Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Buddan talar

Nú kemur brátt að því að ídealistarnir verði að gera upp við sig hvort þeir fylgi Idealistinn Thorunnformótuðum hugmyndum heimssinna um það sem gæti hugsanlega gerst í loftslagsmálum heimsins ef milljarðar manna breyttu lífsháttum sínum verulega, eða því hvort þeir fylgi eigin sannfæringu um það hvernig manneskjur á hverjum stað hafi komist af í gegn um tíðina og munu halda því áfram. Hve glatt munu við halda slíkar “Bonfire of the Vanities” brennur, þar sem lífsgæðum og lífsstíl Íslendinga er fórnað á heimstorgi ídealismans í eltingarleik við óljósar hugsjónir um fagra veröld?

Blórabögglarnir finnast

Mitt í allri hjarðmennskunni sem umlykur loftslagsmál þessi árin er erfitt að hrífast ekki með straumnum, játa sig seka og samþykkja hvaða vitleysistillögu sem er, bara að hún komi frá SÞ ráðstefnusérfræðingunum eða ESB ráða- og nefndasnillingunum. Upphæðir hætta að skipta máli, ekki þarf að velta fyrir sér hve margra tugmilljarða tap Íslendinga verður af  aðgerðum eins og setningu losunarkvóta koltvísýrings, heldur verður aðalatriðið að sýna táknræna samstöðu með öðru hugsjónafólki heimsins. Umræðan á víst ekki að snúast um það hvort við viljum að Buffalo herd 2Ísland kólni eða hitni við aðgerðir okkar eða aðgerðarleysi, eða hvort maðurinn breyti veðrinu að sínu skapi yfirleitt, heldur um það hvaða ríki séu blórabögglarnir sem orsaki hækkun sjávarmáls, fækkun ísbjarna, skrælnandi akra eða vitlaust veður. Síðan neyðum við fjölmennustu ríki heims til hægari vaxtar og minnkaðrar sjálfþurftar, jafnvel til hungurs, þó að það sé ekki ætlunin.

Buddan talar

En hvað getur snarbreytt stefnunni í loftslagsmálum? Það að raunveruleikinn bankar á dyrnar, endurskoðandinn mætir á staðinnn. Sömu milljarðar og okkur er ætlað að spara með því að skera niður heilbrigðisþjónustu og menntun fara út um gluggann í að borga losunarkvóta til einskis, sem orsakar forgengin tækifæri og dalandi lífsafkomu. Þegar innihald buddunnar er skert, þá skilja það allir. Íslendingar munu spara sér ómælda ánauð við það eitt að hafna algerlega hugmyndum um losunarkvóta gróðurhúsalofttegunda.

Við höldum glaðbeitt áfram á hreinu orkubrautinni með farsælli fyrri stefnu.


mbl.is Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kremlar- sjúkrahús eða góðan rekstur?

Ætli aðalmálið varðandi sjúkrahús sé nokkuð það hvort að nýtt ofur- Kremlar Sovét sjúkrahús verðiSjukra volundarhus byggt eða ekki, heldur hvort rekstur þess kerfis sem er í gangi verði bættur eða ekki?  Væri ekki munur ef birgjar fengju greitt tímanlega, hætt yrði að skera niður við trog og heilbrigðisþjónusta færi óhindrað fram, hvort sem hún er á sjúkrahúsinu eða úti í bæ?

Skammt er síðan rætt var um tuttugu milljarða sjúkrahús, nú er það sextíu milljarðar og fer hvort eð er fram úr áætlun og rekstur þess mun krefjast mikilla útláta. Það hlýtur að vera betra að leggja aðeins meira í rekstur, tækni og samhæfingu þess sem er fyrir, ásamt því að leyfa læknum að stunda sína þjónustu að hluta í ágætishúsnæði annars staðar.


mbl.is Fresta nýja spítalanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagaskóli 50 ára: hátíð og myndir

Hagaskóli hélt skemmtilega upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Sú sýning varð mér hvatning til þess að taka myndir af  gömlum bekkjarmyndum og birta hér til hliðar. En á hátíðinni sáust margir gamlir Hagskælingar, t.d. hittum við Geir H. Haarde forsætisráðherra og Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúa. Nemendur skólans settu upp hvert tímabil í sinni stofu á fjölbreyttan hátt. Myndirnar ná ekki að lýsa stemmingunni alveg, sem náðist stundum vel upp, t.d. með reykelsum, klæðnaði og myndasýningum. Bekkurinn 8 BSÓ bjó til stóra Flower PowerFlowerPower Rugbraudid smárútu „rúgbrauð“ sem kom var einmitt einskonar ímynd eftirhippatímans þegar ég var í Hagaskóla. Hjálmar íþróttakennari sýndi 16mm kvikmyndir frá árunum 1957-8 og sjöunda áratugnum. Vel unnin ljósmyndasýning var á trönum í salnum. Þar voru einnig hljómleikar. Tuga metra löng súkkulaðikaka hafði verið bökuð og veitingar voru víðar. En látum myndirnar tala sínu máli.

Við hjónin viljum þakka þeim sem stóðu að þessari hátíð fyrir þann bráðskemmtilega gjörning.

Gamlar bekkjarmyndir útskriftarára úr Hagaskóla Hagaskoli 1975 3M hluti1

Bekkjarmyndirnar á veggjum Hagaskóla eru merk heimild, þar sem þær vinna sig ásamt nafnalistum eftir göngum hans. Ég stalst á hlaupum til þess að smella af á þó nokkrar þeirra frá 1971-1975, en glampi á glerinu og flýtir minn gerir útkomuna æði misjafna. Þó náði ég að vinna nokkrar frekar í forriti og bæti kannski fleirum við með meiri vinnu. Munið að ýta þarf tvisvar á myndir til þess að ná fullri stærð.

Sjáið útkomuna og komið með kveðjur eða athugasemdir. T.d. væri sniðugt ef eitthvert ykkar úr bekkjunum myndi segja röð númeranna sem tengjast nöfnunum, frá vinstri nr. 18, 25,6,10.. osfrv.


Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband