Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!

Eftirspurn í erlendan gjaldeyri er margföld á við krónueftirpurn. buysell_portland_tribune.pngÞví er óráð að festa lágt verð, mun lægra en markaðsverð, á erlenda gjaldeyrinum, sem gerir hann ofurvinsælan. Svartamarkaðsbrask verður þannig borðliggjandi og seljendur gjaldeyris (kaupendur krónu)sjá sig tilneydda að selja hann erlendis á 30-40% yfirgengi, en kaupa gjaldeyrinn (t.d. í hráefniskaupum á súráli) af ríkinu á niðurgreiddum spottprís. Niðurstaðan er þá flótti enn fleiri tuga milljarða króna úr tómum sjóðum okkar. Þessi lága fastgengistilraun var reynd sl. haust, en hún kostaði okkur handlegg og fótlegg á tveimur dögum og var út í hött.

Enn á ég eftir að hitta þann hagfræðing (fyrir utan háskólakennara) sem telur að hægt sé að ákveða miklu sterkara gengi á krónuna en grundvallarhagstærðir benda til og að geta haldið þeim þrýstingi á gufukatlinum til lengdar án þess að allt springi í loft upp. Sjáið gengislínuritið hér til hliðar (sýnir 190-230). Þetta er stýrða gengi stjórnarinnar með 21% hækkun GVT á 74 dögum. Gengisvísitala upp á 160-170 er fyrir neðan þessar stærðir. Heldur fólk að stjórnin vilji hafa þetta svona? Nei, en hún fær ekki við þetta ráðið.gengi_gvt_2009_1303_2605.png

Aðgerðirnar sem þörf er á eru sem fyrr: Sýna heildar- bankaskuldirnar, sættast við að þær verði aldrei greiddar, setja gömlu og nýju bankana í almenn gjaldþrotaskipti, setja lága stýrivexti, snarfella gengið, finna markaðsverð krónunnar og festa gengið þar. En aðalatriðið er að neita að greiða skuldir bankanna. Annars komumst við aldrei spönn frá rassi.


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag

Íslenskir lífeyrissjóðir eru ekki einir um það að stefna í glötun. Félagi minn hefur reynsluna af því: Skandia fékk 14.000 Sterlingspund frá honum fyrir nákvæmlega 10 árum, sem kostuðu um tvær cartoonstock_lost_and_found.pngmilljónir króna þá. Féð fór í Evru- sjóð, sem féll nokkuð með Evrunni í upphafi hennar. Þaðan stýrði Skandia fénu í Sterlingspundasjóð, sem féll þegar Evran reis, svo að sjóðurinn helmingaðist. Um sama leyti yfirgáfu forstjórarnir Skandia með milljarð í starfslokasamning.

Þetta var löngu fyrir 2008 kreppuna. Síðan kom hún og þá lækkaði virði sjóðsins verulega allt til útgreiðslu sem er núna í maí árið 2009. Niðurstaðan er um GBP 3.800, sem eru rúm 27% af upphaflega GBP virðinu. Krónurnar sem fást verða líklega um 700.000 kr. eftir árin tíu.

Skandia á að heita ein af stærstu og traustustu fjárfestingaleiðum í heimi.  En það dugir ekki til þess að sjóðurinn gæti nægilega fjárhagslegs öryggis þeirra sem til hans leita. Uppgíraðar fjárfestingaleiðir og yfirvogun hafa gengið að mörgum sjóðnum dauðum undanfarið. Íslendingar horfast í augu við það eins og aðrir að það er engu að treysta í þessum efnum, hvorki hérlendis né erlendis.  Því taka margir (amk. erlendis) þann kost að fá eins mikið og hægt er af lífeyrissjóði sínum greiddan út strax og kaupa sér eitthvað öruggt eins og gullpeninga. Það myndi ég gera ef kostur væri á því hér.


mbl.is Undrast dráttarvexti á eigin lífeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri stjórn er eins varanleg og ...

Vinstri stjórn er eins varanleg og...

-ísinn á Tjörninni

-banki árið 2008

-viðgerð með límbandi

-sterk króna

-bindindi Íslendings

-loftslagskvótakerfi

-dægurfluga

-lág verðbólga

-10% fjármagnstekjuskattur

-fiskistofn í lögsögu ESB


... eitthvað fleira?


mbl.is Skattar svipaðir og 2005-2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtum okkur vindaspána

Það er eins gott að fólkið drífi sig niður af Hvannadalshnúki í þetta sinn, því að vindaspáin (sjá hér) sýnir rok þar á hádegi á sunnudaginn 10.maí. Fjallaskíði koma sér þá vel. rok_a_hnukinn.pngVeðurþáttaspáin virkar oft til þess að sýna áhrif á einstökum fjöllum. Kíkið alltaf á hana rétt áður en stefnt er á fjallið, t.d. þegar leið er valin á Eyjafjallajökul eftir veðri.

 


mbl.is Um 100 manns á Hnúkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stýrivextir aukast í 13- földun ECB

Allar líkur eru á 1% stýrivöxtum á Evrusvæðinu í dag. Þar með er Ísland „aðeins“ með 13- falda isl_vs_ecb_x13.pngstýrivexti á við Evrulönd, sem ætti að nægja IMF vel til þess að ávaxta sína dollara á kostnað þrælslundaðra Íslendinga. Vinstri IMF „stjórnin“ heldur gömlu vaxtamunarbrögðunum áfram á fullu, að tæla hvikult fé hingað sem étur upp græðlinginn.  Það er nú öll dirfskan. Hver heldur að ESB/Evru- aðild gangi með 13- földum stýrivaxtamun, sem jókst í það í dag? Látið ykkur dreyma.

 

Ef stýrivextir hér væru lækkaðir af viti, niður í örfá prósentustig eins og Jóhanna segist telja að takist, þá yrði allt vitlaust hjá eigendum IMF, aðallega amerískum bönkum sem eru nálægt því á hausnum en sáu þetta gullna tækifæri til þess að mjólka landann þurran en koma samt út sem bjargvættir og hafa stuðning ESB til hverra þeirra óhæfuverka sem til þarf að láta íslenska skattgreiðendur verða ábyrga fyrir stærstu greiðsluföllum banka í Evrópu árið 2008, 74% af heildarupphæð 10 stærstu greiðslufallanna skv. Moody‘s.

 

Hætta þarf strax þessu sjónarspili varðandi skuldir og eignir bankanna. Steingrímur J. sem telst Jónas frá Hriflu endurborinn, ætti að lýsa bankana gjaldþrota og setja eignir og skuldir þeirra til gjaldþrotaskipta. Síðan má ræða til hvaða aðgerða er gripið til aðstoðar hverjum, ekki í gegn um sjúkleg skuldabatteríin eins og þau væru okkar eigin. Vonlaust er að semja við skuldareigendur á meðan þeir sjá og heyra að ríkið telur sig ábyrgt fyrir bönkunum.

 

Það þýðir ekkert að tala um sparnað, heimilin, fyrirtækin eða neitt af viti fyrr en tekið er á skuldum bankanna af hörku. Einungis ber að ræða það, ekki ESB- aðild eða nokkra aðra draumóra. Stýrivextirnir fara ekki niður af viti í bráð. „Stjórn“ augnabliksins ræður því ekki, heldur IMF- maðurinn sem hún réð til starfans.


mbl.is Stýrivextir lækka í 13%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband