Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Nauðsyn fjármögnuð með því að hætta við óþurftir

Malbik-peningarHeilbrigð skynsemi verður vonandi ofan á í borginni, eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins um að fjármagna götuviðgerðir með því að hætta við þrengingu Grensássvegar, þar sem 13000 bílar á dag eiga að fara að standa hálfkyrrir eða þrengja að annarri umferð.

Halda mætti síðan áfram og hætta við  Hofsvallagötu- breytingarnar, sem sannarlega eru að komast á annað stig með einhverjar 300 milljónir í sóun, þar sem lokareikningur þess fer þá eflaust yfir 400 milljónir, með öllu sem áður gekk á og var tekið af að hluta aftur.

Dagur B., Hjálmar & Co verða að fara að standa ábyrgir fyrir afglöpum sínum. Fáum allar reiðhjólatölurnar fram og hvað var gert við bílaumferðina, nú þegar metsala er í bílum og metmánuðir umferðar detta inn.


mbl.is Mikið tjón á gatnakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófagnaður í Skerjafjörð

Bent i hringÍbúar í Skerjafirði urðu varir við megna ólykt frá umhverfi dælustöðvarinnar síðustu tvær vikur, sem getur þá tengst spilliefnalosuninni í Kópavogi. Umræður um það áttu sér stað á Fésbókinni. En það vekur furðu að fyrri atvik, ss. í Grafarholti, hafi ekki orðið til þess að samræmd umhverfisvöktun eigi sér stöðugt stað hjá Orkuveitunni, með skynjurum og aðvörunum. Klóaki er dælt um alla borg á milli sveitarfélaga í hring og út á Faxaflóa, en virðist geta flætt yfir við dælustöðvar. Menn virðast benda hver á annan í hring og Orkuveitan lætur ekki vita af því þegar óhöpp virðast vera að eiga sér stað.

Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur er sýnilega mun meira umhugað um að loka flugvöllum, stífla umferð og láta okkur hjóla en að vakta umhverfið okkar og að lágmarka umhverfisslys.


mbl.is Alvarlegt umhverfisslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaddfreðinn laugardagur?

GaddfredinnLaugardagurNú verður dágott frost á Fróni samkvæmt spánni, t.d. -16°C í Bláfjöllum á laugardags- morgun (sjá kort). Vorveðrið í augnablikinu lætur mann ekki huga að því, en best að maður drífi sig út og hætti að blogga!


50% fleiri andvígir ESB- aðild heldur en fylgjandi

ESB roadSannarlega er afturköllun ESB- umsóknar tímabær, þar sem könnun Capacent Gallups sýnir að 50% fleiri Íslendingar eru andvígir ESB- aðild heldur en fylgjandi. Innan Reykjavíkur eru andstæðingar í naumum meirihluta en utan höfuðborgar- svæðisins eru þeir þrefalt fleiri en fylgjendur.

Þetta stuðningsleysi við ESB- aðild er það afgerandi að jafnvel sí- hikandi alþingismenn (sem vita aldrei í hvorn fótinn þeir eiga að stíga af ótta við starfsmissi) hljóta að taka tillit til þess og afturkalla umsóknina um leið og tillagan um það verður borin upp. 

En miðbæjarkjarni menntamanna mun fabúlera eins og Göbbels á sterum og afvegaleiða umræðuna svo að fjöldinn fái ekki vilja sínum framgengt. „Einn maður- eitt atkvæði“ hentar þeim ekki frekar en ESB- bræðrum þeirra. Verum viðbúin því og styðjum veiklundaða þingmenn til afstöðu með þjóð sinni.

Afturköllum ESB- umsóknina strax!


mbl.is Helmingur andvígur aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langflestir bílnotendur búa í úthverfum

AedarnarLatte- gengi borgarstjóra talar jafnan niður til „úthverfanna“ sem vill svo til að eru lang- fjölmennustu svæðin og þar er mesta bílaeignin. Því fjær frá 101 og 107, því almennari er bílanotkun. Um helmingur íbúa Reykjavíkur býr í þessum þremur stærstu hverfum, yfir 80% ferðanna er á bíl og algeng bílaeign er tveir bílar á íbúð/ fjölskyldu. Hver talar máli þessa fólks í borgarstjórn í dag? Allavega ekki Dagur borgarstjóri og Hjálmar formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Þeir láta líka eins og Kópavogur, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes séu varla til, í stað þess að hugsa um hag Stór- Reykjavíkursvæðisins í heild sinni í sem flestum málum.

 

Mynda þarf mótvægi við stefnu núverandi borgar- meirihluta, sem stífla vill streymið í æðakerfi borgarinnar.

 


mbl.is Úthverfafólk vantar málsvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótelum fjölgað, bílastæðum fækkað og 100% hækkun!

EngirBilarFyrirsögn mbl.is er fáránlega í mótsögn við efni fréttarinnar, sem er allt að 100% hækkun á verði bílastæða í Reykjavík. Þar bætist við fjölgun hótela og íbúða með alltof fá stæði, ásamt beinni fækkun bílastæða en hraðri fjölgun bíla. Þessi viljandi skipbrots- stefna í umferðarmálum hjá mistækum núverandi borgaryfirvöldum skapar svo fyrirsjáanleg vandræði að furðulegt er að þeir þrír fjórðu hlutar alls almennings, sem ferðast um á bílum, skuli í reynd sættast á það að miðbærinn verði utan seilingar fyrir þau og að hótelgestir á bílaleigubílum verði í stöðugum standandi vandræðum þegar fram líða stundir.

Flestir mega eiga sig

Allt er þetta ákveðið í trássi við vilja fjöldans, enda t.d. aðeins um 4% fólks sem ferðast á reiðhjólum að jafnaði allt árið og 8% með rándýrum niðurgreiddum strætó þegar best lætur. En þetta lætur fólk yfir sig ganga, líklega af því að borgarstjórinn hefur svo mjúkan talanda og viðmót. Maður leggur þó ekki bílnum með því.


mbl.is Ódýrara að leggja í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða ESB stendur Evran fyrir?

ESB visionESB- sinnar og Evru- sinnar ættu að vera ólíkir hópar, þar sem Evrusvæðið fjarlægist restina af ESB æ meir. Núna eru líka þjóðir innan Evrusvæðisins í hver sinni gerólíku stöðu. T.d. er

skuldatryggingaálag 

Grikklands 110- falt Þýskalands, á meðan Frakkland er með þrefalt og Ítalía sjöfalt þýska álagið. Evrópusambandið er ekki samheiti á neinu lengur, nema sundurleysis.

Lægri vextir?

Samkvæmt ESB- sinnum ættu vextir Íslendinga að lækka við inngöngu í ESB. Vandséð er hvernig það gæti gerst, þegar hver þjóð innan Evrulandanna fær sína ávöxtunarkröfu á skuldabréfin sín, sem endurspeglar ástand þeirrar þjóðar og tiltrú á kerfi hennar. Evrusinnar kjósa að hundsa þessar upplýsingar, þegar ljóst er að við fengjum ekki þýska vexti eða einusinni franska.

Gjaldmiðlar standa sig

ESB- lönd utan Evrusvæðisins ætla sannarlega ekki að fórna sínum gjaldmiðlum, þótt þau séu í ESB. Sænska krónan og Breska pundið eru komin til að vera, einnig danska krónan sem verður líkast til að slíta ESB- naflastrenginn fljótlega því að fjárfestar veðja á hana endalaust þar til hún losar tenginguna eins og Sviss gerði í janúar.

Afturköllun óumflýjanleg

Aðild Íslands að ESB og upptaka Evru er orðin svo óraunveruleg hugmynd að hörðustu ESB- sinnar verða að hafa sig allan við að líta undan þegar staðreyndirnar blasa við. Því er óskiljanlegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé ekki búinn að taka af Jóhönnu- skarið og afturkalla ESB- umsóknina.

 


mbl.is Færri fyrirtæki vilja taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg óheppni vegfarenda

FlugvaengurRugbraudEf myndband af flugslysinu hörmulega í Taívan er skoðað, sést með hve miklum ólíkindum flugvélarvængurinn heggur í topp VW-sendibílsins (rúgbrauðsins) sem þar var á ferð. Ef hverfandi líkur eru til, þá eru það þessar: stór flugvél hrapar þvert á akstursstefnu bifreiðar og eini bíllinn á ferð á þessu bili fær einmitt vænginn í toppinn á sekúndubrotinu sem leiðirnar skarast.

Mér er ókunnugt um örlög farþega í bílnum en við skulum vona að þau hafi sloppið jafn ólíklega og þau lentu í árekstrinum. Uppfært: leigubílstjórinn fékk heilahristing en er í stöðugu ástandi.


mbl.is 22 látnir og 21 saknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband