvöru málum hér heima við sem taka þarf á. Ég fagna því.

Ég fagna líka þingmönnunum Sigurði Kára Kristjánssyni og Óla Birni Kárasyni.  Innkoma þeirra skiptir okkur öll máli.


Öskurok aðfararnótt mánudags

volcanic_ash_storm_190410.png

Hér er mynd af vindaspánni mánudag 19/4 kl. 04:00. Ösku- þreifandi bylur undir Eyjafjöllum ef ég skil þetta rétt, en spáin er bara svona:

„Mánudagur: Ákveðin norðanátt ber gosmökk til suðurs frá Eyjafjallajökli. Öskufall því líklega einkum suður af gosstöðinni, en einnig má búast við einhverju öskufalli yfir A-Landeyjar og jafnvel í Vestmannaeyjum. Líklega léttskýjað lengst af og gott skyggni.“

Mér sýnist að rýma þyrfti svæðið sunnan gosstöðvanna eða að hafa uppi ákveðnari aðgerðir, þar sem sandblásin aska og brennisteinn fer í hvern kima og hvert lóuþrælsungalunga. Fínustu kornin komast allt í rokinu.

En sem betur fer tekur þetta fljótt af. Við sem erum norðanmegin við ósköpin getum enn andað léttar, sbr.dóttir mín á myndinni.iceland_volcano_hera_ivarsdottir.jpg

 


mbl.is Fólk flýr öskufallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik

Ef fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um forsendur greiðslu höfuðstóls Icesave- „skuldarinnar“ og jafnvel vaxta, þá eru það svik við mikinn þorra kjósenda þessarra flokka og þar með við fólkið í landinu.

Umboðsleysi forsvarsmannanna er algert. Látum þessa ósvinnu ekki yfir okkur ganga, frekar en hina fyrri.

icesave_ivarpalssson_2.jpg


mbl.is Gylfi: Engar nýjar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út á sjó en ekki án vandræða

volcanic_ash_heading_south.pngEf kíkt er á vindaspá veðurstofunnar má ætla að askan berist suður um Atlantshafið eftir miðnætti aðfararnótt laugardagsins 17/4/2010 og nái þar með að trufla flug á milli Evrópu og Ameríku verulega.

 

Trans- Atlantic flights could be affected from Saturday morning 16/4/2010 into Sunday as the northerly winds carry the volcanic ash from Eyjafjallajokull southwards over the North- Atlantic ocean.


mbl.is Flug lamað annan daginn í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyjafjallajökull 2007

Hér eru myndir af ferð á Eyjafjallajökul 2007. Gengið var upp á kant, síðan á fjallaskíðum að Guðnasteini og rennt sér drjúgan hluta til baka. Svona túrar eru bestir.godabunga_bjorgunarsveit_vhf.png

PS: Björgunarsveitin endurnýjaði VHF sendi . Ætli hann þoli þetta? Hann hlýtur að vera farinn.

PS.PS: Smellið tvisvar á myndir fyrir fulla stærð. Tengillinn „Fjallaferðir ÍP“ er hér til vinstri í miðjunni þar.

http://ivarpals.com/koparmyndir/thumbnails.php?album=9  (Ath 3 síður 123 neðst)

http://stefanbjarnason.blog.is/album/Eyjafjallajokull07/

http://vinaminni.blog.is/album/Eyjafjallajokull2007/

http://ivarpals.com/koparmyndir/index.php

Hér er kort af leiðinni.

Ómar Ragnarsson tók flotta mynd af gosinu núna:

http://omarragnarsson.blog.is/users/3b/omarragnarsson/img/p1011380_981302.jpg 

 


mbl.is Kolsvartur strókur frá gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agndofa

Agndofa er ég á því

 undrandi sitji ég þver

Ég furða mig forsætisráðherrann

 framkvæma þurfi hjá mér

Hví gerist allt í kring um mig?

Kúgandi mannfuglager

Hvergi er friður í hásæti,

hver setti mig niður hér?

 

ÍP  um Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra 2009-2010


Jóhanna Sigurðardóttir vekur furðu

johsig_mbl_is.pngSíðan Jóhanna varð forsætisráðherra, þá hefur hún margoft furðað sig á því sem gerðist hverju sinni, en ekki fengist til þess að grípa til tafarlausra aðgerða til leiðréttingar. Málefni Haga, Glitnis, Kaupþings osfrv. hafa sinn gang án inngripa hennar, en hún furðar sig jafnan á málinu. Hún áttaði sig ekki einu sinni á eigin Icesave samningi fyrr en búið var að stafa hann mánuðum eftir gjörninginn.

 

En aðgerðir = eitt stórt núll.

 

Á meðan afhendir þessi forsætisráðherra ríkisvernduð, rammskuldug stórfyrirtæki í hendur ríkisverndaðra, rammskuldugra aðila sem gulltryggja þetta samkeppnisforskot sitt yfir betur reknum smáfyrirtækjum í einkaeigu.

Helst vekur furðu að þau sitji þarna enn, Steingrímur J. og Jóhanna.


mbl.is Glitnismál vekur furðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálf milljón tonn á sólarhring!

Hraunið upp úr Fimmvörðuhálsi er um hálf milljón tonn á sólarhring skv. NASA. Losun Íslendinga á gróðurhúsa- lofttegundum sem vandamál er hláleg í þessu samhengi. Ef þetta litla túristagos endist í mánuð, þá koma upp um 15 milljón tonn af hrauni, sem losar ekki aðeins koltvísýring, heldur einnig margfalt virkari gastegundir. Ef gosið heldur áfram í rúmt ár eins og síðast, þá nálgumst við 200 milljón tonn af hrauni upp á yfirborðið.

En Katla er yfir 90% líkleg til þess að gjósa þessi árin. Hún mun losa margfalt meira af gastegundum en þetta gos. Þegar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra takmarkar hagsæld Íslendinga með losunarkvóta koltvísýrings, þá munar kvótamismunurinn því sem eldfjallið losar dögum skemur eða lengur. Afleiðingin er sú að við heftum því framleiðslu okkar á meðan öllu máli skiptir hvort eldgosin gangi í daga eða mánuði.

Þessar reiknikúnstir um losun manna á gróðurhúsalofttegundum eru kannski skemmtileg pæling fyrir einhverja, en fyrir okkur raunsætt fólk sem reynum að búa til verðmæti úr náttúruauðlindum með lágmarkstjóni fyrir umheiminn, þá eru þessi atvinnuhöft umhverfisráðherrans buna upp í vindinn, sem kemur beint framan í okkur.

hraun_upp_ur_fimmvorduhalsi.png


mbl.is Sex tonn af hrauni á sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hrökkva eða stökkva

Grein mín um Sjálfstæðisflokkinn, ESB ofl. á opnu Morgunblaðsins í morgun fylgir hér:

Nú eru vatnaskil hjá Sjálfstæðisflokknum á landsvísu.  Meginþorri kjósenda þessa stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB ), en forysta flokksins og fólk í lykilstöðum endurspeglar ekki skýrt þá sannfæringu kjósenda sinna.  Varaformaðurinn er yfirlýstur ESB- aðildarsinni og því miður hyggst formaðurinn aðspurður ekki draga aðildarumsókn Íslands  að ESB strax til baka, komist flokkurinn til valda. Þessi afstaða er einn helsti dragbítur framfara síðustu árin, þar sem undanlátssemin við ESB kemur íslensku þjóðinni í æ dýpri vandræði, því meiri sem eftirgjöfin er.  Verið getur að flokksforystan hafi framan af talið ESB- umsóknina í línu við óskir samtaka atvinnulífsins, en það á sannarlega ekki við núna, þar sem atkvæði þar falla gegn umsókninni.  Flokkurinn er fólkið og forystunni  ber að fylgja hug kjósenda sinna í þessu yfirgnæfandi mikilvæga máli.

 Rétt stefna Sjálfstæðisflokksins

 Meirihluti íslenskra kjósenda kysi gegn ESB- aðild ef kosið væri í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er hæfastur flokkanna til þess að leiða sjálfstæða stefnu í anda ályktunar síðasta landsfundar hans:

 •    Sjálfstæðisflokkurinn telur það meginmarkmið utanríkisstefnu Íslands að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar jafnframt því sem vinna ber með öðrum þjóðum að því að efla frið, frelsi, lýðræði, mannréttindi og velmegun.

 Samfylking ein með ESB- aðild

Kjósendur Samfylkingar vilja ákveðið ESB- aðild og flokkurinn hefur hana á stefnuskrá sinni. Kjósendur  Vinstri grænna eru harðir gegn ESB- aðild en forysta þess flokks hunsar í framkvæmd ítrekað vilja síns fólks. Sönnum fylgismönnum stefnu VG er bolað úr ríkisstjórn og frá áhrifum. Framsóknarflokkurinn virtist líklegur til ákveðinnar andstöðu gegn ESB, en nýtur ekki almenns fylgis og hefur linast full mikið í andstöðu sinni, trúlega til þess að reyna að auka fylgið með ESB- höllum kjósendum, en stefnan virkar ekki.  Andstaða annarra flokka við ESB-aðild er skýr, en fylgi þeirra mælist lítið.

Kjósendur skýrir en forystan ekki 

Yfirleitt má segja að amk. 70% kjósendur annarra flokka en Samfylkingar (þ.e. þeir sem taka afstöðu) standa gegn ESB- aðild samkvæmt skoðanakönnunum. Líklegt er að ESB- fylgjandi kjósendum Samfylkingar fari fækkandi nú þegar ýmiss ESB- sannleikur kemur smám saman í ljós, t.d. afstaða gegn Íslandi í Icesave- málinu og Grikklandi í efnahagsóförum þeirra með Evruna.  En þótt afstaða kjósenda allra flokkanna sé skýr, þá er forysta þeirra það ekki að sama skapi. Svo virðist sem nálægðin við alla ESB- forkólfana og óendanleg kerfi þeirra glepji forystufólki okkar svo illilega sýn að þau missa sjónar á aðalatriðinu sem gæta þarf, sjálfstæðis Íslands. 

Krefjumst skýrrar andstöðu við ESB- aðild af forystu þess flokks sem við kjósum. Þetta verklag gengur ekki lengur.


Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband