Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Fær sonur þinn stolið snjóbretti núna?

Bláfjöllin tóku úr manni kreppuna áðan með fínu skíðafæri og mörgum lyftum. Snjobretti flugEn einhverjir auðnuleysingjar náðu samt að eyðileggja daginn með því að stela snjóbretti sonar míns og annars stráks á meðan þeir borðuðu nestið sitt. Þessir menntaskólastrákar vaða ekki í seðlum og þetta er tilfinnanlegt tjón upp á þó nokkra tugi þúsunda króna. Mánaðarvinna að sumri, ef hana verður að fá. Sárt er til þess að vita að í skemmtilegum félagsanda að kveldi uppi á fjöllum í hríðinni sé maður ekki öruggur fyrir þjófum íþróttabúnaðar.

Fátt er til ráða. Þó er hér smá- tilraun til þess að sjá hvort sanngirnin sigri ekki að lokum eins og svo oft áður. Ég hvet ykkur til þess að taka eftir því hvort umrætt bretti komi í leitirnar og einhver fáist til þess að skila því til lögreglunnar eða að senda upplýsingar til mín á ivar@sea.is   Eða fundarlaun ef það skyldi finnast!  Hvaða von ætli maður hafi? Ætli brettið fari beint í gám út eða komist beint í umferð hér?

Rossignol bretti stolidBretti nalaegtSnjóbrettið er auðþekkjanlegt: Stórt (fyrir fullorðinn), Rossignol NOMAD tegund, skýgrátt í grunninn að ofan (mest að framan) með appelsínugulri mynd af eyðimörk aftar. Neðan er það svart í grunninn með skærgulum flekk framarlega eins og landakort.  Festingarnar eru dökkgráar en með rauðum pinna í til þess að losa um bindinguna.


Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB

Ísland fór neðarlega á lista þjóða, en matsfyrirtækið S&P lækkaði núna einkunn Grikklands. exclude.pngÞá veiktist Evran og áhyggjurnar á Evrusvæðinu jukust um það að skuldsetning veikari aðildarríkja ESB drægi niður Evruna og hin aðildarríkin. Þýskaland er fremst í því að draga vagninn. Líkurnar á því að ESB vilji taka skuldug, veik hagkerfi inn í Evruna verða nú hverfandi, þegar þau geta þá ekki fellt gengið sitt út úr vandræðum, eins og það er orðað.

Sjáið t.d. þessar greinar:

Financial Times: S&P cuts Greece’s credit rating

http://www.ft.com/cms/s/0/9b650d60-e239-11dd-b1dd-0000779fd2ac.html

Útdráttur efnis:

Standard & Poor’s decision to cut its ratings sent Greek stocks plunging, saw the euro weaken, and heightened concerns across the eurozone over the public finances of the weaker economies as they take on record levels of debt. … “The downgrade of Greece is a wake-up call to everyone that there is a price to pay for taking on big levels of debt.”

It also puts further strain on the eurozone as it celebrates its 10th birthday this month, with the bonds of Germany, the monetary union’s biggest economy, outperforming the so-called peripheral countries. This is reflected in the widening gap in bond yields between Germany and Greece, Spain, Portugal, Ireland and Italy, which have risen to record highs since the start of the single currency in 1999. Ken Wattret, economist at BNP Paribas, said it was “valid to say that there are question marks about the cohesion of the monetary union” with the region experiencing its worst downturn.

…they no longer had the option of devaluing their way out of difficulties.

ATH: kannski þarf að fara beint inn á www.ft.com og skoða fréttina

Aðrir tenglar vegna þessa:

http://www.iht.com/articles/2009/01/14/business/14drachma.php

http://www.reuters.com/article/companyNewsAndPR/idUSLE28479620090114

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=a2xBuQm38TMg&refer=home

http://www.foxbusiness.com/story/markets/industries/finance/sp-cuts-greece-credit-rating/

http://www.marketwatch.com/news/story/SP-cuts-Greeces-credit-rating/story.aspx?guid={426527F7-AE23-44FB-AC59-A078A8C23974}


mbl.is Neita að tryggja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!

Lettland er í ESB, fékk IMF lán en samt eru óeirðir! 5-8% samdráttur. Hvernig getur það verið!
mbl.is Óeirðir vegna kreppu í Riga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið

Ríkið sekkur í æ dýpra skuldafen Overloadá meðan samþykkt er að greiða skuldir bankanna. Evrópusambandsaðild verður ekki að veruleika nema að við fetum áfram þessa ógæfubraut og tökum á okkur skuldir fram og til baka þar til samningsstaðan er nákæmlega engin. Þá getur ESB og bankar þess gengið að orkunni og auðlindunum vísum, en aðalmál ESB til frambúðar er að vera sjálfu sér nægt um orkuöflun.

Hver þeirra sem ráða þorir að berja í borðið og mótmæla því umorðalaust að við greiðum skuldir bankanna? Það fer að verða of seint, en er áfram eina lausnin, því að klafinn á kynslóðirnar er engin lausn. Betra er að hafa minni tiltrú og traust þjóða í fjármálum, sem er hvort eð er í lágmarki, heldur en að vera skuldum hlaðinn og hafa þannig ekkert traust og engan tilgang með vinnu manns um aldur og ævi.

Ríkið heldur áfram að krukka í eignir bankanna og að taka þannig á sig (þ.e. okkur) skuldir. Neyðarlögin og flestar aðgerðir til varnar sparifjáreigendum standast tæpast stjórnarskrá og gætu orðið felld úr gildi. Notum tækifærið fyrst viðsemjendur ríkisins í Icesave gera auknar kröfur í vöxtum og skilmálum og höfnum þeim samningum. Sættum okkur við það að bankarnir urðu gjaldþrota í vikunni eftir 6. október 2008 og miðum aðgerðir okkar við þá staðreynd. Ef við gerum það ekki og dönsum þennan andskotans, þá endar ríkið sjálft á hausnum. Þau sem halda að ESB eða IMF vilji bjarga okkur ættu að fara í skoðun. Þessir aðilar dansa glaðir á gröf landans.


mbl.is Lánshæfi Íslands lélegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farðu áður en bankarnir falla næst

Við hjónin héldum upp á það áðan að hafa verið gift í ómunatíð með því að fara á veitingastaðinn Basil & Lime á Klapparstíg 38. Kvöldið hófst þar með líflegum móttökum og ljúfri þjónustu. Við fórum beint í aðalréttinn (eftir óvæntan ravioli- smárétt) og ég sá sannarlega ekki eftir vali mínu: steiktur saltfiskur með himneskri stöppu (hvítlauks- tómats- ristuðum möndlum? ofl.) . Humarpastað var víst líka gott, en þessi umfjöllun er um saltfiskinn!

Víða hef ég farið um heiminn á áratugum í sjávarréttabransanum og get því fullyrt að þessi saltfiskréttur er sannarlega með þeim albestu og tel ég þá Barcelona með. Kokkurinn útlistaði aðferðina og ég læt honum það eftir þegar þið mætið þangað. Ekki sleppa því að prófa. Með ítalska húsvíninu var líka þokkalega sloppið í verði, þannig að við hófum annað ár alsæl.

Vefur þeirra er  http://basil.is/ (ath. bara sýnishorn, núna er nýr matseðill)

Við erum alveg ótengd staðnum, sáum bara viðtal í sjónvarpinu.


Hlaupið úr spiki

Það gleður litla hjartað að hafa klárað 10 km Powerade- hlaupið sæmilega í gær eftir jólaítroðsluna. Ekknabrekkan upp í lokin er erfið, sérstaklega fyrir þau sem eru að rembast við mínúturnar og að sveifla viðbótar- smjörstykkjunum í markið á sem stystum tíma. Langtímamarkmið mitt er að geta jafnan hlaupið 10km á jafnmörgum mínútum og árin segja til um (50 mín. hjá mér), en það er niðri á flatlendi við sjóinn. Einn sextugur sem ég ræddi við hefur sömu viðmið og náði 59:59 í þessu hlaupi skilst mér!

Þetta hlaup um Elliðaárnar er skemmtilegt og hvetur mann áfram, sérstaklega svona einfara eins og mig sem hafa bara eigin svipu á sér. Brennslan tekur kipp, þannig að fiskur, salat, skyr og hafrar virka enn betur til þess að skafa af manni „miðsvetrarvörnina“.

PS: Nýju Nike skórnir, Nike Running Bowerman series eru alger draumur. Laufléttir og ekkert álag á mann eða særindi. Asics eru líka frábærir, en þessir Nike henta fótlagi mínu. Mikið er samkeppnin ánægjuleg!


Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband