Forsetinn snýr vörn í sókn

president_grimsson.pngForseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, stóð sig enn eins og hetja gegn villandi Icesave- upplýsingum á Bloomberg- viðskiptasjónvarpsrásinni klukkan níu í morgun. Þessi talsmaður Íslands númer eitt gerir sannarlega sitt til þess að lágmarka þau neikvæðu áhrif sem ummæli og upplýsingar Jóhönnu Sig. og Seðlabankastjóra hafa haft út á við í viðskiptaumhverfi  Íslands. Sem fyrr reyndi spyrilinn að mála skrattann á veginn (að hætti forsætisráðherrans), en Forseti vor stóð keikur til varnar.

Ef kaupa þyrfti álíka varnarauglýsingu þá væri verðið í tugum milljóna króna. Embættið borgaði sig amk. fyrir árið, bara í morgun.

 

 En Jóhanna Sig. forsætisráðherra sagði í fyrrakvöld:

“This matter will now be settled in the European Free Trade Association’s court,” Prime Minister Johanna Sigurdardottir said in comments broadcast by RUV, immediately after the first results were published. “We will, of course, defend Iceland’s interests vigorously in this matter. I fear a court case very much.”


mbl.is Vonsvikinn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eiga þeir sameiginlegt?

gbagbogaddafimubarakbenali_1076182.pngBen Ali, Mubarak, Gaddafi og Gbagbo eiga eitt annað sameiginlegt en að vera „miklir“ leiðtogar: Allir hafa þeir reynt að hanga á völdum eins og hundur á roði. Þjóðir þeirra mega grillast eins og grís, hægt yfir eldinum  á meðan þeir kría út annan dag við völd, sama hvernig ástandið er.

Þetta gæti aldrei gerst á Íslandi, eða hvað?


mbl.is Þora ekki í kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband