Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hvílíkir markaðir!

Dollar nær lægsta punkti í þrjú ár gagnvart jeni, bæði gull og Urvalsvisitala 3 man a m5isolía slá ný met, markaðir í Asíu og í Evrópu lækka áfram, litlir BNA bankar gætu orðið gjaldþrota, skuldatryggingarálag á íslensku bankana nær nýjum ofurhæðum, Moody’s lækkaði matið á þá og vaxtamunarverslun í jaðargjaldeyri dregst saman (Ísland, S-Afríka osfrv.). Íslenski markaðurinn hlýtur því að lækka frekar í dag og næstu daga, en krónan sígur.

Borgum skuldir og söfnum gjaldeyri. Skoðið þessar greinar:

 

Dollar dives, stock sink, oil pricier than ever

http://www.reuters.com/article/hotStocksNews/idUSHKG26468820080229

Dollar Falls to Record Versus Euro, Three-Year Low Against Yen

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aHKS2p2nHUR8&refer=home

Oil prices pushed to fresh high

http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7270392.stm

 


mbl.is Nikkei lækkar um 2,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurnýting hvala

Hugsum aðeins út fyrir kassann núna. Við endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar, nýtum hvali í sjónum til þess að ná fyrra jafnvægi aftur. Skjótum dýr á lykilstöðum í hafinu og látum þau sökkva. Hvalshræ lífga upp á hafið allt í kring á endanum, þar sem alls kyns vöxtur kemur lífkeðjunni vel af stað frá grunni. Um gæti verið að ræða stærsta fiskeldi heims og það vistvænasta, því að venjulegt fiskeldi þarf mun meira af smáfiski til fæðugjafar heldur en þann þunga sem það gefur af sér. Byggðir landsins munu berjast um hvaladrápskvóta fyrir sín svæði, því að uppgangur ýmissa stofna gæti reynst verulegur þar sem hræin yrðu skilin eftir.

Hringrásinni haldið við

Hvalur og faediHringrás loðnu um Ísland skilaði jafnan af sér yfir milljón tonnum af dauðri loðnu sem rak fyrir Vestfirði og lífgaði upp á lífið í sjónum, t.d. með vexti rækjunnar, sem fiskar hafa síðan nýtt sér. Menn og hvalir hafa kroppað vel úr loðnunni og minnkað þessa hringrás, en endurnýting hvala gæti snúið þróuninni aftur til betri vegar. Næringaraukinn á staðnum yrði vítamínsprauta fyrir nálægð svæði, alger hvalreki. Tvöfaldur ábati fengist með aðgerðinni, þar sem sá hvalur er um ræðir í hvert sinn hættir að éta þyngd sína á hverjum degi en nýtist sem bein fæða fyrir annað sjávarlíf. Áður fyrr voru Íslendingar í jafnvægi til móts við hvalina, en nú er ekkert sem heldur aftur af hvölunum nema kannski fæðuskortur í hafinu. Kannski voru hvalveiðar Norðmanna í Ísafjarðardjúpi grunnur að uppgangi innfjarðarækjunnar þar, ásamt áðurnefndri hringrás.Arctic Fox National Geographic

Mistök uppi á landi

Látum mistökin á landi ekki endurtaka sig í hafinu. Tófan var friðuð á Vestfjörðum og hefur rústað dýralífi þar og annars staðar. Þegar jafnvægi hennar við manninn var ekki lengur fyrir hendi, þá æddi hún áfram óhindrað. Nú er varla svartfuglsegg að fá þar lengur.

Fæðisskortur í fiskeldi

Fiskeldi heimsins líður fyrir fæðisskort og hækkaðs verðs á fæði til eldisins. Ef fólki hrýs hugur við beinni endurnýtingu hvala í sjónum mætti þá nýta þá til fiskeldis, enda frábær Omega 3 gjafi. En þá er ábatinn einungis einfaldur, ekki margfaldur.

Magn?

HrefnaVarasamt er að fara út í umræður um magntölur á þessu frumstigi. Þó mætti nefna það, að  300 stórhvölum af völdum tegundum ásamt 1000 hrefnum árlega mætti farga á þennan hátt til hagsbóta fyrir hafið og okkur öll.

Skilning mun skorta

Borgarbúar á Vesturlöndum eru flestir komnir á táningsaldur þegar þeim verður loks ljóst að fiskur til neyslu var eitt sinn lifandi dýr í sjónum. Því er nær ómögulegt að fá þá til þess að skilja nauðsyn þessara aðgerða, enda á ekki að reyna það. Höldum frekar áfram að vera í jafnvægi við náttúruna í kring um okkur, þar sem hin hæfustu lifa af.


mbl.is Vill heyra hugmyndir um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóriðjan kemur til bjargar

Árið 2008 mun útflutningur loksins skipta máli aftur. Snaraukinn útflutningur stóriðjunnar bjargar miklu sem tapast vegna fallandi gengi krónu og hruns í loðnu- og þorskveiði. Áföllin sem munu dynja á Íslandi á þessu ári vegna verðbréfaævintýra verða aðallega bærilegri vegna virkjana og álframleiðslu. Virkjanaáformin þurfa síðan öll að fá að ganga  eftir til þess að lífsgæðum verði viðhaldið. Sem betur fer hlusta nú fleiri á skynsemisraddirnar og skilja nauðsyn þess að raunveruleg framleiðsla og orkunýting eigi sér stað, þar sem útflutningur er í fyrirrúmi.

Prjónastofur og heimilisiðnaður?

Munið þið eftir prjónastofum og heimilisiðnaði áttunda áratugarins út um landið sem Kvennalistinn vonaðist til að bjargaði þjóðinni frá stóriðju„vánni“?  Segið börnum ykkar, nýjum kjósendum frá því hvernig það fór allt á húrrandi hausinn á meðan við nýttum bráðnandi jöklana dag og nótt til þess að vinna ál og kísiljárn í útflutning þannig að Seðlabankinn gæti gefið út íslenskar krónur. Stóriðja er góð í flesta staði, hagkvæm, ekki mannfrek, gerir okkur hinum kleyft að stunda þjónustustörf og er vistvæn að áliti flestra í heimi nema nokkurra háværra Íslendinga í leit að tilgangi.Gjaldeyrir 2008 IP

Álið er mikilvægt

Hér til hliðar fylgir kökurit sem sýnir áætlaða (ÍP) skiptingu gjaldeyristekna Íslands árið 2008, þar sem aukin álframleiðsla og minnkað vægi sjávarútvegs hafa breytt hlutföllunum verulega. Þetta er gróft metið, en ætti að nálgast raunveruleikann í árslok. Mikilvægi álgeirans er augljóst og fer vel á því.

Nýi kvótinn heftir vöxtinn 

Kolvitlaus losunarkvóti Þórunnar umhverfisráðherra kemur í veg fyrir áform Alcoa um verksmiðju við Húsavík og virkun á Bakka, þar sem kaupa þarf síðan kvóta af ríkinu fyrir nýjar verksmiðjur en ekki fyrri aðila, eins ósanngjarnt eins og það er. Stöðvum ekki það framfaramál sem sú virkjun og verksmiðja yrði. Réttast væri að segja Ísland alfarið úr Kyoto samkomulaginu úrelta, en til þrautavara að halda í sérstöðu landsins, ella er okkur beint refsað fyrir ráðvendni í umhverfismálum fyrri tíma, á meðan drullumokarar heimsins hagnast á kolavinnslu sinni.

Íslandi og fyrirtækjum þess verður ekki stjórnað úr kaffihúsunum. Leyfið alvöru framleiðslu og útflutningi að bæta hag okkar á meðan við sleikjum sárin eftir verðbréfadoddana.


mbl.is Dagar ofhitnunar liðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæst er fimmtugum fært, eða hvað?

Afsakið óralangt bloggfrí, en skíðamennskan hlóð batteríin svo vel IP Botnssuluraf jákvæðni að ég hlakka jafnvel til fimmtugsafmælisins sem hófst rétt í þessu, þ.e. 26/2. Vika á skíðum í Selva á Ítalíu með fjölskyldu og vinum ásamt degi á Gagnheiði við Botnssúlur hlaða í mann orku til þess að takast á við tilhugsunina að verða fimmtugur. Auðvitað er aldur hvers og eins afstæður, þ.e. hvernig honum eða henni líður, hvernig heilinn er og restin af skrokknum. Mér finnst ég ekki vera orðinn svona ári gamall, enda hef ég aldrei verið betri á skíðum en nú, gat aldrei hlaupið 10 km á 50 mínútum (eða yfirleitt) eins og í dag, hef fjölmörg áhugamál og er ekki að drepast úr stressi (en hver veit?).

IP next 30 yearsEn aðalmálið er kannski það hvernig fólk aðlagast breytingum á þessum tíma, t.d. í vinnu. Kem ég breytingum á eða stend ég í vegi fyrir þeim? Það tekur á að synda út til móts við flóðbylgjuna, en er mun auðveldara að renna sér á brimbretti á henni heldur en að fara hvergi, standa á ströndinni og fá skellinn á sig.

Eini fastinn í veröldinni er breytingin. Við höldumst ung á því að umvefjast breytingum og að elska náungann. Ætli maður rembist ekki bara við það áfram?

Kántrýhetjan Tim McGraw á þetta ágæta lag:

In my next thirty years 

I think Ill take a moment, celebrate my age
The ending of an era and the turning of a page
Now its time to focus in on where I go from here
Lord have mercy on my next thirty years

Hey my next thirty years Im gonna have some fun
Try to forget about all the crazy things Ive done
Maybe now Ive conquered all my adolescent fears
And Ill do it better in my next thirty years

My next thirty years Im gonna settle all the scores
Cry a little less, laugh a little more
Find a world of happiness without the hate and fear
Figure out just what Im doing here
In my next thirty years

Oh my next thirty years, Im gonna watch my weight
Eat a few more salads and not stay up so late
Drink a little lemonade and not so many beers
Maybe Ill remember my next thirty years

My next thirty years will be the best years of my life
Raise a little family and hang out with my wife
Spend precious moments with the ones that I hold dear
Make up for lost time here, in my next thirty years
In my next thirty years


Þreyjum Þorrann og Góuna!

Líkur á alvarlegri kreppu í Bandaríkjunum og núna í Bretlandi hafa stóraukist. Markaðir í BNA, Asíu og Evrópu halda áfram mismiklu falli sínu. Lánsfjárkreppan nær um allan heim. Keðjuverkun greiðslufalla af húsnæðislánum erlendis er rétt komin á skrið.

Á Íslandi er fasteignamarkaðurinn að staðna. Stærstu bankar eru með álag sem gerir þeim erfitt að lána. Jenið styrkist og gengi krónu fellur.

Árið 2008: Haldbært virði ræður, ekki ímyndað, uppblásið framtíðarvirði.

Nokkrir áhugaverðir tenglar í dag:

Asian Stocks Drop as U.S. Service Industries Shrink; BHP Falls

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aWFMGQEv_Yyg&refer=home

U.K. Nationwide Consumer Confidence Reaches Lowest Since 2004

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=ayGHXFi0sTH0&refer=home

FT The short view: Credit crunch

http://www.ft.com/cms/s/0/1aa61918-d429-11dc-a8c6-0000779fd2ac.html

FT Risk of property defults growing

http://www.ft.com/cms/s/0/ad13b090-d419-11dc-a8c6-0000779fd2ac.html

Deutsche Bank May Miss Profit Goal Even After Dodging Subprime

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=akhzTp41S4hQ&refer=home


mbl.is Lítilsháttar lækkun í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tenglar um ManUnited slysið

Vegna Manchester United flugslyssins fyrir 50 árum tók ég saman tenglasafn í fyrra bloggi í gær (hér).
mbl.is Draumurinn um „Busby Babes“ varð að martröð í München
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manchester United slysið 50 ára

Þann 6. febrúar 1958, Munich air crash 1958fyrir 50 árum brotlenti BEA flugvél fótboltaliðsins Manchester United í Munchen í (Vestur-) Þýskalandi, með þeim afleiðingum að 23 af 44 farþegum og áhöfn létust. Munich ManUnited 1958Atburðurinn reyndist mikið áfall fyrir liðið, sem lagðist nær af, en náði sér að fullu 10 árum síðar með sigri á Benfica. Mér fannst þetta athyglisvert vegna sögunnar, veit ekkert um fótbolta en fæddist bara 20 dögum síðar.

Hér eru nokkrir tenglar vegna þessa atburðar: 

Wikipedia upplýsingar

http://en.wikipedia.org/wiki/Munich_air_disaster

Góð minningarsíða um slysið 1958

http://www.munich58.co.uk/index.asp

Manchester United

http://www.thebusbybabes.com/

Myndir af þeim sem létust

http://www.thebusbybabes.com/victims/victims.htm

Texti á ManUnited vef

http://manutd.soccer24-7.com/custom/1.html

1958: United players killed in air disaster

http://news.bbc.co.uk/onthisday/hi/dates/stories/february/6/newsid_2535000/2535961.stm

Sérstök síða um slysið og aðdragandann, nákvæm lýsing

http://www.mikekemble.com/manutd/munich1.html

Dagblað þennan dag áður en fráttin barst

http://www.united-front.org/

You Tube slides sýning um Busby Babes og söngvum

http://www.youtube.com/watch?v=BiTjPTlGLmw


Líf í frostinu

SkerjoFrost12stigÉg tók þessa mynd í kuldanum í Skerjafirði rétt fyrir kl. 10 í morgun. Vedur is frostFjólubláir litir birtast í morgunskímunni. Landið er vel blátt á korti vedur.is.

 

 

 

 

Aðeins einn fugl er eftir! Hann fær „Survivor Bird“- verðlaunin veturinn 2007-2008, sem eru smjörhúðuð fuglafræ og epli í eftirrétt. Hér er mynd af honum  „liggjandi“ á meltunni. Ýtið þrisvar á myndir til þess að ná þeim í réttri stærð. Survivor fuglinn


mbl.is Mikil notkun á heitu vatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorskaheftar konur

Þorskaheftar konur eru hættulegar. Þorskaheftar konurMbl. segir frá því dag að þær séu notaðar til sprengjutilræða í Írak. Minnkaður kvóti veldur kannski heimsvandræðum? En íslenskar konur eru amk. fæstar ýsuheftar!


mbl.is Þorskaheftar konur notaðar í sprengjutilræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband