Icesave- ESB-aðlögun ekki tengd?

Gefum okkur að Icesave- uppgjör og ESB- aðildarumsókn séu ekki tengd mál, þótt erfitt sé að ímynda sér það. Gefum okkur líka að Sjálfsæðisflokkurinn hafi átt drjúgan þátt í Icesave- samningaferlinu. Samt segi ég við þingmenn flokksins:  ekki staðfesta Icesave.  Smá- klúður í fortíð þarf ekki að vera risaklúður framtíðar, sama þótt verið sé að bjarga andlitum og stolti margra. Um er að ræða fjöregg fjöldans, viðkvæman hagvöxt í náinni framtíð.

Gefum okkur líka að ESB- aðildarumsóknin verði dregin til baka um leið og flokkurinn kæmist til valda. Það líst mér á!  Forystan þarf bara að taka þetta skýrt fram strax og þá rýkur kjósendatalan upp í skoðanakönnunum.

Ef Icesave III fer í þjóðaratkvæði eða fær ekki lokasamþykki, þá erum við í góðum málum. En líkurnar þverra með hverjum deginum.


N1 Icesave

n1icesave_1059513.pngN1 Icesave -samningur. Sá þriðji og sá langbesti!

Nú er ekki eftir neinu að bíða! En þú þarft ekkert að gera: þingmaðurinn þinn hefur séð um allt nú þegar!

 

Smáa letrið: Lesið samningin allan. Um er að ræða mikla skuldbindingu til langs tíma. Gengi, höfuðstóll og vaxtaupphæð  geta sveiflast verulega á tímabilinu.


mbl.is Allt að 2 milljónir á heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband