Leiðir skiljast fyrir alvöru innan ESB

Cameron neitar ESB

Nú skiljast leiðir: Leiðtogar Bretlands, Svíþjóðar, Tékklands og Ungverjalands standa allir á móti sameiginlegri yfirstjórn fjármála ESB, sem stýrt er af Þýskalandi.  Aðskilnaður Evrusvæðis við hin tíu ESB löndin er orðin að veruleika. Þýskaland fékk allt sitt fram; Evrulöndin fara að breyttum sáttmála ESB með afgerandi refsingum ef bókstafnum er ekki fylgt, allt til bjargar Evrunni.

Moody‘s  lækkaði þrjá af helstu bönkum Frakklands. Þar af þarf Societe Generale hreinnar björgunar við. Regluverkið þarf gagngera endurskoðun og breytingu. Evrópskir bankar reyna að selja eignir til endurfjármögnunar.

 

Bankar á Evrusvæðinu eru í afar alvarlegum vandræðum. Þá vantar mun hærri upphæðir til endurfjármögnunar, sem koma ekki frá markaði. Aðallega franskir og spænskir  bankar, en núna þýskir líka. 

 

Fjárfestar utan ESB forðast almennt Evrópskan skuldamarkað og halda sig sérstaklega utan Evrunnar og Evrulanda, en Evrópulönd með eigin gjaldmiðil njóta þó enn velvildar.

 

Hvaðan koma peningarnir til þess að endurfjármagna bankana? Þeir koma ekki, þannig að bankarnir munu halda áfram að sitja á seðlunum, svo að vöxtur í Evrulöndum er afar ólíklegur.

 

Þar sem ESB er óheimilt að nota Evrópska seðlabankann (ECB) til þess að bjarga fjárhag hverrar þjóðar, þá er hér farin Krísuvíkurleið, að sjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum (IMF) fyrir fé sem nýta má samkvæmt reglum hans til þeirrar aðstoðar við ríkin og bankana sem ekki er leyfð í Lissabon- sáttmála ESB. „En við virðum anda sáttmála Evrópusambandsins“, segir Draghi, forseti ECB!

 

Hér opinberast aðferðafræði Evrópusambandsins og það hver stýrir í raun: Angela Merkel, kanslari Vestur- Þýskalands. Þó vill meirihluti þýsku þjóðarinnar þýska Markið aftur. En ekkert ríki í ESB fær álíka ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf sín og þýska ríkið með sín 2%. Grikkland verður líkast til skorið af með sín 33% og Portúgal verður í skammarkróknum til eilífðar með sín 13%, en Ítalía og Spánn reyna að halda sér á 5-7% mottunni. Á þessum degi þegar allt er á hvolfi í Evrulöndum, þá hoppar Króatía út í sjóðandi pottinn!

 

Nú er komið að því:  Drögum umsóknina að ESB strax til baka.

 


mbl.is „Erfið en góð ákvörðun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband