Evrópusósíalisminn tekur flugið

OgnarstadaSkoðanakönnun Gallups sýnir að þriðja hver manneskja styður þessa ríkisstjórn, sem stýrt er af flokki vinstri græningja með 6% fylgi, einu prósentustigi frá því að ná ekki inn á Alþingi. Þetta hagkvæmnishjónaband Sjálfstæðisflokks og Framsóknar við VG reyndist alls ekki hagkvæmt, heldur líkara "Mexican standoff", þar sem aðilarnir miða byssum sínum hver að öðrum í biðstöðu.

Sóunin er ekki á bið

Engar lausnir eða aðgerðir eru í sjónmáli. Niðurstaðan er vöxtur sósíalismans, þar með ríkisvaldsins, Evrópureglugerða og skatta á allt sem hreyfist, enda kostar óendanleg fjármunasóun ríkisins sitt. Loftslagsfárið, þróunaraðstoð, hælisleit og annað sýnir hvernig þessi ríkisstjórn hefur misst flest úr böndunum. Afdrifaríkasta dæmið er þó virkjana- og rafmagnslínuleysið, sem VG hefur komið á, með sauðskinnsskóinn á bremsunni allan tímann. Hún endar eflaust á því að troða vindmyllum út um náttúruna, sem er versta og óskilvirkasta lausnin og leysir ekki orkukreppu. 

Sósíalismi

Vaxandi vinsældir Samfylkingar sósíaldemókratanna sýna, að ekkert lát yrði á þessum loforðaflaumi og skattaáþján ef til kosninga kæmi. Því miður hafa hálfsystur þeirra í Sjálfstæðisflokknum náð verulegum völdum innan flokksins og því hætta á Viðreisnarstjórn, enda fengi Viðreisn að fljóta með í slíkri óstjórn til að mynda meirihluta Evrópusósanna. Eitt helsta mótvægið er Miðflokkurinn með sína hægri sjálfstæðisstefnu og eykur fylgi sitt á kostnað XD. 

Góði punkturinn væri sá að Svandís Svavarsdóttir kæmist varla að í að valda enn einu tjóninu í ráðherrastóli.       


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta er líklega rétt hjá þér en flokkur fólksins gæti líka komið sterkur inn ef Inga fer ekki út af sporinu. 

Sigurður I B Guðmundsson, 4.1.2024 kl. 12:00

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Ja, Sigurður. Flokkur fólksins er ekkert ánægður með sóun í óþarfa út úr landinu, fé sem nýttist mun betur hér heima til hjálpar.

Ívar Pálsson, 4.1.2024 kl. 15:26

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Það eina sem gæti bjargað þessari þjóð frá Júró-kratismanum væri að fá fullveldissinna eins og Arnar Þór á Bessastaði. Sjálfstæðisflokkurinn er á beinni leið til Brussel í óþökk flokksmanna.

Júlíus Valsson, 5.1.2024 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband