Bloggfærslur mánaðarins, júní 2020

Botnlangi Dags fjórföldun Skerjafjarðar

JardytaSkuldaævintýraæði Dags & Co í Reykjavíkurborg færist nú á nýtt stig, þar sem til stendur að troða 3000 manna byggð í aflokaðan flugvallarkrikann. Sá Ísafjörður ídealistanna, með allt sitt bílastæðaleysi, þröngar götur og fimm hæða skuggavarpsblokkir á að rísa í óþökk þeirrar byggðar sem fyrir er og bætir við fjórfalt fjölmennari borgarhluta en notar sömu götuna inn og út úr Skerjafirði, með margföldun umferðar.

Níðst á landi og íbúum

Landsvæðið sem undir byggðina færi þykir Degi ekki nógu stórt til þess að standa undir þjónustustiginu og því ætlar gengi hans að urða ströndina og leirurnar langt út í Skerjafjörð til þess að nema nýtt land. Olíuborinn jarðveg skal hreinsa með ærnum kostnaði og aka í gegn um borgina í Álfsnes. Vegur suður fyrir völl verður byggður fyrir trukkana sem bætast við stíflaða umferð Háskólans í Reykjavík og víðar um bæinn.

Ævintýri á okkar kostnað

Þessi kostnaðarsama ævintýramennska, þar sem níðst er á náttúrunni og íbúum heilla hverfa, á síðan að verða greidd af Reykvíkingum öllum í auknum álögum. Afsökunin fyrir aðgerðinni var jafnan sú, að borgin fengi mikið úr sölu dýrra lóða. Sú skýring heldur ekki vatni, enda er drjúgur hluti svæðisins ætlaður fyrir félagslegar íbúðir og stúdenta. Borgin hefur fælt frá sér flesta sem eiga og nota bifreið, en það eru víst enn um 80% fólksins.

Þetta ævintýri kostar okkur öll eins og heilt hverfi af hálfs- milljarðs- bröggum. Stöðvum þetta skipulags- og umhverfisslys strax.


mbl.is Umdeild áform um byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband