Besti flokkur máva, njóla og fífla

flautad_a_rottur.pngHirðuleysi borgaryfirvalda sýnir sig enn, núna í mávunum. Ég horfi á mávagengi vaða uppi óaáreitt, t.d. ofsækja endur með unga sína hér í fjöru Skerjafjarðar, þar sem tvö pör með 8 unga alls voru fljótt komin niður í tvo unga, en önnur andapör ungalaus.

Mávaplágunni er ekki haldið niðri frekar en fíflum eða njólum, en borgarstarfsmenn eða verktakar sáust hvergi þegar sú plága óx úr sér fyrr í sumar. Nú eru ýmsir ofnæmisvakar í hámarki, vegna þess að borgin lét hjá líða að halda sér í lagi.

Hvað er næst? Þarf rottuplágu til þess að hreyfa við fólki? Ætlar Gnarr þá að spila á flautu til þess að (G)narra  þær út úr Reykjavík, út á Seltjarnarnes?


mbl.is Mávur réðist á kanínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband