Afgerandi Sjálfstæðisflokk, takk!

ESB klettarollurÁ landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2007 var ekki hægt að draga með glóandi töngum skýra ESB afstöðu út úr verðandi forystu með eða á móti, þau þurftu atkvæði meirihlutans sem er á móti ESB. Bjarni Ben var eins og Ragnar Reykás í þessu og Þorgerður Katrín peppaði upp sína ESB- deild en gat samt ekki sagt hreint út: „sækjum um ESB-aðild“ því að þá hefði hún aldrei orðið varaformaður. Hún sat svo hjá seinna um ESB.

Síðan á aukalandsfundinum í ár skýrðust línurnar loksins: Forystan varð að fylgja lýðræðinu og krefjast þess að ESB- umsóknin verði dregin til baka. Hvað gerist eftir það? Ekkert, alveg eins og hjá ríkisstjórninni. Ekkert. Sama aðferð og með ESB- Lissabon stjórnarskrána, hjökkum bara áfram í ESB- farinu án lýðræðis þar til þetta hefst

Annaðhvort eða

Á stundum eins og nú þá þarf að hrökkva eða stökkva: annaðhvort hoppar þú fram af ESB- klettinum í ólgandi Evrópubrimið langt fyrir neðan, eða þú snýrð við og reynir að finna þér aðra öruggari en kannski seinfærari leið til baka. Ekki að reyna að skríða hálft niður í ESB- klettana eins og Jórunn & Co vilja. Þaðan er engin leið út.

Framtak Unnar Brár er lofsvert, á meðan ESB- sinnar fylgja ekki lýðræðinu. Nýi ESB- hægri flokkurinn hentar þeim líklegast betur, nú eða bara Samfylking sem margreynt var að vinna með en hefur bara eitt á dagskrá: ESB- aðild (jú OK tvennt: Icesave líka).

Smella tvisvar


Bloggfærslur 30. desember 2010

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband