Stórar tölur, alveg billjón

Milljarður er þúsund sinnum meira en milljón. Flestir skilja stærðina milljón: nokkurra ára smábíll í krónum, laun í 1-4 mánuði eða hve oft maður segir krökkunum að hirða fötin af gólfinu. En milljarður er þúsund sinnum meira: þúsund smábílar, laun í 83 til 333 ár osfrv. Þess vegna kúpla langflestir heilanum úr sambandi þegar stórar tölur birtast, jafnvel í viðskiptafréttum fjölmiðla. Allt í einu er hægt að byggja lestarkerfi í Skandinavíu fyrir andvirði íbúðar Jóns Ásgeirs á Manhattan, eða andvirði tapsins á Fréttablaðinu. Lestarkerfið sem Kínverjar vilja byggja upp (Osló-  Gautaborg-  Kaupmannahöfn) myndi kosta 1580 milljarða (eða 1,58 milljón milljónir). Smá munur þar.

Eins er með ríkisfjármál eftir hrunið. Þýskir bankar lentu t.d. í yfir 3000 milljarða tapi á Íslandi, sem færðist ekki á fólkið (eins og hins vegar var gert í Grikklandi eða á Írlandi). Þetta eru laun allra vinnufærra Íslendinga í uþb. 50 ár. Það munar því um það fyrir ríkið, fyrir hönd þegnanna að standa á sínum rétti gagnvart kröfuhöfum, ekki gefa eftir.

Auk þess legg ég til að viðskiptaumræða í upphæðum verði að Amerískum hætti: Milljón, billjón, trilljón osfrv. Latína, 1-2-3, upp þúsundfalt í hvert sinn. Það er lógískara en ruglingur Evróskra vísindamanna sem kalla amerísku trilljónina billjón. Auk þess er talað um billjón (milljarð) á langflestum fjölmiðlum um heiminn. Bandaríkin skulda 14,3 trilljónir dollara. Ekki 14,3 billjónir.

Kínverjar hafa núna 3,2 trilljónir dollara tiltækar í lausafé til fjárfestinga. Ekki bara billjónir. Jóhanna Sig hefur kannski haldið það þegar hún neitaði að hitta Kínverjana í gær.


mbl.is Kínverjar vilja byggja lestarkerfi í Skandinavíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband