Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2019

Umsögn er ekki atkvćđagreiđsla, en ţó

Sveigdur timiSamráđsgátt um tímahringl ríkisins hefur opiđ á umsagnir, sem fólk virđist skilja sem atkvćđagreiđslu, en ţađ er ekki svo. Líklega verđur fjöldi umsagna fylgjandi breytingu notađur sem stuđningur viđ frumvarpiđ um breytingu á klukkunni, en ţađ tvennt er ekkert tengt í raun.  Hér er mín umsögn ţar inni:

Veljum A, óbreytt tímabelti. Lífsstíllinn á norđurhjara skiptir meginmáli og ţá helst tími međ manns nánustu, sem er helst eftir nám eđa vinnu hvers dags. Núverandi kerfi hámarkar birtu eftirmiđdagsins og inn á kvöldiđ, frá hausti til vors. Eftir breytingu styttist sá birtutími.

Ţunglyndi fylgir breiddargráđum sannanlega á skýran hátt og breytingin er líklegri til ţess ađ gera ţađ verra. Unglingar á Egilsstöđum fara varla hálftíma fyrr ađ sofa í dag en jafnaldrar ţeirra í Keflavík, ţótt sólin sé hálftíma fyrr á ferđinni fyrir austan. Instagram- herferđ um svefnvenjur hefur mun meiri áhrif á ţeirra hegđun en hringl ríkisins međ klukkuna.


mbl.is Stuđningur er viđ seinkun klukku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vilja fćkka frí- birtustundum

Kaffiklukka

 

KaffiklukkaAndstćđingar dagsbirtunnar í frítíma Íslendinga láta ekki deigan síga og stofna ráđ og nefndir á kostnađ okkar allra fyrir ţessi hugđarefni sín. Ţeir vilja snúa klukkunni ţannig ađ hástađa sólar í Reykjavík verđi klukkan rúmlega tólf, í stađinn fyrir rúmlega eitt, eins og allar götur síđan áriđ 1968, ţegar hćtt var ađ hrćra í klukkunni.

Heim í myrkri

Breytingin myndi ţýđa ţađ, ađ t.d. um jólin sé sólin á lofti frá kl. 10:22 til kl.14:32, í stađ kl. 11:22 til 15:32 eins og veriđ hefur. Ađ sama skapi, í febrúar og október fćrist sólarlagiđ frá ţví ađ vera fyrir klukkan 18 í dag í ţađ ađ verđa fyrir klukkan fimm, rétt áđur en haldiđ er út í stíflađa umferđ ţess dags.

Meiri birtu!

Heillegur frítími flestra á hverjum virkum degi er eftir nám og vinnu. Veturinn í Reykjavík telur sjö mánuđi í mínum huga og illt er ađ fjölga myrkurtímum hans verulega međ ţessari breytingu.

Látum klukkuna í friđi og veljum kost númer eitt í Samráđsgáttinni, ekta vinstri gervi- lýđrćđisbatteríinu.


mbl.is Breyting á klukkunni í samráđsgátt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband