Bloggfærslur mánaðarins, desember 2021

Hverjir nota Strætó?

MMRFlokkur-bill-ganga-straetoMMR kannaði ferðavenjur fólks á höfuðborgarsvæðinu í maí sl. Þar sést að Samfykingarfólk sker sig út að mjög mörgu leyti. T.d. notar 67% þess aðallega bíl, gangandi 19%, en með 7% með Strætó. En Strætóferðir Sjálfstæðisfólks, Vinstri-grænna, Pírata og Viðreisnarfólks standa allar í 4% hópsins með Strætó sem aðal- ferðamáta. Bílnotkun þess hóps er 83%, 73%, 72% og 78% í sömu röð, þótt halda mætti annað á málflutningi vinstri flokkanna gegn bílnotkun og bílastæðum.

Flokkur fólksins er þannig að 29% notar aðallega Strætó en Sósíalistar 12%. Enginn Miðflokksmaður notar Strætó sem aðal- ferðamáta í maí en 100% þeirra eru á bíl.

Eltast við 4% hópinn

Í ljósi alls þessa er eltingaleikurinn hjá Sjálfstæðisflokki og öðrum við yfirlýst ferðamynstur Samfylkingar, Strætó, hlálegur þar sem ljóst er að 4% hópsins er fasti sem hefur verið eins á hverju ári sem milljörðum króna er mokað í að auka við hann. Hvað þá Borgarlína, Strætó á sterum, sem mun engu breyta með allri sinni tugþúsunda milljóna króna sóun.


mbl.is Ákvörðun Eyþórs kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fulltrúi Sjálfstæðisfólks

XD-samstadaBrotthvarf Eyþórs Arnalds af borgarstjórnarsviðinu kallar á verulega sjálfsskoðun hjá Sjálfstæðisfólki, þar sem Eyþór hefur verið oddviti hins almenna kjósanda, sem stendur t.d. gegn Borgarlínu, upplausn Reykjavíkurflugvallar og hruni skipulagsmála almennt í borginni.

Leiðtogi og uppstilling

Það var trú manna fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að leiðtogakjör frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins dygði til þess að sameina hópinn í skýrri andstöðu við vinstri meirihlutann, sem valdið hefur óskunda í 15 ár, frá því að Dagur B. Eggertsson tók í raun við valdataumunum í Reykjavíkurborg. En vonirnar urðu að engu, þar sem sú uppstillingarsamsuða sem boðið var upp á að öðru leyti í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins setti næst forystunni fólk sem studdi Borgarlínuna og annað bílahatur vinstri borgarstjórnar- meirihlutans. 

Prófkjör!

Nú sækist það sama fólk eftir forystu í stað Eyþórs. Ef einhver von á að vera til þess að brjóta niðurbrotsstefnu vinstri meirihlutans á bak aftur í kosningunum næsta vor, þá verður að fara fram fullt prófkjör frambjóðenda í Sjálfstæðisflokknum, svo að kjósendur geti gefið hverjum og einum það fylgi sem honum eða henni ber og endurspeglar vonandi þarfir og langanir þorra flokksmanna, ekki fámennrar nefndaklíku flokksins.


mbl.is Eyþór Arnalds gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosið í borginni

Skilti-akreinEndarKosið verður um Borgarlínu næsta vor. Hægt er að pakka því inn í fallegar umbúðir, frasa um frelsi og hvaðeina, en undan því verður ekki komist, að greiða atkvæði um það, hvort ofvaxið strætókerfi verði látið stöðva umferðarflæði í borginni eður ei.

Hvor sigrar?

Nú reynir enn einu sinni á það, hvor sigri, meginrödd heildarinnar í hverjum stjórnmálaflokki fyrir sig, eða vel smurð kosningamaskína tiltölulega fámenns félagsskapar, sem nær að hunsa að mestu stefnu landsfundar flokksins í mikilvægum málum og skýran vilja flokksmanna. Skoðanakannanir sýna einbeittan  vilja fólksins, en tunguliprir frambjóðendur sneiða hjá honum og gefa eftir, þar til saltfiskurinn er algjörlega útvatnaður. Bætast þá enn ein fjögur ár við ófremdarástand, sem ómæld undangjöfin hefur skapað.

Fjögur prósentin?

Ríkjandi stefna í borginni gætir hags um fjögur prósent heildarinnar, í stað þeirra áttatíu prósenta sem ráða ættu ferðinni. Þörf er á þögulli byltingu hugans, sem neitar að taka þátt í þessu ójafnræði, þar sem kosnir frambjóðendur eru ekki raunverulegir fulltrúar fólksins sem heild.

 

Virðum og verum

vaxin til vandans

Strætó á sterum

stefnir til fjandans


mbl.is Eyþór vill skýrt umboð í prófkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarlínukonur styðja hver aðra

GledibodskapurManni fallast hendur við það að sjá yfirlýstar stuðningskonur Borgarlínu sækjast eftir yfirstjórn borgarinnar í nafni Sjálfstæðisflokksins, í hróplegu ósamræmi við vilja þorra kjósenda hans. Þær vilja halda áfram hörmungarferð liðinna ára, þar sem skipulagsslys og samgöngutregða voru samþykkt og rándýri eltingaleikurinn við 4% fólksins heldur áfram í margfeldi sínu.

Gefum Katrínu Atladóttur orðið: "Góðar al­mennings­sam­göngur þurfa að vera á­reiðan­legar, tíðar, hrað­virkar, að­gengi­legar og þægi­legar. Borgar­línan hefur þetta allt saman." 

Borgarstjóri Borgarlínu?

Hildur Björnsdóttir sækist núna eftir 1. sæti XD listans. Sem borgarstjóri myndi þessi stuðningskona Borgarlínu ekki bæta samgöngur í Reykjavík, allra síst fyrir flokksmenn sína á nýju nýorkubílunum sínum. 

Frasar á fullu

Hvað er það sem veldur að sumar konur í forystu Sjálfstæðisflokksins í borginni halda áfram að eltast við það sem þær virðast halda að sé til vinsælda, hversu út úr kú sem það er, eins og Borgarlína og 15 mínútna hverfi? Frasarnir eru farnir að vella upp úr þeim núna, alveg eins og Dagur B. Eggertsson hafi laumað óska- jólalistanum inn á borð þeirra. Samfylkingin hlýtur að hafa skálað í kampavíni eftir framboðsræður Hildar Björnsdóttir í sjónvarpinu í gærkveldi og einlægan stuðning Katrínar Atladóttur við Hildi.

Varúð

Ég er hræddur um að Sjálfstæðisfólk verði að gyrða sig í brók fyrir vorið, svo að það minni ekki örlítið á önnur fræg vor, hið arabíska eða í Prag. Margir vegfarendur í Reykjavíkurborg eru þungt hugsi vegna kúgunaráætlana meirihlutans í samgöngumálum borgarinnar. Leyfum skynseminni að ráða, ekki stuðningfólki Borgarlínu og 15 mínútna bílastæðalausra hverfa.

 


mbl.is Lýsir yfir stuðningi við Hildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband