Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar

I thvottavelinniÞví miður er fall Glitnis enn einn þátturinn í fyrirsjáanlegu ferli sem vinnur sig í gegn um allt kerfið. Maður tekur ekki þvottinn úr vélinni í miðju prógrammi, illa þveginn, sápugan og blautan. Það á enn eftir að þvo, síðan skola og loks vinda á háum snúningi. Síðan er þvotturinn hengdur til þerris.

Ég hef reynt að lýsa þessu ferli síðan í mars í fyrra (sbr. greinar hér til hliðar). Helstu þættir sem eru rétt byrjaðir eða á algjörlega eftir að taka á eru lækkun stýrivaxta og óhjákvæmilegt verðfall fasteigna, sem lækkar eigið fé fjármálastofnana verulega. Við lækkun stýrivaxta hverfa síðustu krónubréfin og vaxtamunarsamningarnir, sem veldur nokkru gengisfalli í viðbót. Niðurfærslur á virði fasteigna koma ekki fyrr en í ársuppgjörum í janúar- febrúar 2009 og kýla þann markað áfram niður.

Ýmsir krefjast aðgerða Seðlabanka vegna gengisfellinga, en það er á misskilningi byggt. Inngrip Seðlabanka í gengi krónunnar yrði hrein sóun á frekari milljörðum okkar á nokkrum klukkutímum. Inngrip láta okkur (þ.e. Seðlabankann) kaupa krónur og selja meira af gjaldeyri, sem gerir gjaldeyri ódýran fyrir bankana, en gengið fellur síðan fljótt aftur vegna mikillar eftirspurnar eftir gjaldeyri. Þar með er krónunum okkar sóað. Inngrip er sóun, það er alþekkt staðreynd og því hefur Davíð og Co. ekki stundað slíkt, ólíkt ýmsum forverum hans sem trúðu á handaflið gegn vísundahjörðinni.

Auðvitað munu ráðamenn segja stöðugleika náð og bankamenn segja að bankinn sé traustur þar til hann fellur. Annars er óstöðugleiki og bankinn fellur örugglega! Ég ítreka enn margtuggnar athugasemdir mínar um það að fólk eigi að borga skuldir og eiga gjaldeyri inn á reikningi eða í bankahólfi til þess að fá sálarfrið. Það sannaðist í gær að sjóðir eru ekki aðgengilegir í krísu og geta jafnvel þurrkast út í milljörðum eins og gerðist í  Bandaríkjunum nýlega. Kannski eru ágætis kauptækifæri í gjaldeyri á fyrstu októberdögunum, enda tilheyra þeir næsta fjórðungi.

Við verðum bara að temja okkur aftur gamla verðbólguhugsanaháttinn að gera ráð fyrir hratt fallandi krónu og hærri verðbólgu áfram, þannig kemst hver og einn sæmilega af.


mbl.is Moody's lækkar einkunn Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþægilegur sannleikur

Óþægilegur sannleikur ýmiss konar sýnir okkur hve dýrt það reynist þegar ráðamenn í stjórnmálumRéttlæti vilja ekki sveigja sig eftir honum heldur halda sig við fyrirframgefnar kreddur . Hér eru nokkur dæmi um slíkt í umhverfismálum:

Trjárækt á Íslandi kælir ekki jörðina, heldur hitar hún hana. Norðan 50°. breiddargráðu hitar trjárækt jörðina frekar en hitt og CO2 losun er af aðgerðinni (sjá t.d. Lesbók Mbl. í gær).

Langstærsti hluti losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum af mannavöldum á sér stað í ríkjum sem eru harðákveðin í því að einbeita sér að orkuöryggi og hagvexti hjá sínum þegnum á næstu árum heldur en að gangast undir sveiflukennd reiknilíkön vestrænna umhverfissinna um 20-50 ár. Fundir 10.000 manns í Kaupmannahöfn eða á Balí breyta engu um þessa staðreynd.

Maðurinn breytir ekki veðri heimsins að sínu skapi, hvað þá að milljarður manna breyti veðrinu „rétt“ fyrir hinum 5,7 milljörðunum.

Maðurinn getur ekki haft áhrif á hæð sjávarmáls næstu 200-1000 ár. IPCC (SÞ- hópurinn) fullyrti það vegna færibandsins mikla um heiminn.

Efnahagskreppan lætur fólk um heiminn forgangsraða hjá sér: hvort á að svelta núna og kæla hugsanlega jörðina um 2°C næstu 20-50 ár eða að eiga í matinn?

Ræktun matvæla til orkunotkunar hækkar verð á matvælum fyrir fátækasta fólk heims og veldur beinlínis hungri. Jafnvel Evrópusambandið staðfesti þetta þó.

SannleikurinnAðgerðir Íslands eða Íslendinga geta ekki á nokkurn tölfræðilegan hátt skipt máli varðandi kælingu loftslags í heiminum. Enginn alvöru vísindamaður getur haldi síku fram af viti. En ef svo ólíklega vildi til, þá væri niðurstaðan brotabrot úr Celcíus gráðu, sem væri hvort eð er ekki marktæk.

Peningaustur Íslands til málaflokksins um losun gróðurhúsalofttegunda eykst stöðugt og er talinn í millljörðum króna. Hætta ber honum, fyrst hann skilar engu.


mbl.is Geir bauð Ban Ki-moon til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar

Bankar og braskarar eru samir við sig í lok hvers ársfjórðungs. Sjáið á línuritunum hvar 25.- 26. dagur síðasta mánaðar hvers ársfjórðungs á árinu er notaður í það að ná inn gjaldeyrishagnaði fjórðungsins, en síðustu dagarnir eru annað hvort smástyrking til málamynda eða tæknilegir þættir.GBP ISK mars 2008

Það er augljóst að þetta er ekki tilviljun. Ársfjórðungsuppgjörin ráða og krónan er mjólkuð til þess.

GBP ISK juni 2008

GBP ISK sept 2008


mbl.is Krónan veikist um 2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir bankar?

„Íslensku“ bankarnir verða æ „íslenskari“, nú með kaupum hans hátignar Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani á einum stærsta hlut í Kaupþingi (eða Kaupthing Bank). Þá ráða þeir stórgripaveiðifélagarnir í Afríku, Ólafur Ólafsson og Sjeik Mohammed miklu um stefnu stærsta banka sem hefur enn aðalstöðvar á Íslandi, þ.e. á meðan stýrivextir hér haldast ofurháir. Hætt er við því að sjáist í iljar „langtímafjárfestanna“ ef Davíð rifjaði upp fornan myndugleika og lækkaði stýrivexti í 10% og vaxtamunarverslun yrði neikvæð. Annað sem gæti snúið Sjeik Mohammed frá okkur er það ef gengi Kaupthingsins ryki upp í 800 eða 900 fljótlega og hann fengi milljarðafjöld í kyrtilvasann. En hver myndi þá kaupa? Sjeik Yerbouti?

Forstjóri (Byr)Glitnis telur að íslamska ríkið, afsakið, íslenska ríkið eigi að koma til bjargar sparifjáreigendum ef  íslenskur banki fer yfir um. Sanngirnin í því er augljós, að í stað þess að bankarnir safni upp ótrúlegum hagnaði sínum af vaxtamunaverslun og gengismismuni til myndunar áfallasjóðs sparifjáreigenda, þá eigi íslenskur almenningur að taka áhættuna fyrir þá á útrásinni í olíupeningaleit og greiða fyrir með sköttum af vinnu sinni.

Fyrir mitt leyti, þá neita ég að bera ábyrgð á áhættusjóðum íslamskra banka.


mbl.is Sjeik kaupir 5% í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stormurinn

Stundum er gott að stormurinn geisi,

steli af landanum andvaraleysi,

hrífi burt rykið úr hugsanahreysi

og hræri vel í þessu aumingjapleisi.

 

ÍP 19/9/2008


mbl.is Davíð segir að krónan muni ná sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þúsundir milljarða í nettóskuldir?

Eignir Íslendinga fyrir helgina áttu að heita 10 þúsund milljarðar og skuldir 12 þús. ma. Nú jukust skuldirnar um amk. 1 þús. ma. og eignir féllu um 1-2 þús. ma. Niðurstaðan úr slíku dæmi yrði þá 13-8= 5. þús. ma. , þ.e. 250% aukning nettóskulda Íslendinga.

Er einhver með raunsærri tölur en þetta? Telur einhver að viðskiptavild upp á nokkur hundruð milljarða standi óbreytt, að 50% hækkun skuldatryggingarálags banka skipti engu, að fall bankabréfa um heiminn haldi eignum óbreyttum eða að styrking Jensins og flótti úr vaxtamunarviðskiptum auki ekki skuldir okkar? Nú er tími sannleikans. Viðurkennum stöðuna.

Annað veldur mér trega. Orkuveitan er svo skuldug að á endanum þarf að selja hana, en ekki þá einhverjum pappírstígrum, sem nær allir bankar heimsins eru þessa stundina. Þeir einu sem gætu keypt fyrir reiðufé væru Björgólfur Thor, Dubai, rússsneskir olíujöfrar eða Kínverjar. Nú er bara að velja, því að við getum verla haldið svona áfram nema að djúpborun reynist algert gull.


mbl.is Lausafjárkreppan versnar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir Íslendinga snarhækka

Hér eru nokkrir punktar og tenglar í öllum látum markaðanna: Fall fjárfestingalánabankanna í BNALehman Brothers IP snarstyrkti jenið gegn dollar og eykur þannig skuldir Íslendinga um hundruð milljarða króna á örskotsstundu. Skuldatryggingaálag bankanna snarhækkar (allt að 50% hærra!) og lausafjárskorturinn verður enn verri. Smærri svæðisbundnir bankar og sjóðir í Bandaríkjunum, allt að 1000 slíkir, gætu þurft að hætta starfsemi (skv. CNBC). Sparisjóðirnir á Íslandi heyra þá líklega sögunni til, enda eru fjármögnunarmöguleikar þeirra enn frekar takmarkaðir en áður.

Nú er skammt stórra högga á milli. Einhverjir íslenskir bankar og sparisjóðir munu nær örugglega þurfa að hætta glanssýningunni núna og fara yfir í Áætlun B: Sameiningar, niðurskurð, sölu eigna osfrv.

En aðalmál dagsins er áhættuflótti þeirra fáu fjárfesta sem eftir eru. Jenið styrkist og vaxtamunarsamningar eru gerðir upp. Skuldatryggingaafleiður CDS fara í hæstu hæðir.

Morgan Stanley, the second-biggest U.S. securities firm, is advising clients to sell emerging currencies in Asia, Latin America, Eastern Europe and the Middle East, and buy the dollar. Stock valuations suggest that earnings in emerging markets will drop as much as in 2001-2002, when profits fell 18 percent from their peak, New York-based Morgan Stanley estimated.   . The biggest losers since June in emerging markets have been the Iceland krona, Bulgarian lev and Brazilian real. Each has fallen more than 10 percent. Only China's yuan has appreciated, gaining 0.15 percent.    `There is going to be a further re-pricing of risk that will affect emerging markets. Credit was plentiful in the emerging market countries too.''

Lehman Brothers IP 2008 í New YorkTryggingarfélög, sérstaklega þau sem álpuðust út í skuldatryggingar, munu ekki eiga sjö dagana sæla. http://www.cnbc.com/id/26710104  AIG, Facing Liquidity Crunch, Reaches Out to Regulator   has made an unprecedented approach to the Federal Reserve seeking short-term financing, media reports said.

AIG, hit by $18 billion in losses over the past three quarters from guarantees it wrote on mortgage derivatives, has had to act quickly after Standard & Poor's said on Friday it may downgrade AIG's ratings.

AIG was founded in China 89 years ago. In the years since, largely under Greenberg's watch, it grew into one of the world's largest insurers, spanning 130 countries and territories and serving 74 million customers.

http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aPTIdpST8HJ0&refer=home Lehman Files for Biggest Bankruptcy as Suitors Balk (Update1)

http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601109&sid=atfoAL7co3vg&refer=home  Swinging Real, Won Point to More Pain Amid Slowdown (Update1)

http://www.cnbc.com/id/26710362 

CNBC Wilbur Ross: Possibly a Thousand Banks Will Close

http://www.reuters.com/article/newsOne/idUSN1440161120080915  AIG, facing liquidity crisis, seeks Fed lifeline  “…has made an unprecedented approach to the Federal Reserve seeking $40 billion in short-term financing, the New York Times said.”

http://www.reuters.com/article/newsOne/idUSN1445019920080915  Bank of America to buy Merrill for $50 billion 

Bank of America Corp said it agreed to buy Merrill Lynch & Co Inc in an all-stock deal worth $50 billion, snagging the world's largest retail brokerage after one of the worst-ever weekends on Wall Street.

http://www.reuters.com/article/idUSN1546989720080915    Lehman files for bankruptcy, plans to sell units. Lehman Brothers Holdings Inc filed for bankruptcy protection, after trying to finance too many risky assets with too little capital, making it the largest and highest-profile casualty of the global credit crisis.

http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=a.uRJVhw91dU&refer=home  Treasuries Surge as Stocks Drop Worldwide on Lehman Bankruptcy. `In the short-term, this can only mean higher risk premiums and a flight to safety.''

http://www.cnbc.com/id/26715321  UBS Tumbles on Reports of Further Writedowns. UBS will have to write down another $5 billion on its risky investments in the second half of the year. Last month, UBS, Europe's worst casualty of the credit crisis, said writedowns climbed a further $5 billion in the second quarter to top $42 billion.

 

 

 


mbl.is Sögufræg fyrirtæki á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örsaga: Vagninn bíður ekki

Um nóg var að hugsa áður en haldið skyldi í heimsókn yfir í Austurbæinn. Fridny Stephensen 1926Eitt og annað þurfti að finna til fyrir ferðina  með strætisvagninum. Þegar hún tyllti sér til þess að setja á sig stígvélin, varð Friðnýju hugsað til liðins tíma. Henni fannst þetta allt fljúga hjá. Minningar um æskuárin við Ísafjarðardjúp, ástarævintýrið skamma sem gerði hana að einstæðri móður við erfiðar aðstæður og ferðin til Vesturheims án sex ára sonarins Péturs, sem bjó síðan með indíánum í nyrstu héruðum Kanada.

Þetta fór allt að smella saman. Einhver tilgangur virtist vera í þessu. Stefán kom inn í líf hennar í Kanada og kvæntist henni, en sjálfur hafði hann áður misst konu, barn og heimili á Íslandi. Hún var sannfærð um að Guðs blessun hafi fært þau saman. Ávextir hjónabands þeirra, Guðrún ljúfan og Gunnlaugur fagri voru orðin að myndarlegu ungu fólki.  Friðnýju fannst bara engin hæfa að gera þau að útlendingum sem könnuðust einungis við Ísland af munnmælum eldra fólks. Kreppan í Ameríku hafði hvort eð er sorfið svo að, þannig að þeim var ekki til setunnar boðið og héldu til Íslands. Stefán var því miður ósáttur, þar sem Kanada átti miklu betur við hann. Og nú var hann látinn, hann lést á Íslandi á stríðsárunum. Nú þegar hún hafði verið ein í tíu ár, þá fannst henni að hún hafi staðið sig þó nokkuð vel, þótt oft hafi blásið í móti.

Fridny med bornEn strætisvagninn lætur ekki bíða eftir sér. Fjöldi fólks treysti á far með honum til vinnu og annarra þarfa í barningi eftirstríðsáranna. Friðný smellti sér loks í stígvélin og gekk af stað, hnarreist í pollunum. Á göngunni varð henni hugsað til Péturs síns, hve sjálfstæður hann væri eins og hún sjálf á yngri árum. Hún gladdist við tilhugsunina. Ekki var stelpan ósjálfstæðari, svo einörð að afla sér menntunar að hún ferðaðist með skipalestum í stríðinu til og frá Ameríku, fram hjá kafbátum Þjóðverja sem náðu að skjóta nokkur skipanna niður.  Áður hafði Guðrún gerst forstöðukona barnaheimilis aðeins 18 ára að aldri. Gunnlaugur minn kemst það sem hann vill. Það virðist vera einhver seigla í okkur frá Djúpinu, hugsaði hún og leit í spegilmynd sína í bakarísglugganum. Stoltið í glottinu leyndi sér ekki.

Fridny Gunnlaugsdottir StephensenStrætisvagninn brunaði fram Hringbrautina í rykmekki  og renndi sér í áttina að biðstöðinni. Friðný sá að hún hafði misreiknað sig með tímann við hugleiðingarnar. Hún tók á rás en fann verulega til aldurs síns. Skyldi hún ná vagninum? Ef ekki, þá væri klukkutíma bið og dónalegt væri að koma svona seint í kaffiboðið. Hún herti því hlaupin, þrátt fyrir verk í brjóstholinu. Það hlyti að líða hjá á eftir. En farþegarnir í vagninum kölluðu til vagnstjórans að stöðva, því að eldri koma kæmi hlaupandi. Hún náði því vagninum, þakkaði fyrir sig, fékk hjartaáfall og hneig  örend að glugganum.

 

 

PS. Friðný var amma höfundar. Saga hennar er m.a. hér http://ritlist.is/gudrun/fridny_gunnl.htm og hér http://ritlist.is/gudrun/gudrun_kanada1919.htm ásamt fleiri tenglum á http://ritlist.is/gudrun/index.htm

Myndir tengdar þessu (c/o Stefán Pálsson):

http://minningar.com/v/stefan/stephensen/

http://minningar.com/v/stefan/stephensenar2/


Sumarið 2008

Sumarið 2008 var heitt Sundstrakar sker1og gott hér fyrir sunnan, þökk sé breytilegri náttúru eða hlýnun jarðar eins og aðrir segðu. Hér eru myndir til minja um heitasta daginn. Þá syntu ungar hetjur í sjónum út í sker en aðrir hreyfðu sig léttklæddir á landi. Úti á firði brunuðu spíttbátar. Sundstrakar fjaran

 

 

 

 

 

 

 

Vandræði mín fólust í því að ná að sóla hliðar líkamans eins vel og bak- og framhlutann!

(Smellið þrisvar á myndir til þess að ná fullri stærð)

Spittbatur BessastadirTibra vesturbaer 2


Turnar tveir í tunglskini

Hér er smá minningarmynd um turnana tvo, sem ég tók áðan í tunglskininu í Skerjafirði. Það er skrýtiðMinning um turnana tvo að hafa staðið ofan á turninum í New York forðum, þar sem voru þúsundir manna og hundruð þúsunda tonna af steinsteypu og stáli. Ekkert átti að vera traustara, en nú er það horfið. Miðstöð heimsviðskipta: Horfin. Horfinn er líka grunnurinn að helmingi fasteignalána þeirrar þjóðar. Stærstu bankar og fjárfestingalánafyrirtæki riða til falls. Ekkert er varanlegt.

 

Löngusker, skarfar og smáfuglar

 

En lífið gengur sinn vanagang úti á Skerjafirði, þar sem skarfarnir spóka sig á Lönguskerjum. Hverfa þau líka? Vonum ekki.

 

 

HaustfjaranVarnargarðurinn er nú að hverfa vegna stöðugs ágangs sjávar. Brimaldan lemur hann flesta daga. Allt gefur eftir að lokum. En nú á víst að laga hann, blessaðan.

 

Smellið þrisvar á myndirnar til þess að ná fullri stærð.


mbl.is Minnismerki um hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband