Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt

AdalskipulagREK2010 2030Samþykktar tillögur borgarmeirihlutans (sem Dagur B. vill stýra) um Aðalskipulag Reykjavíkur miða allar við það að Reykjavíkurflugvöllur verði ekki í Vatnsmýrinni, sérstaklega þlær sem fjalla um hverfisskipulag í Skerjafirði, sem litið er á eins og eitt hverfi í tillögunum, en Stóri Skerjafjörður hefur staðið sér síðan í Seinni heimsstyrjöldinni.

Birtið gögnin! 

Borgarstjórn ætti að birta samþykktar tillögur sínar í heild sinni, þar sem þær eru orðnar opinbert gagn og talað er um gegnsæi í stjórnsýslu á tyllidögum. En þegar yfirvöld bregðast upplýsingaskyldu sinni, hér og t.d. í Icesave, þá birta borgararnir það. Þau gögn eru á leiðinni, þetta er allt að koma! 


mbl.is 71,2% Reykvíkinga vilja völlinn áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir úr nýju skipulagstillögunum

Sudurgata Hagatorg plakatGul

Hér í myndaalbúmi eru uppdrættir úr samþykktum tillögum skipulags borgarinnar vegna Vesturbæjar Reykjavíkur. Þar sést vel hvernig „þétting byggðar“ þrengir að lífi fólks í þessu fullbyggða hverfi.

Ég mun bæta í þetta fljótlega, en nota nú tímann til síðustu skíðaferðar þessa árs í Bláfjöllum. Það er einmitt íþróttin sem núverandi borgarstjóri taldi að leggja ætti af!

 

Smellið oftar á hverja mynd til stækkunar. 


mbl.is „Við erum agndofa yfir þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir í glórulaust eignarnám

Hjardarhagi skipulag

Ráðandi öfl í borginni láta núna glitta verulega í sósíalista- tennurnar með samþykktum sínum á glórulausum tillögum í skipulagsmálum, eins og að taka nær allar bílageymslur við fjölbýlishúsin á Hjarðarhaga eignarnámi og setja hús þar niður. Það er „þéttingin“ komin, að rjúfa friðinn í grónum hverfum með jarðýtum á bílskúra fólks, byggja þar blokkir og búa til rifrildi óendanleikans.

Út á götu 

Hvar á fólkið í gömlu og nýju blokkunum að leggja sínum 0,4 bíl? Alltaf í næstu götu? Hver bætir íbúðareigandanum virðislækkun eignarinnar á sanngjarnan hátt? Verið er að gerbreyta lífsháttum fólks þvert gegn vilja þess. Ef almennileg íbúakosning yrði í hverfishlutanum, þá yrðu þessar tillögur felldar samstundis. En ef eignarnámið er gert í almannaþágu, þá verða hagsmunir almennings að vera afgerandi, ekki bara vegna villtra hugdetta ídealista sem vilja þröngva lífsháttum sínum upp á saklausa samborgara sína.

Hversu mikið þolir fólk? 

Hvað þarf til að fólki blöskri almennt hvernig ráðist er á náungann, eignarrétt hans og réttinn til friðar frá yfirvöldum? Við skulum vona að þessi þögli meirihluti sem hefur látið flest af þessu yfir sig ganga sjái núna að þetta gangi ekki lengur: það verður að kjósa ábyrgt fólk í borgarstjórn, sem tekur fullt tillit til hagsmuna og lífs allra borgaranna. Þessi borgarstjórnarblanda er eitraður kokkteill. 

Dagur raud ros RUV

 

 

 


mbl.is Umdeildar hverfisskipulagshugmyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri græn gegn einkabílnum

Dali timinn

Yfirlýstum bílfjendum fjölgar fyrir kosningarnar, en Vinstri græn vilja gera allt fyrir börn nema að setja þau í barnabílstól og ferja þau af öryggi í skóla eða annað sem þarf. Ástæðan er víst kolefnislosun, en þá gleymist ein vísinda- staðreyndin frá nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, að engu breytir í áratugi hvað gert er núna vegna tímatafar í gegn um djúphöfin og færibands hafsraumanna. Raunar eru það hundruð ára ef við ætlum að kæla heiminn. Auk þess myndi hitastig í heiminum ekki breytast við það að allir Íslendingar legðu einkabílnum sínum, það liggur fyrir.

Vinstri græn vilja því pína okkur sem flest til þess að láta sem við búum í Hollandi og förum allt á hjóli eða í strætó, höfum ótakmarkaðan tíma í samgöngur í stað þess að nýta hann t.d. með börnunum við skapandi athafnir. 

Tugþúsundir borgarbúa sem ekki eru í 101 vita því hvernig næstu ár verða ef VG er kosið í borgarstjórn.


mbl.is Vinstri græn munu hugsa um börnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evru- atvinnuleysislönd unga fólksins

Spann atvinnuleysi ungraAtvinnuleysi ungs fólks (15-24) var 10,7% á Íslandi í desember 2013. Það og hagvöxtur er í hróplegri andstöðu við ástandið í Suður- Evrulöndum sbr. línuritin hér, sem sýnir glöggt að við höfum ekkert að gera í Evru- hópinn með allt hans atvinnuleysi og stöðnun. Óskiljanlegt er hví hámenntað fólk í þessum fræðum í hópi Evrusinna heldur áfram með áráttu sína, því að svo lítur út að þau hafi annaðhvort ekki lesið almennar skýrslur  (ath. þungt skjal) eða stungið þeim undir stól, þegar þau unnu velborgaða álitsgerð sína fyrir stóru ESB- höllu samtökin. 

Vandræði suðursins til norðurs 

Evrulond VLF a mann

Vitað er að atvinnuleysi ungs fólks rýkur upp í kreppum á þeim stöðum sem gegnið er fast, eins og í Evrunni. Áhyggjum veldur að um 64% hlutar þessa atvinnuleysis verður varanlegt í kerfinu, sem þýðir að drjúgur hluti heillar kynslóðar fær líklega aldrei vinnu allt sitt líf og verða varanlegir bótaþegar hins fækkandi vinnandi fólks. Suður- og Norður- Evrópa eru eins og svart og hvítt í flestum málum (sjá línurit) og þar eru Spánn, Ítalía, Frakkland stór, að ógleymdum jaðrinum, Grikklandi og Portúgal. Þessi uppsafnaði mismunur hvers árs gerir vandamál Evrunnar óviðráðanleg og vonlaust að halda uppi sameiginlegri peningastefnu með mörg misjöfn hagkerfi án sameiginlegrar yfirstjórnar til lengdar.

Engar áhyggjur af atvinnuleysi Evrulanda? 

En unga menntaða fólkið hér hefur síst áhyggjur af þessu atvinnuleysi Evrulanda, ef marka má undirtektir þeirra við það að ganga í ESB og taka upp Evru, þó að það lendi óumflýjanlega í atvinnuleysissúpu Evrulanda. Fái ekki atvinnu í stöðnuðu hagkerfi og hundruð manna keppa um sama starfið á meðan 19 milljónir manna eru atvinnulausar.

Vextir út um allt 

Evrulondin vextir  2014

Svo er talað um lægri vexti í Evrulöndum. Vaxtastigið er út um allt, enda sprakk kerfið í hruninu (sjá línurit til hægri).  Hvar Ísland lendir í því fer eftir ótal þáttum, en ekki erum við Þýskaland. Skuldatryggingarálag hvers ríkis segir líka oft til um raunstöðu þess hagkerfis. Það sveiflast verulega innan Evrulanda.

Meiri vandræði 

Við tökum á stóru óvissuþáttunum okkar þessi árin, á meðan Evrulönd ýta sínum vandræðum áfram með ótæpilegri peningaprentun. Við inngöngu í ESB og upptöku Evru tækjum við upp uppsöfnuð vandræði Evrulanda eftir hrun (já, takið eftir, það var alþjóðlegt) og fengjum ægistjórn Evrópskra banka yfir okkur, sem sýndi enga vægð í Grikklandi og Portúgal, enda er hagur bankanna settur í forgang í ESB. En öruggt yrði hærra atvinnuleysisstig hér í Evrulandi.


mbl.is Atvinnuleysi óvíða minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvingun

Straetosulta Kina

Borgarstjórnarmeirihlutinn, sem sum ykkar kusu til þess að sjá um sameiginlega þætti borgarlífsins, beitir valdi sínu til þess að þvinga okkur til lífsmynsturs að þeirra hætti, flestum til ama. Flest okkar kjósa að lífið sé sem ljúfast frá morgni til kvölds, en okkur er gert erfiðara fyrir með það af því að borgarpólítíkusar misskilja alfarið hlutverk sitt sem þjónar almennings og halda að þeim beri að móta líf okkar að þeirra ídealísku fyrirmynd. Skýrast kemur þessi árátta fram í umferðarmálum í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. Þar segir m.a.:

„Yfirdrifið framboð af fríum og ódýrum bílastæðum dregur úr vilja fólks til þess að nýta sér almenningssamgöngur, jafnvel þótt þær séu góðar. Draga þarf úr viðmiðum um fjölda bílastæða og fækka þeim verulega, sérstaklega á nýbyggingarreitum og setja kvaðir á fyrirtæki og stofnanir um að taka upp bílastæðagjöld“.  

Flestir fá að bíða 

Fjögur prósent borgarbúa nota strætó til og frá vinnu. Nýja skipulagið gerir ráð fyrir þreföldun á því næstu 16 árin, þá líklega í 12%! Það þýðir að venjuleg 24 ára manneskja núna þarf að þola þvingunaraðgerðir borgaryfirvalda (ef skipulagið gegnur eftir) gegn henni í einkabílnum til fertugs, þar sem hafðir eru af henni margir mánuðir í vinnu eða frá fjölskyldu, með auknu stressi, sitjandi í bíl að vilja ferðast eins og flestir aðrir.

Tilgangslaust 

Megintilgangurinn og lokatakmarkið með þessari þvingun er afar óljóst. Ekki er farið eftir aðlögunarstefnunni, að fólk bregðist við þeim aðstæðum sem eru á þeim stöðum sem þeir búa, heldur er módel úr suðrænum milljónaborgum staðfært upp á okkur fámennið á skerinu. Svo vilja þau flugvöllinn burt af því að hundruð þúsunda farþega þá leiðina er gert lífið of auðvelt. En jú, tilgangurinn er svo að setja niður félagsíbúðir á dýru lóðina.

Hver borgar? Þú, sem átt að vera mætt í vinnuna en ert föst af því að Dagur B. hafði metnað til þess að hægja á umferðinni.

 

 


mbl.is Vistvænar samgöngur í stað einkabíls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

XD nr.1 með 40% meira en sá næsti

MMR fylgi 2014 Apr1

Flokkasúpa Íslands nálgast nú fullkomna óreiðu að hætti Pírata með fimm flokka í 11-17% fylgi. Þó stendur Sjálfstæðisflokkur upp úr með nær 24% fylgi, sem er 40% meira en sá næststærsti.

ESB- flokkar 

Hreinir ESB- flokkar, Björt Framtíð og Samfylking eru með 32,2% fylgi samanlagt, á meðan langflestir kjósendur til Alþingis kjósa ekki ESB-aðild. Þessi þversögn er eflaust við lýði vegna flokkadrátta í Reykjavík, þar sem erfiðara er að fá skýrar línur í pólitíkina. 

Slíta strax 

Ríkisstjórnin verður að ganga fram af ákveðni vegna ESB- málsins, að slíta viðræðum strax og hætta þar með að leyfa stjórnarandstöðunni að naga af fylgi þeirra með þvælugangi.  Þá skýrast andstæðurnar og ESB- flokkarnir ná ekki eins að halda grautnum vellandi endalaust. 

Nýjan flokk, takk! 

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru jafnan tilbúnir að styðja formann sinn þegar ákveðið er gengið til verks í samræmi við samþykktir landsfundar flokksins. Eltingarleikurinn við ESB- kratafylgið á óreiðu- miðjunni borgar sig ekki, það hefur margsýnt sig síðustu árin. Vonandi bætist nýji ESB- flokkurinn í miðjusúpuna, það styrkir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn strax. 


mbl.is Dregur úr stuðningi við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þögli meirihlutinn útskúfast

Tengsl manna og hopa

Segja má fámennum ESB-aðdáendahópnum til hróss, að samskipta- og miðlunar- hæfileikar eru þar nýttir af afli, hvort sem það er í fjölmennum samtökum með skammstafanir  eða á Facebook, í fjölmiðlum, bloggum og með hópmætingum á fundi. Nú eða þá með fimm manna skrifstofu með hundraða milljóna króna stuðning.  En yfirgnæfandi fjölmennur meirihlutinn líður fyrir þessa færni, þar sem skoðanir þeirra komast ekki tilhlýðilega á framfæri í hlutfalli við fljótið á móti, sem ber þá okkur öll að fossinum neðar.

Allt vitlaust 

Þetta heilkenni hefur einkennt síðust árin, sérstaklega þar sem helstu fjölmiðlar eru handgengir þessum sérhagsmunahópi. Þegar stjórnvöld ætla síðan að framkvæma það sem þessi þögli meirihluti kaus þau til að gera, þá verður allt vitlaust í gargandi ESB- bjarginu, jafnvel svo að stjórninni fatast flugið.

Talsmenn flokksins? 

Áhrifa ESB- hópsins gætir víða á þennan hátt. Nú síðast hjá Sjálfstæðisflokknum, á aðalfundi um daginn í Málfundafélaginu Óðni í Valhöll, sem er opinn vettvangur umræðu í flokknum um þjóðmálin. Augsýnilega tókst hópnum að smala á fundinn til þess að ná 74 manns á móti 65, þannig að skipt var um formann og lista fólks með honum. Nú má þá búast við því að umræðan snúist þessum ESB- armi í vil, þar sem svo virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn tali, en það á þá ekki frekar við en að Ólafur Arnarson, Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eða Gísli Marteinn Baldursson hafi verið nýlega eða séu sérstakir talsmenn Sjálfstæðisflokksins.

Borgin líka 

Því miður eru borgarmálin líka með þessum annmörkum, en þar ætti kannski ekki að tala um ESB- hópinn beinlínis, heldur „fylgispektar- hópinn“, sem  hallast að flestu því sem upp vellur hjá ríkjandi SamBesta BF- meirihluta, sérstaklega með skipulagsmálin. Þögla meirihluta almennings finnst að standa ætti vörð um trausta þætti borgarlífsins, hvort sem það sé flugvöllurinn eða sjálfsákvörðunarréttur um það hvernig maður ver tíma sínum, til einskis í bið og stressi eða í friði með fjölskylduna um borgina.

Lögum lýðræðishallann 

Löngu tímabært er að þessi lýðræðishalli verði lagfærður. Fólk mætir ekki á fundi núorðið, enda er þeim gert það illfært nema að verja hálfum degi til þess. Ísland er eitt tölvu- nettengdasta land heims. Dreifa ber lykilorðum til fólks svo að skoðanakannanir, kosningar eða álit hvers og eins komist á framfæri. Þar er átt við ríki og borg, stjórnmálafélög  eða hvers kyns samtök. Vonandi verður framkvæmdin þó ekki eins og með gerfilýðræði borgarinnar í smáframkvæmdum, eins og leiðari Mbl. og fleiri hafa nefnt.

Ábyrgð hinna yngri 

En líklegast heldur þögli meirihlutinn áfram að vera þögull, svo sem eldri kynslóðin. Því er óskandi að hinir yngri kannist við ábyrgð sína, hugsi líka um hina eldri og flýti ekki för okkar allra að feigðarósi, heldur hjálpast að með okkur öllum að ná almennilegu landi, Íslandi.


mbl.is Afstaðan til ESB alltaf verið skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?

Reykjavik hverfi

Verð íbúða er hvað hæst nálægt miðbænum, en núverandi borgarstjórnarmeirihluti vill að borgin borgi félagslegar íbúðir á þessum dýrustu svæðum, í stað þess að hámarka sameiginlegan arð okkar af svæðinu og nýta lausar íbúðir á öðrum svæðum með aðstoð til þeirra sem eru hjálpar þurfi.

Hvaða vit er í því að byggja félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Það eykur álag á skattgreiðendur í borginni og minnkar líkur á því að þiggjendur félagslegrar þjónustu fái fullnægjandi aðstoð.

Kjósum ekki þessi nýju skipulagsslys yfir okkur. Munum þetta í lok næsta mánaðar. 


mbl.is Slegist um góðar íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ríkisstjórnin ekki í lagi?

Two reds

Þegar núverandi ríkisstjórn var kosin í fyrra hét hún því að skipta út að hluta Græningjum, sem stýra fjöreggi Íslands, Landsvirkjun. Sú varð raunin að hluta, en hverjar voru svo kallaðar til nema öfgasinnar umhverfis- afturhalds- stefnu, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og já, Álfheiður Ingadóttir! Allt sem þær mætu konur hafa látið frá sér fara virðist hafa verið stungið undir stól og nú mega þær stöllur setjast í stjórn áhrifamesta fyrirtækis á Íslandi og segja NEI! NEI! NEI! NEI! osfrv.

Hvað ætli þær segi um t.d. skilmálana á stærstu lánum sem tekin eru á Íslandi? Ég sé þær fyrir mér koma með innblásnar athugasemdir um þá. Eða um rekstraráætlanir, ársreikninga og stórframkvæmdir? Hvar eru allir verkfræðingarnir? Ekki til í flokkum þessarra pólitískt ráðnu kvenna á kvótunum sínum?

Þar fóru vaxtartækifærin. Nema Jónas Þór, Helgi Jóh og Jón Björn nái að ráða einhverju. Eins gott að þeir standi þá saman. 


mbl.is Jónas Þór nýr stjórnarformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband