Sjálfstæðisflokkurinn: stöðva ESB- „viðræður“

eu_burning.pngLandsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk með þeim jákvæðu fréttum að hartnær allir voru á því að stoppa ESB- „viðræðurnar“  strax. Umræðan var alls ekki lengur um inngöngu í ESB: augljóst fylgi gegn inngöngu í ESB er afgerandi í flokknum. Fyrrum ESB- aðdáendur virðast hafa lesið aðra fjölmiðla líka í viðbót við Fréttablaðið sitt, því að þau sjá hvað er að gerast hjá aðlögunarstjóranum ESB og vilja stöðva „viðræðurnar“ án tafar.

Að gera hlé er að stöðva

Nú opnast skýr leið fyrir meginþorra þjóðarinnar, fólkið sem vill ekki aðild Íslands að ESB og vill að þessar „viðræður“ stöðvist nú þegar, til þess að kjósa flokk sem fylgir sannfæringu þeirra um sjálfstæða þjóð.  Hinir kjósa Samfylkinguna, yfirlýsta ESB- flokkinn, eða Steingrím J., fylgifisk hennar líkt og í borgarmálunum, þar sem Gnarr er drepfyndni fylgifiskurinn. Baldur og Konni blikna í samanburðinum.

Forysta með allt á hreinu

Bæði formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður hafa á þessari helgi margítrekað að þessar viðræður beri að stöðva strax og að ESB- aðild komi ekki til greina eins og orðið er.  Formaðurinn fer heldur ekki í grafgötur með það hver vilji flokksins er eftir þennan landsfund. Hanna Birna stóð sig vel og sýndi hve frambærileg hún er, að ná 45% gegn sitjandi formanni. Hún myndi sóma sér vel í næstu ríkisstjórn, kærði hún sig um það.

 

 

Hitt er svo annað mál að ég vildi ganga lengra vegna ESB (eins og venjulega!): Aðlöguninni að ESB á að slíta til langframa og reyna að afgera það reglugerðaveldi sem eina sanna vinstri stjórn Íslands hefur innleitt á örskömmum tíma til tjónkunar við ESB- báknið.

Ræðan sem aldrei var flutt

Hér er ræða mín sem aldrei var flutt vegna tímaskorts í ræðustóli:

„Ég mæli með tillögu Elliða um að hætta aðlögun að ESB. Það er reginmunur á því hvort hlé sé gert á þessu eða að því verði slitið.

Ég hef stundað útflutning sjávarafurða, aðallega á rækju, síðastliðin 27 ár. Fríverslunarsamningar koma mér verulega við í starfinu. Við Íslendingar höfum ærlega notið þeirrar gæfu að samningamaður Íslands vegna EFTA samningsins árið 1972 laumaði inn 0% tolli á íslenska rækju. Heilu byggðir landsins og raunar þjóðin öll hafa notið þeirrar gjaldeyrissköpunar síða, eftir að sú grein komst verulega á legg hér á landi.

Við samþykkjum hér að sækjast eftir fríverslunarsamningum við nokkur stór ríki, þ.á.m. Kína. Fríverslunarsamningar Íslendinga við Kína gengu mjög vel og voru nær í hendi þegar daðrið við ESB hófst, en þá setti Kína samningsdrögin í neðstu skúffu og læstu henni, þar sem ESB kemur fram sem einn samningsaðili gagnvart Kína og væri þá íslenski samningurinn marklaus, þar sem Ísland er í aðildarferli við ESB. Það sama má segja vegna Indlands og annarra stórra landa.

Ef svokölluðum viðræðum við ESB er slitið, þá er þeim dyrum lokað og því tímabili í lífi okkar lokið. En þá opnast aðrar dyr: fríverslunarsamningar við Kína og önnur lönd koma aftur sterklega til greina. En ef einungis hlé er er gert á viðræðunum, þá er dyrunum bara hallað aftur og ekkert gerist.

Helen Keller orðaði þetta vel:

„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar, en við horfum oft svo lengi og með svo mikilli eftirsjá á dyrnar sem lokuðust að við tökum ekki eftir öllum þeim dyrum sem standa opnar.“


mbl.is Harðlínuöfl ofan á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband