Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Kína-Ísland fríverslun eða ESB-umsókn

Kina Island fanar

Fríverslunarsamningar Íslands og Kína voru langt komnir þegar ESB- umsóknin frysti ferlið. En nú sér Kína vilja þjóðarinnar gegn ESB- umsókn og setur kraft í málið aftur, þannig að von sé til þess að Ísland verði fyrsta Evrópuríkið með fríverslunarsamning við Kína. Þó er ljóst að af þessu verður ekki fyrr en hætt er við ESB- umsóknina, enda gerir Kína ekki samninga í kross. 

Fjöldi gagnkvæmra tækifæra felast í slíkum fríverslunarsamningi Íslands við Kína. Nú þegar er loftferðasamningur og tvísköttunarsamningur í  gildi á milli landanna. Við eigum að taka þessum vilja Kína vel svo að nýtist báðum þjóðum.

Ólíkt inngöngu í ESB þá er þetta frí- verslunarsamningur. Hann felur t.d. ekki í sér frjálsa för fólks eða inngrip Íslands í innanríkismál Kína. Fólki sem ræðir um slíka samninga hættir oft til þess að vilja blanda þannig óskyldum málum inn í svona samningaferli, sem er ófært, því að annars myndu engar þjóðir standa í svona samningagerð.

En til þess að samningarnir gangi upp, er frumskilyrði að ESB- umsóknin verði dregin til baka nú þegar. 


mbl.is 20 manna sendinefnd frá Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláfjöllin orðin fín

Ljúft var að renna sér aftur í Bláfjöllum í gær sunnudag eins og sést á vídeó- tenglum hér. Með árskort í vasanum fullir bjartsýni svifum við Ríkarður Pálsson, Moggafrægi áttræði frændi minn, áfram í yndisfæri.

Nú vantar ekkert nema fólkið. Mætum og njótum þessara einstöku gæða. Pétur skíðakennari og Rikki hvetja ykkur áfram í vídeóinu.

Ath: Vídeóin eru í góðri upplausn, þungar skrár. Ekki opna í síma!: 

 https://picasaweb.google.com/107972936124078389294/RikkiPalsBlafjoll2012Video?authuser=0&authkey=Gv1sRgCMSyvOSe__KSJw&feat=directlink

 

 


mbl.is Jákvæðari gagnvart „snjóbyssu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband