Katla: Upplýsingastreymi ábótavant?

katla2011skjalftavefsja0718kl0818a.pngJarðskjálftahrinan í Kötlu sl. nótt sýndi okkur hve öryggið er lítið í því upplýsingastreymi sem á að eiga sér stað vegna jarðhræringa í Kötlu. (Sjá aths. neðst: Vefurinn á Vedur.is slökkti á öllu streymi um jarðhræringar um leið og skjálftahrinan á milli kl. 02:00 og 03:00 átti sér stað í nótt). Upplýstir vegfarendur sem vilja ekki taka áhættuna á því að lenda í margföldu vatnsmagni Amazon- fljóts á Mýrdalssandi eða í fjallgöngu á Fimmvörðuháls fá hvergi upplýsingar um skjálftana, því að eina veitan er Veðurstofan, sem slekkur bara á þeim hluta vefsins sem sýnir jarðhræringar.

Vefurinn virðist bregðast vegna álags um leið og jarðskjálftahrina hefst. Ég fann enga aðra leið er til þess að nálgast skjálftaupplýsingarnar. Miðla ætti tækniupplýsingunum sjálfkrafa til annarra aðila líka til þess að kerfið bregðist ekki.

Líkur eru á því að næst þegar Katla gýs, þá verði engar upplýsingar að fá sem varað gætu við hættunni á komandi gosi í tæka tíð til þess að geta forðað sér af nánasta áhrifasvæði gossins, eða hreinlega ekki farið þangað. Atburðirnir sl. nótt staðfestu þá skoðun. 

katla20110718listi.png

 


mbl.is Skjálftahrina í Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband