Bloggfærslur mánaðarins, júní 2019

Stjórnin sveik kjósendur sína

Orkupakki3-flokkarHví fóstrar ríkisstjórnin andstæðinga sína, en svíkur vilja kjósenda sinna í orkupakkamálinu, sem viðhorfskönnun MMR í byrjun maí sýnir skýra andstöðu þeirra við málið?

Kjósendur VG og Framsóknarflokksins standa amk. tveir á móti einum gegn samþykkt Þriðju orkutilskipunar ESB. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru að sama skapi 90% fleiri á móti heldur en fylgjandi orkupakkanum.

Samfylkingarnar, Samfylking og Viðreisn fylgja ESB- orkupakkanum alla leið til Brussel: Kjósendur Samfylkingar yfir 4 á móti einum og Viðreisnar 2,5 á móti einum. Meira afgerandi getur það varla verið. Því er óskiljanlegt af hverju ríkisstjórnin fóstrar þessa nöðru við brjóst sér eins og Róm gerði forðum.

Hver og einn kjósandi Miðflokksins (100%) stendur gegn Orkupakkanum skv. þessum niðurstöðum MMR.

Sjálfstæðisflokkurinn hunsaði ekki aðeins vilja kjósenda sinna, heldur réðst að grasrót sinni með offorsi, á meðan formaðurinn dró sig algerlega úr þeim bardaga vegna fyrri yfirlýsinga um andstöðu við orkupakkann. Þar að auki er látið eins og aldur kjósendanna hafi einhvert með þetta að gera, en svo er ekki: jafnvel niðurstaðan yfir allt (þmt. Samfó- flokkarnir) er sú að 18-29 ára eru 47% fleiri á móti Orkupakkanum en fylgjandi honum.

Ef stjórnarflokkarnir eru ákveðnir í að fylgja þessu Hara-Kiri áfram allt til loka, þá verða þeir að horfast í augu við afleiðingar þess. En undirliggjandi ástæða þessarar aðgerðar er flestum hulin og lýsi ég hér með eftir henni.

 

 

 

 


mbl.is Menn hafi hugsað sinn gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband