Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Danir forðast fullveldisafsalið

Mario BrosMario Draghi, forseti Evrópska seðlabankans, skefur ekkert af nauðsyn fullveldisafsals:„..til þess að hægt verði að enduvekja traust á Evrusvæðið þá þurfa ríkin að færa hluta fullveldis síns á Evrópustigið“ (“in order to restore confidence in the euro area, countries need to transfer part of their sovereignty to the European level.”). Eftir heimsóknina í þýska Ríkisþingið þá eru þeir ráðamenn sammála um aðgerðir. Embættið Fjárlagastóri ESB verður stofnað og þá getur Evrópski seðlabankinn farið að kaupa skuldabréf skuldugra Evrópuríkja ótæpt.

Danskur almenningur lætur ekki plata sig og 2/3 hlutar aðspurðra standa gegn upptöku Evru. Skrýtið að þau vilji ekki að Þýskaland hlutist til um fjárlagagerð í Danmörku!

Hér er mynd af ánægðum Draghi, sannkallað Mario Bros! 

  

 


mbl.is Danir vilja ekki taka upp evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jöfnum út jafnréttið

TyrklandESBfanarMesta jafnréttið er á Íslandi, en Samfylkingin og VG ætla að drífa okkur í ESB þar sem 74 milljónir Tyrkja eru næstir í röðinni inn og eru velkomnir í klúbbinn. Tyrkland (99,8% múslimar) er í 124. sæti jafnréttis, rétt hjá Íran (127.) og Sádí- Arabíu (131.), þar sem lögskilnaður kemst á þegar karlmaðurinn segir konunni þrisvar að hann sé skilinn við hana.
mbl.is Jafnrétti mest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin sem kaus

Stjornarskrarkosning2012

Höldum til haga hvernig atkvæði féllu í kosningunni um Stjórnlagaráðs- tillögurnar. Taflan hér til hliðar sýnir að 31% kjósenda vildu að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Náttúruauðlindirnar voru vinsælastar til þessarar þjóðar (35,7%), en Þjóðkirkjan heillaði minnst (24,6%). Annað var þarna á milli.

Jóhanna Sig. telur niðurstöðurnar svo afgerandi, að byggja verði nýja stjórnarskrá á þeim, enda kaus þjóð hennar á þennan hátt. Hún viðhafði ekki sömu ummæli og flokkssystir hennar og forveri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét flakka: „Þið eruð ekki þjóðin“, enda er auðmýkt Jóhönnu viðbrugðið.


mbl.is Vöndum okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Phyrrosarsigur Jóhönnu Sig.

Nú telur Jóhann Sig. að við séum „náttúrulega bundin“ af þessari „afgerandi“ niðurstöðu, þar sem Ísland færist þá öllu nær ESB- bjargbrúninni. Svör fengust við fimlega orðuðum spurningum um margt nema fullveldisframsalið til ESB, sem komst þá yfir þessa stóru hindrun atkvæðalaust. Þeir kjósendur sem svöruðu því neitandi að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá (og vildu því ekki ræða þær tillögur frekar) urðu þar með úti í kuldanum. Kannski er þetta snilldarbragð? En þá verður t.d. sá stóri hluti þjóðarinnar sem stendur gegn ESB- aðild að sætta sig við það að svona virkar lýðræði Samfylkingar og Vinstri Grænna.

Flóðvarnargirðingarnar sem eru til staðar í núverandi stjórnarskrá gegn svona fullveldisframali verða æ líklegri til þess að bresta þegar Jóhönnu tekst að mynda skörð í varnirnar. Líkt og með New Orleans og Katrínu forðum, þá veit maður aldrei hvaðan hættan kemur og hún kom innanmegin frá og braut síðustu varnirnar. Til hvers er allt þetta brölt svo? Allar leiðir liggja til Rómar, að ESB- sáttmálanum. Þar er hinn faldi tilgangur Jóhönnu Sigurðardóttur, sem vill á spjöld sögunnar (eftir að hafa verið nefnd sem ein valdamesta kona heims sbr. Forbes) fyrir það að færa Ísland til nútímans, til ESB á silfurbakka, þannig að hún geti gengið sæl með lífsstarfið út í sólarlagið.

 


mbl.is „Er afskaplega stolt af þjóðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segjum NEI í dag

Segjum NEI í dag við Stjórnlagaþings- stjórnarskrá til inngöngu í ESB.

Fleira var það nú ekki!  Góðar stundir.


mbl.is Kosning hafin - talningin tímafrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira gas í Eurosave- blöðruna

Hindenburg slysid

Tuttugasti Evrópukrísufundurinn lofar því að bankaeftirlit Evruríkja verði virkt á næsta ári. Kalla má vandamál þeirra „Eurosave“, því að nú margfaldast þar vandamál hliðstæð okkar Icesave. Evrópski seðlabankinn á að geta gripið inn starfsemi 6000 banka Evruríkja og ákveðið í raun hverjir eru lífvænlegir og hverjir ekki. Pólitíkin hefur tekið yfirhöndina, en ábyrgðin færist að sama skapi yfir á skattgreiðendur allra ríkjanna sameiginlega.

Hvaða þjóð ber ábyrgð á bankanum?

Þessi áætlun vekur upp allskyns spurningar, aðallega þá hver ábyrgist lánastarfsemi banka í hverju landi,  sbr. í okkar Icesave. Breskur banki með útibú í Frakklandi er t.d. ekki hluti þessa samkomulags. Hann þiggur innlán Frakka þar en væri varla undir Evrulanda- eftirlitinu. Hvort bera Frakkar eða Bretar ábyrgð á honum? Eða á frönskum banka sem þiggur innlán í Bretlandi? Þetta er Icesave- málið allt upp aftur, bara mörgþúsundfalt.

Ábyrgðir í kross 

Raunar eru ekki bara innlánsþættirnir til umhugsunar, heldur öll starfsemi hvers banka á Evrusvæðinu. Fjölþjóðaklúbbur Evrulanda hefur margflækt uppskriftina af því hver sé lánveitandi til þrautavara. Seðlabanki Evrópu gaf út yfirlýsingu um ómældar Evruvarnir, en samt eru skuldabréf frá honum ekki í myndinni. Þjóðverjar og Finnar vilja t.d. ekki bera ábyrgð á skuldabyrði Suður- Evrópu eða að draga úr hvata til sparnaðar.

Fullveldisafsöl 

Fjármálaleg yfirstjórn Evruríkja er nær óhugsandi, enda fær enginn séð hvernig skapast má friður um það að t.d. Þjóðverji komi í veg fyrir að frönsku fjárlögin gangi í gegn á hverju ári. Merkel Þýskalandskanslari er hlynnt því að slík yfirstjórn taki yfir þegar fjárlög einstakra Evruríkja eru umfram þau mörk sem sett eru, en engar líkur eru á því að þannig yfirþjóðlegur yfirgangur sé samþykktur samhljóða.

Evrópusambandslöndin tíu sem ekki nota Evruna sem gjaldmiðil eru utan þessa Evrulanda- bankaeftirlits- samkomulags og vilja halda í fullveldisrétt sinn eða raunar ná meira af honum til baka, ss. Bretland. Aðskilnaður Evrulanda og hinna tíu innan Evrópusambandsins er orðinn hvellskýr. Ísland yrði í þessum tíu-þjóða flokki ef það gengi í ESB, en kæmist kannski á nokkrum árum inn í Evru-Skulda-Bandalagið ef Ísland væri til í að taka á sig allar þær hrunskuldbindingar sem það bandalag hrúgar á þau 17 lönd sameiginlega. Þær aukast með degi hverjum.

Blaðra eða loftskip?

Ísland var eins og götusali sem seldi gasfylltar blöðrur. Svo þegar salan hætti þá fjölgaði blöðrunum, hann lyftist upp í loftið, missti svo blöðrurnar en féll til jarðar og hælbrotnaði á báðum. En Evrópusambandið tók þetta með stæl og fyllti æ stærri loftskip með gasi svo að nú stefnir allt í annað Hindenburg- slys, þar sem ekki þarf nema smá- neista eða loga til þess að allt farið springi í gríðar- eldhafi. 


mbl.is Óttast annað hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu verður öfugsnúið

Nei i MinnPost

Jóhanna Sig. og Steingrímur J. sanna hér enn hvernig misnota má virk lýðræðistæki, núna þjóðaratkvæðagreiðslu. Eina leiðin hér er að segja eitt nei fyrst, ekki haka við neitt annað. Þessu tækifæri til afgerandi niðurstöðu var klúðrað með lymskulegum spurningum sem allar spyrja um nýja stjórnarskrá og tillögur frádæmda Stjórnlagaráðsins. Mætum og hökum við eitt „nei“, síðan er hægt að ræða um vitrænar breytingar þegar handvammarstjórnin er farin frá.

Ofangreint er dæmi um sóun stjórnarinnar á almannafé (milljarður+?), líka tíma stjórnkerfisins og þegnanna, sem fara mætti í annað. Auðvitað er ESB- umsóknin mest afgerandi í þeirri sóun, en ráðuneytin núna hafa aðeins tvennt á dagskrá: Aðlögun að ESB og sameining ráðuneyta til þess kerfis. Utanríkisráðuneytið er í ESB-aðlöguninni og sóun í Mið-Afríku, þegar Norðurheimskautið ætti að taka mestan hluta tímans. Umhverfisráðuneytið er í því að stöðva framkvæmdir með öllum ráðum, þótt mat liggi fyrir, í stað þess að beita sér fyrir öfgalausri umgengni við náttúruna og rannsóknum á því hvernig allt megi vel fara, t.d. við olíuvinnslu á Drekasvæðinu eða með virkjanir framtíðar. Önnur ráðuneyti eru álíka núna.

Komum í veg fyrir frekari misnotkun stjórnarinnar á almannafé með því að segja NEI við tillögum Stjórnlagaráðs og EKKI haka við neitt annað, því að eitt er víst, útkoman verður þá rangtúlkuð.


mbl.is Vill breytingar þó þjóðin segi nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinumst Weimar, afskriftum og atvinnuleysinu!

Á meðan Grikkland ber sig saman við Weimar- lýðveldið og AGS telur enn afskrifta þörf þar, þá telja Þorsteinn Pálsson & Co. vænlegt að sameinast ESB- batteríinu. Enda fáist þar lágir vextir, atvinnuöryggi og við yrðum hluti af vænlegri skuldasúpu.

OpenClipArt1

Ísland njóti smæðar sinnar við lagasetningu og hafi afgerandi áhrif á hana, enda gildi ekki einn maður, eitt atkvæði í ESB, heldur gildir 0,06% atkvæðamagn til þess að velta þar björgum. Þýskaland og Frakkland snúa víst af stefnu sinni ef Ísland krefst þess og sérstaða Íslands verður viðurkennd í hverju máli.Styrkir flæða yfir Ísland án þess að nokkuð komi í staðinn.

Húrrahrópin um Ísland á Evrópuþinginu valda heyrnarskemmdum hjá sendinefndinni. Sérlausnir Íslands verða heimsþekktar, um Makríl- kvótaaukninguna miklu, eina þjóðin innan ESB sem ræður sínum auðlindum til lands og sjávar, orkumálum, kvóta, hvalveiðum, bara að nefna það, því að eitt er er það sem vinstri stjórnin hefur og það er seigir samningamenn, ss. Svavar „Leiðuráþessu“ Gestsson. Að vísu þurfti að færa til Tómas Heiðar, af því að hann krafðist alltof mikils fyrir Íslands hönd. En prófessorar okkar eru þó alltaf með úrvalslausnir sem duga.

Fimm hundruð milljón manns í Evrópusambandinu hljóta að vilja aðlagast Vinstra Undrinu í norðri. Hvernig gæti nokkur þar eða á Íslandi staðið á móti því?

 


mbl.is Grikkir komnir að þolmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eru þau að!

ESB brot

Erfiðleikar Sjálfstæðisflokksins að ná árangri með Samfylkingu forðum kristölluðust í fylgispeki þessa yfirlýsta ESB- aðdáendahóps við stefnu sína innan flokksins, í trássi við vilja meginþorra kjósenda hans. En þrátt fyrir hrun alls sem þessu tengist og nú sérstaklega margra Evru-landa, þar sem augljóst er að skipulag ESB er í hröðu breytingarferli til alræðisríkis, þá heldur þessi ágæti hópur áfram að fossbrúninni og vill endilega draga okkur hin með, í stjórnarskrárbreytingar til aðlögunarinnar og hvaðeina sem afhenda má kanslara Þýskalands á silfurfati.

Þorsteinn Pálsson, Vilhjálmur Egilsson, Þorgerður Katrín og fleiri sem eitt sinn studdu alvöru sjálfstæði eru sannarlega ekki málsvarar Sjálfstæðisflokksins í þessu máli, enda stendur hann keikur gegn aðildarumsókninni.


mbl.is Vilja breyta framtíðarsýninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband