Hljóðlaust milljarðasukk

AfrikaBarnMedVelbyssuEnn hefur Þróunarsamvinnustofnun (ÞSSÍ) ekki verið lögð niður, heldur er 2800 milljónum af lánsfé Íslands áætlað til þróunaraðstoðar. Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin opnaði buddu okkar svo ærlega fyrir Afríku 2007-2008 að jafnvel í fyrra fóru mest þangað 4 milljarðar í súginn þegjandi og hljóðalaust. Á næsta ári eiga 1200 milljónir að fara til Malaví, Mósambík og Úganda í stað þess að reka sjúkrahúsin á Íslandi áfram.  Lítum aðeins á vef ÞSSÍ:

http://www.iceida.is/samstarfslond-og-verkefni/uganda/

„Spilling er landlæg í Úganda eins og í mörgum öðrum löndum en heldur hefur þokast í rétta átt. Landið, sem árið 2003 var í 113. sæti af 135 löndum á lista Transparancy International  hefur nú hækkað sig í sæti 105 af 163 (ÍP: raunar 127 aftur árið 2010) og deilir því með Malawi. Spilling er alvarleg hindrun viðskipta og stöðug ógn við fjármál ríkisins þar sem ríkisútgjöld eru ýkt (inflated) vegna vafasamra innkaupa og greiðsla vegna “drauga” í kerfinu svo sem hermanna og nemenda.  Aðgerðir stjórnvalda duga skammt og tafir hafa orðið á rannsókn stórra spillingarmála (m.a. vegna Global Fund) og ákærur fáar.  Samkvæmt skýrslum eftirtlitsstofnunar stjórnvalda  berast þeim flestar kvartanir vegna héraðsstjórna, lögreglu og skólayfirvalda.

Malaví:

Alþjóðastofnanir og vestræn ríki veita landinu öflugan stuðning og fær ríkissjóður landsins um 40% tekna sinna með þróunaraðstoð. Þær fjölþjóðlegu stofnanir sem veita mest til landsins eru Alþjóðabankinn, Evrópusambandið og Afríski þróunarbankinn. (ÍP: aðrar helstu tekjurnar eru af tóbaki).

Mósambík:

Hagvöxtur í Mósambik hefur verið stöðugur eftir einkavæðingu ríkisfyrirtækja í landinu og afnám inn- og útflutningshafta. Erlent fjármagn streymir til landsins í auknum mæli ár hvert í formi fjárfestinga og þróunaraðstoðar. Þótt bylting hafi vissulega orðið í átt til betra lífs í Mósambik er landið þó enn eitt af þeim fátækustu í heimi.“

-----------------------------

Íslendingar taka semsagt fé að láni hjá IMF í algeru hruni og greiða það til spilltustu ríkja í heimi á meðan skorið er niður við trog hér heima. Þannig haldast við heilu þjóðirnar í lási fátæktar, spillingar og ófriðar á meðan misskilin góðsemi pólítíkusa hér sukkar með skuldir landans til eigin upphefðar í kokkteilum „alþjóðasamfélagsins“  í Brussel  og úti um heim. Nú er mál að linni.


mbl.is Verulega skorið við nögl í þróunaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska leiðin í stað Icesave

Efnahagsástand Evrópu er á þann veg að Íslendingar halda vel andlitinu þótt Icesave- greiðslum sé áfram hafnað. Gylfi Magnússon fv. efnahags- og viðskiptaráðherra hélt enn áfram á RÚV í gær að segja Ísland eiga að „gera upp okkar mál“ til þess að „endurheimta trúverðugleika okkar á alþjóðavettvangi“.

Augljóslega er átt við Icesave- uppgjör til þess að kaupa okkur álit. En það er öðru nær að þess þurfi. Ákveðni í uppgjöri bankanna og gegn Icesave hefur minnkað óvissuna um fjármál ríkisins og lækkað skuldabyrði þess. Ef staðfest verður síðan að Icesave skellur ekki á ríkinu, þá er auðveldara að útvega fjármagn, ekki erfiðara.

En aftur að ástandinu í Evrópu: Hver af annarri hlaða Evrópuþjóðirnar á sig skuldum og ábyrgðum, þannig að ekkert verður við ráðið. Því hafa orðið til stífari reglur, þar sem bankarnir bera sín eigin tjón og ríkin þurfa fyrst að endurgreiða Evrópuaðstoð á undan flestu öðru.  Hún er því bjarnargreiði.

Því lægri skuldabyrði sem íslenska ríkið hefur, því meiri er trúverðugleiki okkar. Tuttugu þúsund milljarða króna skellurinn frá október 2008 á ekki að skella á ríkinu nema að mjög litlu leyti. Höfnum þessum og öllum Icesave- gjörningum sem fyrr og aukum þannig hagsæld okkar til framtíðar.

evropajadarinnlanin.png


mbl.is Þjóðaratkvæði í samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2010

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband