Forseti þjóðarinnar

Forseti Íslands stóð aftur með þjóðinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins hóf strax einkabaráttu sína með Icesave, gegn meirihluta flokksmanna sinna í stærsta stjórmálaflokki landsins. Bjarni Benediktsson nýtir stöðu sína til þess að mæla með samningi sem landsfundur hans stóð ákveðið gegn.  Nú er ekki lengur um að ræða hans ískalda mat, heldur flokksins og þjóðarinnar sem stendur á móti þessu.

Til hvers eru menn kosnir?

Kaus fólk Sjálfstæðisflokkinn til þess að formaður hans berðist fyrir Icesave- gjörningi? Eða kaus það Vinstri græn til þess að Steingrímur J. gerði slíkt hið sama? Ég efast um hvort tveggja.  Bjarni Ben hefur komið sér í þessa vonlausu stöðu, eins og í janúar 2010 í stað þess að fylgja sínu fólki að málum. Hann ætti í mesta lagi að segja núna: „Ég hef sagt mitt um þessa samninga, nú gerir þjóðin það án frekari íhlutunar minnar “.

Líkindamat á upphæðum

Staðreyndir Icesave- málsins urðu nokkuð skýrar í lokin. Þannig varð t.d. nokkuð ljóst að engin skýr lagaleg skylda hvíldi á íslenska ríkinu að greiða þetta. Rökin færðust þá yfir á hræðsluna vegna dómsmála og það verður meginröksemdin. Vonandi fer þá fram alvöru líkindamat á upphæðunum í slíku fram, því að svo virðist sem við yrðum í mesta lagi verða dæmd til þess að greiða nokkurn veginn samningsupphæðina.

Lýðræðið alla leið

Sem Sjálfstæðismaður geri ég þá kröfu til flokks míns að lýðræðið í honum nái fram að ganga. Ef svo undarlega vill til að skoðanir flokksmanna hafa snúist í átt til forystunnar, þá þarf að kanna hug þeirra áður en forystan fer að nota fé og tíma flokksforystunnar til þess að berjast fyrir Icesave- klöfunum, sem eru ekki „bara“ þessir eilífðar 50 milljarðar króna heldur margföld upphæð í venjulegum gegnissveiflum.


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband