Eitt Ísland á ári

Opin landamaeri GettyLandamæri Íslands og annarra Schengen- ríkja hafa verið galopin glæpaliði heimsins í óratíma. Núna streyma um 380.000 manns ólöglega inn á svæðið á hverju ári og fylgst er með því m.a. úr flugvél Landhelgis- gæslunnar yfir Miðjarðarhafi.

Galopin landamæri

Mikið er gert úr því hvað Schengen sé mikilvægt fyrir Ísland, eins og það að fá feikimiklar upplýsingar frá Europol um ferðalangana, enda fannst einn ISIS- liði á Íslandi vegna þessa! En sú stofnun veit ekkert frekar en aðrar hverjir eru á leið til Íslands, sbr. tölurnar að ofan. Farþegalistarnir fást ekki einu sinni afhentir frá öllum flugfélögum. Eðlilega velur misyndisfólk sér eftirlitslausustu leiðina hingað. Niðurstaðan er m.a. sú að 75% gæsluvarðhaldsfanga eru af erlendu bergi brotnir. 

Schengen pólitík

ESB- sinnum Íslands hefur gengið vel að leiða þjóðina inn í ginnungargap Evrópusambandsins eftir að skipt var um gír úr áherslu á umsókn yfir í það að gera EES- aðildina að jafngildi aðildar, með aðaláherslu á samþykkt allrar endaleysu sem látlaust streymir frá Brussel.  Schengen- aðild fæst hvorki endurskoðuð né hætt, enda sterkustu stuðningsmennirnir jafnvel innan Sjálfstæðisflokksins. Aðalstuðningurinn er þó auðvitað  hjá Samfylkingunni, sem er nú langvinsælasti flokkurinn. Því er algjörlega öruggt að landamærin og þau mál sem að þeim snúa halda áfram í því ófremdarástandi sem verið hefur sl. 15 ár.

Nema að Miðflokkurinn fá dúndurkosningu?


mbl.is Afhenda ekki flugfarþegalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband