Bloggfærslur mánaðarins, mars 2022

XD= 80% gegn Borgarlínu

BorgarlinaFrettabladid2022Ný skoðanakönnun Prósents um Borgarlínu og þéttingu byggðar í Reykjavík sýnir hvellskýra andstöðu kjósenda Sjálfstæðisflokks (XD) og Miðflokks við hvort tveggja. Af þeim sem tóku afstöðu, þá eru 80% af XD andvíg Borgarlínu og 73% gegn þéttingu byggðar. Miðflokkurinn er ennþá meira afgerandi þarna megin.

Kjósendur Samfylkingar eru hins vegar nær algerlega fylgjandi hvoru tveggja, af þeim sem afstöðu tóku, 98% Borgarlínu og 91% þéttingu byggðar. Vinstri græn eru líka þeim megin, 92% fylgjandi Borgarlínu og 72% með þéttingu byggðar.

Ekkert er að marka orð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu klofnir í þessum málum, sbr. tölurnar hér að ofan. Ný forysta flokksins hlýtur að fylgja afgerandi vilja sinna kjósenda, þegar ljóst er að skoðanir þeirra standa beint gegn ríkjandi meirihluta og flokkurinn þurfi að komast í aðstöðu til þess að breyta ríkjandi stefnu meirihlutans í borginni.

Eftirgjöf hér þýðir uppgjöf, eins og amk. síðasta áratug.


Göturnar leiða til bílastæða

Rafmagnsbilar i hledsluÉg fæ ekki skilið hvernig Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnar- kosningunum framundan, fékk sig til þess að styðja tillögu meirihlutans í borginni nýverið um 3000 bílastæða fækkun í miðborginni. Þetta gerðist í blóra við vilja flokksins og er skýr stuðningur við óheillastefnuna við lýði í borginni, að úthýsa bílum, sama þótt þeir séu rafmagnsbílar eður ei. Sú gerð er raunar plássfrekari en aðrir, þannig að auka ætti við pláss undir bílastæði ef eitthvað er, ekki að taka þau burt.

Gegn skipulagi Dags

En hver er sinnar gæfu smiður. Það og fagurlega orðaður stuðningur við Borgarlínu og 15 mínútna bílastæðalaus hverfi er klárlega ekki sú stefna sem oddviti Sjálfstæðisflokksins þarf að fylgja til þess að við eigum möguleika að brjóta áralanga villistefnu Dags & Co. í skipulagsmálum á bak aftur. Ég gleðst yfir því að mótframbjóðandinn um oddvitasætið, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er með þetta á hreinu í Viðskiptablaðinu: 

"Það þarf að nálgast samgöngumálin kreddulaust og innleiða snjöll umferðaljós sem munu bæta umferðarflæði allra óháð samgöngumáta og láta af fækkun bílastæða."

Það vill nefnilega svo til að göturnar leiða að bílastæðum, sem verða að vera fyrir hendi svo að umferðin stíflist ekki. Núverandi meirihluti vill ekki að umferðin sé til, en tími er til kominn að 80% ferðalanganna láti í sér heyra. Tækifærið er núna.


Framlengja misheppnað 10 ára tilraunaverkefni?

StraetoKradakEitt mesta sóunarklúður síðasta áratugar rann sitt skeið núna með nákvæmlega engum árangri, eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Tíu milljörðum króna var kastað á glæ, samt tapaði strætó ár eftir ár og sama hlutfall strætóferða árs af heildinni er meitlað í stein, 4 prósent.

Ekkert lært

Hvað lærðu ráðamenn í borginni svo af þessari rándýru og bitru reynslu? Ekkert og ræða svo núna um að framlengja fáránleikann um tólf ár! Þetta bætist við 100 milljarða króna moksturinn framundan í Borgarlínu, sömu 4% og hér að ofan. Þvílík misnotkun á umboði til athafna. Enginn vandi er að finna ódýrar lausnir á ferðaþörf fjögur prósentanna fyrir brotabrot af þessum fjáraustri. 

Bætum umferðarflæði og skrúfum fyrir skuldaaukningu borgarinnar. Við verðum öll ánægðari fyrir vikið.


mbl.is Tíu ára áætlunin til endurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband