Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Svíar áttuðu sig sl. 3 mánuði

Flottamenn DK til SviaSvíar áttuðu sig seint, með sitt galopna faðmlag gagnvart flóttamönnum, en loksins síðustu mánuði sjá þeir flestir að þessi stefna hefur leitt til stórvandræða. Þeir tóku við um 160.000 manns einungis á þessu ári. En 2/3 hluti þeirra sem hafnað er landvistar lætur sig hverfa í Svíþjóð og eru þannig um 14.000 manns týndir þar á árinu. Þess má geta að Ísland og Svíþjóð eru bæði innan Schengen- svæðisins og með aukið frelsi í ferðum sín á milli vegna eldri samninga innan norðurlanda.

Undanþágur?

Svíar vilja almennt núna fá undanþágu frá Schengen sáttmálanum og loka landamærunum. En nærri tveir Svíar á móti hverjum einum vilja ekki taka við fleiri flóttamönnum, enda er orðið augljóst að í óefni er komið.

Stemma flóðið af

Um 14 milljónir flóttamanna bíða eftir inngöngu á jaðri Schengen- svæðisins. Ísland hefur enn möguleika á því að halda stjórn á þessum málum hjá sér með því að segja skilið við Schengen strax, enda yrði augljós skilningur á þeirri afstöðu þar sem nær allar Norður- Evrópuþjóðir vilja gera svo "tímabundið" (en verður ekki opnað aftur um ófyrirsjáanlega framtíð). 

Lítum raunsætt á flóð flóttamanna. Setja þarf upp gáttirnar strax og kveðja Schengen.


mbl.is Vilja ekki fleiri flóttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eymdarstefnan innsigluð

Enginn businessStjórnmálafólkið sem kjósendur ráða til þess að fara með sameiginlega sjóði okkar er ekki endilega það skynsamasta í viðskiptum eða gætir fjármála okkar sem best. Það sést best á vanhugsaðri þáttöku í pólitískum yfirlýsingum, helst í gegn um ESB og er stuðningur við viðskiptahindranir gegn Rússlandi skýrt dæmi um þetta. Alvara þess máls verður nú öllum ljóst, þótt það hafi verið fyrirsjáanlegt frá upphafi þess í fyrra.  Nú rignir afleiðingunum yfir, þegar þessir markaðir stíflast og viðskipti Rússa leita annað, þangað sem erfitt verður að ná í þau aftur til baka.

Prinsipp hverra?

En fleira hangir á spýtunni t.d. kvóti íslenskra skipa í Barentshafi í samningum við Rússa og Norðmenn. Þar eru verulegir hagsmunir fyrir Ísland í húfi, sbr. Baksvið í Morgunblaðinu þann 17. desember sl., en verulega er hætt við því að þessir hagsmunir okkar fari líka forgörðum vegna þessarar stífni við Rússa. Íslenskir stjórnmálamenn setja sig á háan hest og tala um prinsipp, á meðan aðalprinsippið er það að þeir eiga að gæta hagsmuna heildarinnar í hvívetna en eru ekki að því frekar en fólskur meirihlutinn í borgarstjórn í dæmalausri samþykkt sinni gegn Ísrael.

Viðskiptabönn til eymdar

Á meðan síblaðrandi ídealistar koma og fara á þingi og í borgarstjórn í gegn um árin er alvöru fólk að leggja allt sitt að veði til þess að bæta hag sinn og annarra með fjárfestingum og markvissu starfi víða um heiminn, þar sem horft er til fjölda ára framundan, en ekki til næsta fréttatíma eins og hjá dægurflugunum, stjórmálafólkinu. Því ber að sýna þessari viðleitni tilhlýðilega virðingu og styðja viðskiptafrelsi á öllum sviðum, enda er það heillavænlegast til friðar í heiminum. Viðskiptabönn virka ekki, hafa jafnan valdið eymd og volæði og koma verst við þá sem síst skyldi. Drögum stuðning Íslands við ESB- viðskiptabannið á Rússland til baka og friðmælumst við aðra eins og við höfum gert frá upphafi vega.


mbl.is Óbreytt afstaða Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víða dúndurfrost á Jóladag

Spáð er hörkufrosti þessi jólin. Kortið sem er í gangi núna sýnir hraustlegt frost þannig að erfitt verður að fá félaga í Bláfjöllin á Jóladag. En sjáið kort Veðurstofunnar hér. Ætli -27°C frost- spáin gangi eftir? Frost-jol-2015


mbl.is Víða vægt frost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

París: Hinir ríku borgi 35 ma.kr. á dag

Paris loftslagsradstefnaNiðurstöður loftslagsráðstefnunnar í París eru þær, að ríku þjóðirnar borgi hinum fátækari andvirði 35 milljarða króna á dag, svo að hinar fátækari geti aðlagast loftslagsbreytingunum sem hinar ríku eiga að hafa valdið. Þegar listi þessara ríku greiðandi þjóða er skoðaður, þá sést að þar eru t.d. sömu Suður- Evrópuþjóðirnar og eiga í Evrukrísunni, en þeir fundir vegna hennar og féllu í skuggann eru einmitt álíka margir núna og loftslags- krísu fundirnir 21.

Milljarða út í loftið

Fjármögnun þessa milljarða út í loftið hlýtur að reynast þessum ríku hagvaxtarlausu þjóðum auðveld, eða hvað? T.d. greiði franskir þegnar vegna iðnbyltingarinnar 2700 milljónum Kínverja og Indverja stórfé til þess að hinir síðarnefndu nái að aðlagast fyrr og bæta sinn hagvöxt enn meir í kolabruna sínum, á meðan ESB dinglar um 0-1% hagvöxtinn sinn.

Olia 2009-2015Ódýr orka

Nú fór olíutunnan niður fyrir 36 dollara, en hún náði 145 dollurum um hrunið. Engar hömlur eru á framleiðslu og líkur eru á álíka lágu orkuverði framundan. Þetta auðveldar hagvöxt flestra ríkja, nema þeirra sem takmarka kolvetnisbruna sinn. Nú þegar leiðtogar þjóðríka heims eru komnir heim til sín frá París, þá sjá þeir í þynnkunni að loforðin þeirra voru út í loftið og verða aldrei efnd, enda ber þeim að hugsa fyrst og fremst um öryggi og hag sinnar þjóðar, sem þau voru kosin til þess að stýra, ekki einhvers heims- kjaftaklúbbs fjörutíu þúsund manna.

 


mbl.is Hvað felur Parísarsamkomulagið í sér?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostulegur hógværðarskortur

Tuvalu-eyjar"Milljarðar manna treysta á visku ykkar" sagði Ban-ki Moon.

"Ef við björg­um Tu­valu þá björg­um við heim­in­um." Tuvalu- búar eru helmingi færri en Akureyringar, en heimurinn 7 milljarðar manna. Áhrif manna á sjávarstöðu tækju nokkur hundruð ár að breyta einhverju ef sönn reyndust. 

Rökfræðin á bak við aðgerðir í loftslagsmálum er afar tæp.


mbl.is Tíu bestu tilvitnanirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

40.000 manns í sjálfs- upphafningu

VedurstjornunFyrr má nú vera! Fulltrúar á loftslagsráðstefnu telja sig geta breytt heimsveðrinu á áratugum og stillt það af upp á gráðu. Þeir fá síðan blaðamenn til þess að skrifa svona dæmalausan texta athugasemdalaust, um það hvernig þau séu að bjarga heiminum. Ekki nema von að þau verði síðan fyrir vonbrigðum. Hér eru brot úr texta mbl.is: 

¨Verk­efni full­trú­anna er langt í frá ein­falt; að bjarga mann­kyn­inu frá hörmu­leg­um af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga og á sama tíma að verja þrönga eig­in­hags­muni.  ...við erum að fást við ákv­arðanir sem gætu varðað líf eða dauða fyr­ir millj­ón­ir manna. Als­herj­ar­sam­komu­lag um að forða jörðinni frá verstu af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga með því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda reyn­ist hand­an seil­ing­ar í Kaup­manna­höfn. Þar stend­ur yfir ein mik­il­væg­asta lofts­lags­ráðstefna SÞ til þessa, þar sem samn­inga­menn munu freista þess að smíða sam­komu­lag sem miðar að því að halda hlýn­un und­ir 2 gráðum.¨


mbl.is Blóð, sviti og tár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Völlinn burt vill póstnúmer 102

Dreka latte 101Byggðin í Skerjafirði báðum megin flugvallarbrautar er hluti af Vesturbæ Reykjavíkur, við teljum okkur gjarnan Vesturbæinga. Því væri eðlilegast að teljast með póstnúmeri Vesturbæjar, sem er 107, en við höfum verið ranglega spyrt við Miðbæ 101 frá upphafi kerfisins. Orðið „póstnúmer“ er villandi, því að fjölmargir kerfisþættir hlutast niður eftir þessari skiptingu, auk huglægra þátta.

Flugvöllurinn fjarlægður

Nú vill Dagur & Co halda áfram með áætlun sína á fullu, að fjarlægja Reykjavíkurflugvöll, sama hvað. Ein leið að því markmiði er að líta á kortið eins og völlurinn sé ekki þarna og setja allt svæðið undir nýtt póstnúmer, 102. Drauma- hverfaskipulag meirihlutans í borginni miðar allt við þetta, að flugvöllurinn sé ekki lengur til. Þetta er verulega ósanngjarnt gagnvart þeim hartnær 1000 íbúum sem búa á svæðinu og sækja flest sitt í Vesturbæ 107, skóla, vini, verslun og hvaðeina.

Skerjafjörð í Vesturbæ

Höfnum tillögunni um póstnúmer 102, sem ætlað er að stimpla inn Valsbyggð, Vatnsmýri og Skerjafjörð sem eitt heildarsvæði. Hér er verið að lauma inn nýja afarskipulagi Dags & Co. Tengjum Skerjafirðina báða við Vesturbæ 107 og segjum skilið við 101 latte.


mbl.is Vilja 102 Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það nýjasta er það kaldasta

Kina kuldiVeðurfar hér á þessari öld hefur ekki farið hlýnandi, þrátt fyrir "heita" árið í fyrra, 6,6°C. En 2015 er það kaldasta, um 5,0°C og það næsta stefnir í kuldann frekar en hitt. Nýjustu upplýsingar eru yfirleitt marktækastar. Ísland sendir tugi manna til Parísar á loftslagsráðstefnuna til þess að koma í veg fyrir upphitun heimsins að meðaltali, með mælanlegum árangri eftir 85 ár. Mikill er máttur mannsins.

Metnaðarfull áætlun

En ef metnaðarfull áætlun góða fólksins nær árangri, þá munar um 2-3°C á því hvort tekið sé til aðgerða eða ekki. Það er einmitt nær sama hitastig niður og var á Íslands kaldasta ári mældu, árið 1892. Um það leyti gerðust Íslendingar upp til hópa flóttamenn vegna óáran og veðurfars eins og afi minn og amma í móðurætt.

Meðaltal heims

Sumarið á Íslandi er víst að meðaltali ekki nema 3 vikur (ef sumar er 10°C +). Nú þegar sumt fólk vonast eftir kornrækt og aðstæðum á við landnámstímann, en bið verður á því, þá grípur heimurinn til aðgerða af því að eyðimerkurhitinn hækkar kannski í Afríku. 

Út til Parísar

Nú verður æ erfiðara fyrir 101 miðbæjarfólkið að komast á milli menningarviðburða vegna snjóa. En það er þó rutt til Keflavíkur svo að þau geti flogið til Parísar og sammælst um að kæla heiminn.


mbl.is Árið til þessa það kaldasta á öldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun endurskoði samninga

Aluminum EoEarthEin meginástæðan fyrir rimmu RioTinto Alcan við starsfólk álversins getur verið breyting á raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem hún frátengdi álverð á markaði, sem hafði jafnan verið tengt. Sjálfbærni alls rekstrarins ætti að vera að leiðarljósi, þar sem forðast mætti svona ágreining og ríkið fær sinn sanngjarna hlut af starfseminni. 

Markaðsteng verð

Landsvirkjun ætti að endursemja við álfyrirtækin, með sanngjarna markaðstengingu í verðum sínum, burt frá einokunarstefnu vinstri áranna sem grefur undan samkeppnisfærni og sanngirni fyrir starfsemina í heild.


mbl.is Verkfallinu aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband