Bylur á Ipad2

jolabylur_2011.jpgIpad2 er draumur í dós: Að taka vídeó og hlaða því upp á YouTube tekur enga stund. Sjáið jólabylinn sem ég kvikmyndaði á Ipad2, og smellti svo á það að hlaða á YouTube í gegn um þráðlausu netenginguna. Einhver önnur vídeó fylgja þar líka.

 

Annars er Ipad2 ótrúlegt fjölnotatæki. Netið er þar alltaf við hendina. Tölvupósturninn opnast á sekúndu við það að lyfta kápulokinu sem er  um tækið. Innbyggði Ipodinn spilar endalaus lög í bakgrunninum. Auðvelt er að  tala frítt í Skype í Skype (eða númer) um heiminn með vídeóið á, ganga um með tækið og sýna allt sem fyrir ber.  Svo er ljúft að lesa bækur í þessu með flettihljóðum og hvaðeina. GPS er mjög skýrt á skjánum.  Batteríið endist mjög vel.

Samt á ég eftir að prófa 200.000 smáforritin (apps)!  En maður þarf víst að vinna líka…

 

http://www.youtube.com/user/ivarpals/videos 

 http://www.youtube.com/watch?v=TTkNhYpXyMI&feature=plcp&context=C3843036UDOEgsToPDskJ05rEDtzNIkjd6-LWuceHM


mbl.is Skafrenningur og nokkuð blint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. desember 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband