Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Afgerandi Sjálfstæðisflokk, takk!

ESB klettarollurÁ landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2007 var ekki hægt að draga með glóandi töngum skýra ESB afstöðu út úr verðandi forystu með eða á móti, þau þurftu atkvæði meirihlutans sem er á móti ESB. Bjarni Ben var eins og Ragnar Reykás í þessu og Þorgerður Katrín peppaði upp sína ESB- deild en gat samt ekki sagt hreint út: „sækjum um ESB-aðild“ því að þá hefði hún aldrei orðið varaformaður. Hún sat svo hjá seinna um ESB.

Síðan á aukalandsfundinum í ár skýrðust línurnar loksins: Forystan varð að fylgja lýðræðinu og krefjast þess að ESB- umsóknin verði dregin til baka. Hvað gerist eftir það? Ekkert, alveg eins og hjá ríkisstjórninni. Ekkert. Sama aðferð og með ESB- Lissabon stjórnarskrána, hjökkum bara áfram í ESB- farinu án lýðræðis þar til þetta hefst

Annaðhvort eða

Á stundum eins og nú þá þarf að hrökkva eða stökkva: annaðhvort hoppar þú fram af ESB- klettinum í ólgandi Evrópubrimið langt fyrir neðan, eða þú snýrð við og reynir að finna þér aðra öruggari en kannski seinfærari leið til baka. Ekki að reyna að skríða hálft niður í ESB- klettana eins og Jórunn & Co vilja. Þaðan er engin leið út.

Framtak Unnar Brár er lofsvert, á meðan ESB- sinnar fylgja ekki lýðræðinu. Nýi ESB- hægri flokkurinn hentar þeim líklegast betur, nú eða bara Samfylking sem margreynt var að vinna með en hefur bara eitt á dagskrá: ESB- aðild (jú OK tvennt: Icesave líka).

Smella tvisvar


Hljóðlaust milljarðasukk

AfrikaBarnMedVelbyssuEnn hefur Þróunarsamvinnustofnun (ÞSSÍ) ekki verið lögð niður, heldur er 2800 milljónum af lánsfé Íslands áætlað til þróunaraðstoðar. Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin opnaði buddu okkar svo ærlega fyrir Afríku 2007-2008 að jafnvel í fyrra fóru mest þangað 4 milljarðar í súginn þegjandi og hljóðalaust. Á næsta ári eiga 1200 milljónir að fara til Malaví, Mósambík og Úganda í stað þess að reka sjúkrahúsin á Íslandi áfram.  Lítum aðeins á vef ÞSSÍ:

http://www.iceida.is/samstarfslond-og-verkefni/uganda/

„Spilling er landlæg í Úganda eins og í mörgum öðrum löndum en heldur hefur þokast í rétta átt. Landið, sem árið 2003 var í 113. sæti af 135 löndum á lista Transparancy International  hefur nú hækkað sig í sæti 105 af 163 (ÍP: raunar 127 aftur árið 2010) og deilir því með Malawi. Spilling er alvarleg hindrun viðskipta og stöðug ógn við fjármál ríkisins þar sem ríkisútgjöld eru ýkt (inflated) vegna vafasamra innkaupa og greiðsla vegna “drauga” í kerfinu svo sem hermanna og nemenda.  Aðgerðir stjórnvalda duga skammt og tafir hafa orðið á rannsókn stórra spillingarmála (m.a. vegna Global Fund) og ákærur fáar.  Samkvæmt skýrslum eftirtlitsstofnunar stjórnvalda  berast þeim flestar kvartanir vegna héraðsstjórna, lögreglu og skólayfirvalda.

Malaví:

Alþjóðastofnanir og vestræn ríki veita landinu öflugan stuðning og fær ríkissjóður landsins um 40% tekna sinna með þróunaraðstoð. Þær fjölþjóðlegu stofnanir sem veita mest til landsins eru Alþjóðabankinn, Evrópusambandið og Afríski þróunarbankinn. (ÍP: aðrar helstu tekjurnar eru af tóbaki).

Mósambík:

Hagvöxtur í Mósambik hefur verið stöðugur eftir einkavæðingu ríkisfyrirtækja í landinu og afnám inn- og útflutningshafta. Erlent fjármagn streymir til landsins í auknum mæli ár hvert í formi fjárfestinga og þróunaraðstoðar. Þótt bylting hafi vissulega orðið í átt til betra lífs í Mósambik er landið þó enn eitt af þeim fátækustu í heimi.“

-----------------------------

Íslendingar taka semsagt fé að láni hjá IMF í algeru hruni og greiða það til spilltustu ríkja í heimi á meðan skorið er niður við trog hér heima. Þannig haldast við heilu þjóðirnar í lási fátæktar, spillingar og ófriðar á meðan misskilin góðsemi pólítíkusa hér sukkar með skuldir landans til eigin upphefðar í kokkteilum „alþjóðasamfélagsins“  í Brussel  og úti um heim. Nú er mál að linni.


mbl.is Verulega skorið við nögl í þróunaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska leiðin í stað Icesave

Efnahagsástand Evrópu er á þann veg að Íslendingar halda vel andlitinu þótt Icesave- greiðslum sé áfram hafnað. Gylfi Magnússon fv. efnahags- og viðskiptaráðherra hélt enn áfram á RÚV í gær að segja Ísland eiga að „gera upp okkar mál“ til þess að „endurheimta trúverðugleika okkar á alþjóðavettvangi“.

Augljóslega er átt við Icesave- uppgjör til þess að kaupa okkur álit. En það er öðru nær að þess þurfi. Ákveðni í uppgjöri bankanna og gegn Icesave hefur minnkað óvissuna um fjármál ríkisins og lækkað skuldabyrði þess. Ef staðfest verður síðan að Icesave skellur ekki á ríkinu, þá er auðveldara að útvega fjármagn, ekki erfiðara.

En aftur að ástandinu í Evrópu: Hver af annarri hlaða Evrópuþjóðirnar á sig skuldum og ábyrgðum, þannig að ekkert verður við ráðið. Því hafa orðið til stífari reglur, þar sem bankarnir bera sín eigin tjón og ríkin þurfa fyrst að endurgreiða Evrópuaðstoð á undan flestu öðru.  Hún er því bjarnargreiði.

Því lægri skuldabyrði sem íslenska ríkið hefur, því meiri er trúverðugleiki okkar. Tuttugu þúsund milljarða króna skellurinn frá október 2008 á ekki að skella á ríkinu nema að mjög litlu leyti. Höfnum þessum og öllum Icesave- gjörningum sem fyrr og aukum þannig hagsæld okkar til framtíðar.

evropajadarinnlanin.png


mbl.is Þjóðaratkvæði í samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kyoto2 er dautt

cancun350orgap.pngAfar villandi fréttum er nú dreift um Cancun- ráðstefnuna, þ.á.m. frá Utanríkisráðuneytinu. Ljóst var að engin samstaða náðist um það sem stefnt var að frekar en í Kaupmannahöfn fyrir ári. Niðurstaðan er sú að heimssamningur um lagalega bindandi losunartakmarkanir á koltvísýring fæst aldrei samþykktur og þessi ráðstefna gerði endanlega út um það mál, þótt jafnan sé vísað til fundar næsta árs svo að fundahaldinu ljúki aldrei.

Hinir stóru eru víðs fjarri

Fréttalisti fjölmiðla um ráðstefnuna fylgir hér að neðan. Þar kemur skýrt fram að helstu losunarríkin, Kína, Bandaríkin, Rússland, Indland, Kanada, Japan ofl. munu ekki skrifa upp á lagalega bindandi alþjóðasamninga um losunartakmarkanir á gróðurhúsalofttegundum. Áframhald Kyoto- samkomulags hefði því ekki undirskrift 70% heildarinnar. Það væri eins og samkomulag um takmarkanir á gosdrykkjamarkaði veraldar væri ekki undirritað af Coca-Cola, Pepsi og öðrum helstu tegundum á heimsvísu, en aðeins af Spur Cola, Sinalco og Egils-Appelsíni . Því hefur Kyoto 2 engar líkur á því að verða til nema sem merkingarlaust plagg, sem kemur raunveruleikanum ekkert við.

Marklaust plagg um sníkjusjóðinn

En 15.000 manna Cancún- ráðstefnan varð að láta fólk halda andliti sínu. Þá var búið til plagg eins og í Kaupmannahöfn árið 2009 þar sem „ríku“ þjóðirnar (sem eru raunar á hausnum) samþykkja að búa til 100 milljón dollara sjóð innan níu ára og borga „þróunarríkjum“ (sem eru flest með hraðan hagvöxt) fyrst að við ríku þjóðirnar menguðum svona mikið í fortíðinni.

faststartfinance.pngRíka Ísland dreifir af gæsku sinni

Engu máli skiptir víst að Ísland mengaði ekki í fortíð, nútíð né fyrirsjáanlegri framtíð, heldur skulum við taka rándýrt lán hjá IMF til þess að borga í spillingarbótasjóð til Afríkuríkja og annarra þjóða sem fara í sníkjuþjóðaröð loftslagsþvælunnar. Skerum bara niður í heilbrigðisþjónustu og menntamálum til þess að sinna þessu uppáhaldsmáli  vinstri- 101 kaffihúsaelítunnar. Hún hefur sitt fram að vanda.

Fréttalisti um Cancun ráðstefnuna:

http://unfccc.int/press/news_room/items/2768.php?topic=all

ghgallsmannathjodirisland.png


mbl.is Samkomulag náðist um öll helstu atriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá ídealisma yfir í sníkjur

cancunclimateapnewstribune.pngLoks glittir í endalok heimshlýnunaræðisins, nú í Cancun í Mexíkó, þar sem 6.164 fulltrúar 193 þjóða gefast upp við að ná samkomulagi um aðgerðir í baráttunni við veðurfarsbreytingar. Kyoto samkomulagið frá 1997 rennur því líklegast sitt skeið með réttmætri undanþágu Íslands. Bandaríkin, Kína, Rússland og Kanada eru meðal þeirra sem tæpast myndu taka þátt í nýju samkomulagi, enda eru um 70% losunarinnar á koltvísýringi utan samkomulagsins.  Í stað þess eru gerðir milliríkjasamningar um einstaka þætti.

 

Mannmargir sníkjufundir

Þessir Balí, Kaupmannahafnar- og Cancún- fundir hafa snúist upp í sníkjur þróunarlanda á hinum vestræna heimi, sem á að hafa móral eftir Iðnbyltinguna, þá sömu iðnbyltingu og á sér stað í stærstu þróunarlöndunum s.s. í Kína og á Indlandi.

Verkefnin í Cancun og á næsta fundi eru víst aðallega þrenn:

  • ·         Koma á fót feiknamiklum loftslagssjóði iðnríkjanna sem greiða á úr til þróunarríkja.
  • ·         Hefja aðstoð iðnríkjanna til þess að koma í veg fyrir eyðingu skóga.
  • ·         Að sannreyna og innheimta frjáls framlög þjóðanna.

Japan, heimili upphafssamningsins Kyoto, er sú þjóð sem tók að sér að andmæla heimssamningi sem tæki við af Kyoto eftir 2012. Margir urðu fegnir að taka ekki það verk að sér.

 

Ísland ekki bótaskylt

Hvað segir þetta okkur Íslendingum?  Við erum algerlega úti að aka í þessu, spyrðum okkur við gömlu mórölsku  iðnríkin eins og við eigum sök á manngerðri heimshlýnun, ef hún er til. Aðalatriði SÞ- ráðstefnanna er að fá okkur til þess að greiða öðrum þjóðum bætur vegna ætlaðra misgjörða okkar.

cancunstatuelibertyap.pngHelmingur þessara bóta á víst að fara til aðlögunar fyrir þær þjóðir að breyttu loftslagi. Samkvæmt nefndinni eigum við, sem erum  með endurnýjanlega orku en á hausnum með samdrátt í hagkrefinu, að greiða vaxandi alvörumengandi  kolarykspúandi „þróunarríkjum“  bætur svo að þau geti aðlagast enn hraðar. Þetta er þróunaraðstoð á sterum, þar sem engin almennileg réttlæting finnst fyrir sukkinu frekar en með aðra slíka aðstoð.

 

Njótum stöðunnar

Hví ættum við, nokkrar hræður á norðurhjara að fá lán hjá IMF til þess að greiða þessa svívirðu til eilífðarnóns? Eða að setja reglur sem gera Ísland ósamkeppnisfært og dýrt á meðan þjóðirnar semja um þetta eins og hvern annan bisniss, þar sem Ísland ætti að vera á toppi tilverunnar vegna endurnýjanlegu orkunnar?

 

CO2 markaðir: leggjast af?

Kolefniskvótamarkaðir hljóta nú blessunarlega hægfara dauðdaga. Helstu seljendur á þeim hafa verið Kína og Rússland (eins og þau lönd hafi verið einhverjir umhverfisenglar), en Ísland hefði átt að fá ómælda kvóta vegna stöðu sinnar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar, t.d. gegn innlendri framleiðslu með kvótasetningu og gegn ferðaþjónustunni  með álögum á flug og farartæki ganga þvert gegn öllum sanngirnisreglum í þessum málum. Búið er að afbaka umhverfismál þannig að áherslan hefur færst frá nánasta umhverfi í peningaustur í Lönguvitleysu úti í heimi.

 

Umhverfismálin heima!

Færum umhverismálin heim í hérað, minnkum uppblástur, endurheimtum votlendi og borgum ekki eina einustu lánaða krónu út í heim í Skammarsjóð Iðnríkjanna eða í aðra þarflausa þróunaraðstoð. Við erum kannski ennþá rík þjóð, en vonandi ekki heimsk.

 

 

Hér er fréttalisti fjölmiðla um Cancun- ráðstefnuna og um SÞ- loftslagsmálin.

http://unfccc.int/press/news_room/items/2768.php?topic=all


Styðjum íslensku lausnina

Nú fer hver að verða síðastur til þess að skuldbinda ríkisstjórnir í Evrópu vegna falls banka, þar sem reglur ESB/EFTA beinlínis banna það og „íslensku lausninni“ er hampað erlendis sem módeli er beri að fylgja frekar en t.d. írsku leiðinni að ábyrgjast allt. Okkar lausn felst í því að láta bankana falla með um 10.000 milljarða króna skuldir á eigin baki en ekki íslensku þjóðarinnar.

 

tvieykid_gettyimages.pngTvíeykið hindrar lausnina

En það er eitt tvíeyki sem stýrir annarri leið að hluta og það er Steingrímur J./ Jóhanna: þau eru harðákveðin í því að klína nokkur hundruð milljarða króna ábyrgð á þjóðina, hversu fimlega sem Forsetinn verst og þjóðin hafnar afarsamningum þeirra broddskötuhjúa. Sér fólk ekki hvað svona ábyrgð getur kostað? Þegar gengi krónunnar fellur eða raunvirði eigna Landsbankans kemur í ljós, t.d. húseignir sem enn eru of hátt skráðar, þá skellur það allt á okkur í risaupphæðum. Biðin hefur margborgað sig hingað til og áfram, því að ESB herðir reglurnar daglega sem farið er eftir við úrlausn svona mála, Íslandi í hag. En auðvitað átti að neita þessu strax og við hvert tækifæri síðan eins og Ólafur Ragnar Grímsson gerir vel og réttilega.

 

Ábyrgðum neitað, krónunni haldið

Jafnt hálærðir hagfræðingar sem viðskiptajöfrar hins vestræna heims mæla nú með íslensku lausninni í viðskiptamiðlum, að neita ábyrgðum ríkisins á einkabönkum en halda eigin gjaldmiðli í storminum og eru harðir á því eins Sjálfstæðisfólk að alls ekki megi hækka skatta eða auka álögur á þjóðina sem er á hnjánum fyrir.

 

islenskifalkinn.pngErfiðasti hjallinn

En þar komum við að erfiðasta vandanum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í herkví fjórðungs síns, ESB- aðildarsinna, síðan á landsfundinum fræga árið 2007. Flest varð að gera fyrir Samfylkinguna til að halda friðinn við hana og þennan fjórðung flokksins. T.d. virðist texti stjórnmálaályktunar síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá 26. júní 2010 gleymast hjá forystu hans. Ályktunin var m.a.:

„Sjálfstæðisflokkurinn setur fram þá skýru kröfu að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka án tafar...“

... segjum við JÁ við:   Að íslensku þjóðinni vegni best utan ESB.“

„Við segjum hins vegar NEI við: 

  • Löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu...
  • Vegferð ríkisstjórnarinnar inn í ESB, enda er mikilvægara nú að stjórnsýslan setji alla sína krafta í að leysa aðkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Þjóðin á að hafa fyrsta og síðasta orðið um hvort aðildarferlinu sé haldið áfram.“

http://www.xd.is/media/landsfundur/stjornmalaalyktun_endanleg.pdf

 

Bjarni Benediktsson VERÐUR að taka af skarið núna og hafna Icesave samningum alfarið, annars leggur hann álögur á þjóðina og klýfur flokkinn sjálfkrafa í leiðinni. Þá kæmi fram hægri- krata- ESB flokkur sem er að vísu hið besta mál, því að þá hreinsast loftið og aftur verður hægt að ræða málin umbúðalaust, ekki að fá Véfréttina í Delfí aftur og aftur á fundum og í fjölmiðlum. Sá tími er liðinn.

 


mbl.is Farið yfir Icesave-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran glóir ekki lengur

evrangloirekkieurogratt.pngGrikkland, Írland, Portúgal og Spánn skrifa gúmmítékka á Evrurnar sínar, en Tékkar sýna sjálfir ábyrgð og vilja ekki Evru fyrr en ríkisfjármálin eru komin í lag, enda er langur vegur í Maastricht- skilyrðin eins og á Íslandi. Þjóðverjar hertu líka skilyrðin fyrir þjóðir sem bregðast Evrunni.

Á meðan er Stjórnlagaþing hér þannig saman sett, að aðeins 4 af 25 fulltrúunum (skv. Fréttablaðinu 4.des) standa gegn því að í stjórnarskrá verði ákvæði sem heimili framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana eins og ESB. Þar af eru tveir mjög andvígir en tveir frekar andvígir.  Drýgsti hluti Stjórnlagaþings gæti því mjakað okkur í átt að ESB og Evru ef þau hefðu eitthvað umboð eða vald. Eins gott að það er ekki fyrir hendi.


mbl.is Langt í að Tékkar taki upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband