Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

Vinstra lýðræði: þegar það hentar

Umferd fra vinstri skiltiAtgangur vinstri aflanna á þingi gegn lýðræðinu sem kaus þau og þeirra verk í burtu, er slíkur að fyrri kúgunarverk Svandísar Svavarsdóttur & Co blikna í samanburði við þessar nýrri útgáfur gegn eðlilegum framgangi mála í Rammaáætlun.

Allar leiðir notaðar

 

Áður var allt til reiðu í Neðri- Þjórsá, en ráðherrann Svandís afgreiddi ekki málið árum saman og braut gegn almenningi. Nú er allt tínt til, þinginu drekkt í orðræðu og náttúruverndarsamtök kölluð til, sem láta eins og aðgerðir Steingríms J. og Jóhönnu hafi verið í sátt við þjóðina, þegar þær voru í raun hrossakaup vegna ESB, eins og Össur Skarphéðinsson staðfestir í bók sinni.

Höldum áfram

Vinstri öflin sem tala gjarnan í nafni þjóðar og lýðræðis ná sínu afturhaldsöfgum fram með valdi, gegn lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Stöndum með stjórnarþingmönnum í því að koma Rammaáætlun áfram svo að afturhaldið sigri ekki þjóðina.


mbl.is „Eftir-á-tilbúningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki við okkur að sakast

Ungar FanneyBKHanna Birna telur okkur öll eiga sök á ástandinu á þingi, þegar raunin er sú að samræðu- pólitíkin sem hún aðhyllist hleypir að ýmsum refum í sauðargæru, sem nota sér þessi tækifæri til að æða um í hænsnabúrinu. Píratarnir vinsælu þóttust ætla að breyta öllu til betri vegar, en þá sjaldan að þau mæta, þá er tuðað út í eitt í lönguvitleysu.

Vinstri vængurinn heilagi og faglegi notfærir sér svona mýkt og samstarfsvilja á ýmsan hátt, en versta dæmið er samningurinn um Reykjavíkurflugvöll, þar sem Hanna Birna hleypti refunum inn í búrið með undirskrift sinni, illu heilli. 

Þetta Biedermann/Chamberlain- heilkenni er til trafala við það að ljúka þörfum málum eins og Rammaáætlun, sem áður var gerð undir raunverulegri stjórn vinstri öfgahópa og þurfti lagfæringar við.

Ef fólk er kosið til þess að framkvæma, þá á það að gera svo fljótt og vel, enda í umboði meirihluta kjósenda. Umræðu- samræðupólitíkin skilar engu.


mbl.is Hanna Birna: „Er hálf miður mín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkföll valda jafnan tjóni

SvinTjón af völdum verkfalla er oft mest hjá þeim sem tengjast ekki baráttunni og geta engin áhrif haft á niðurstöðuna. Birgðasöfnun hjá kjúklinga- og svínabændum er gott dæmi, en kjötið er þeim verðlaust fljótlega eftir frystingu og geymslu, hvað þá í frystigámum. Hvernig haldið þið að mórallinn verði á milli bænda og dýralækna eftir að þar hefur verið "samið"? Bóndinn sem þarf að skipuleggja svínarækt sína mörg ár fram í tímann er settur á knén til þess að þrýsta á ríkið um launahækkun fyrir dýralækninn.

Kjötmarkaðinn riðlast í þó nokkurn tíma eftir verkfallið, þar sem koma verður út verðlitlu kjöti eða helst að farga því. Það kippir undan stoðum eðlilegs rekstrar og kröfur á ríkið aukast.

Nær væri að þeir sem starfa hjá ríkinu sættist á það við ráðningu að úrskurður um launadeilur verði hjá ákveðnum gerðadómi. Verkföll hæfa ekki nútímasamfélagi.


mbl.is 500 tonn af kjúklingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga um myrkvuð kvöld

Dali-klukkurTímasóun þingsins þessa dagana felst m.a. í tillögu um að myrkva kvöldin og eftir- miðdagana. Bjartari morgnar er markaðssetning iðn-byltingarinnar á þessari ömurlegu tillögu sem fækkar gleðistundum íslenskra fjölskyldna. Hvort skyldu þær vera fleiri í fjörinu við kókópöffsið á morgnana eða í leik eftirmiðdagsins? Barnið er örugglega hamingjusamara í fótbolta fram á vorkvöldið heldur en aðeins meiri birtu á leiðinni í flúorljós skólans.

Vinsamlegast biðjið þingmenn um að hætta þessum hringlanda, sem lauk með sæmd árið 1968, þegar okkur bar líka gæfa til þess að færa umferðina yfir á hægri hlið. Verður allt að vera óstöðugt á Íslandi?


mbl.is Óvíst um afdrif klukkutillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tugir milljóna króna í Islam- trúboð erlendis

Einhvern hlýtur að verða að draga hér til ábyrgðar fyrir tugmilljóna króna sóun Íslands í trúboð Islam á Ítalíu í nafni listar. Eru engin takmörk fyrir vitleysunni? Við borgum fyrir mosku í kirkju, en hvað yrði sagt ef við byggðum kirkju í aflagðri mosku, allt í nafni listar?

Við vitum hvert stefnir, því að forseti Tvíæringsins heitir Baratta!


mbl.is Munnlegt leyfi fyrir moskunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breska íhaldið er seigt þegar á reynir

UKtalning93prosentNiðurstöður bresku þingkosninganna skýrast ört, núna nálgast Cameron helming þeirra þingsæta sem hafa verið talin, sjá töflu hér. Myndin sýnir hvernig Skotland er nær hreint SNP og saman við Verkamannaflokkinn myndi það ekki nægja til þess að skáka Íhaldsflokknum. 

Athygli vekur hvernig dreifingin er yfir landið. Sósíalisminn er mestur í menntaða miðbænum eins og í Reykjavík og síðan í norðurhéruðum og Wales. Íhaldið eru gárurnar út frá London.

Hér er talningin lifandi.

UK2015elecMap1Pundið hresstist verulega við fréttirnar og Bretar forðast vandræðin.

 


mbl.is Framtíð Milibands og Cleggs óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarbúar ekki Hjálmlausir

HjalmurWiggistyleÍbúar Reykjavíkur eiga ekki þann valkost að vera Hjálmlausir einn einasta Dag. Fyrir vikið sitjum við uppi með skipulagsdrauma miðbæjargengis sem henta ekki þorra borgarbúa eða ferðalanga almennt.

En að orðaleikjum slepptum þá er undarlegt að hvetja óbeint til meiri höfuðskaða, með aukinni reiðhjólanotkun án hjálms á höfði.


mbl.is Hjálmar hjálmlaus á hjólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband