Uppsöfnuð vandræði borgarstjórans

 
Unglingar valda, gamlingjar gjalda, mætti segja núna þar sem eldra fólk þjáist í Reykjavík, vegna þess að unga fólkið kaus hlálegan grínista yfir okkur öll. Sjá fyrri færslu mína í dag:
 

mbl.is Hálkan gerði lífið leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gnarr, Gnarr, nú gnísta tennur

2012 Breaking the Ice Ivar

Jón Gnarr, borgarstjórinn fyndni, ásamt Degi B. Eggertssyni sem öllu ræður ættu báðir að fara í smá borgartúr gangandi, hjólandi eða akandi á nagladekkjalausu bílunum sínum út fyrir upphituð stræti 101 miðbæjarins þessar vikurnar, t.d.  um íbúagöturnar. Þá sæju þeir kannski hvernig venjulegt fólk í Reykjavík hefur það. Eða bara að heilsa upp á slysadeildir spítalanna, þar sem örtröðin er.  Ísinn á götum borgarinnar er í boði Besta flokksins og Samfylkingarinnar.

 

Allar bjargir bannaðar 

Fólki er allar bjargir bannaðar: Nagladekk fá ekki að vera í friði. Snjónum var ekki mokað strax, síðan upp á stéttirnar. Salt er ekki notað af umhverfisástæðum. Sandur er ekki notaður af því að hann þarf að sópa síðar! Íbúagötur eru ekki ruddar tímanlega, saltaðar eða sandbornar og gangstéttir alveg óruddar. Asahláka og vindur gulltryggja beinbrot og heilsutjón fólks. Eldra fólk vogar sér ekki út úr dyrum.

 

2012 Reykjavik Broken Ice IP 2

Svik að hætti (ráð)hússins 

Heimatröðin mín er með 15 sentimetra þéttpökkuðum klaka sem hefur fengið að byggjast upp lítt áreittur frá borgarinnar hendi. Fólk var blekkt til þess að sleppa nöglunum með því að nóg yrði saltað og sandborið. En nú eru þau loforð svikin eins og önnur sem Gnarr lofaði að svíkja ef hann yrði kosinn.

 

Borgari bregst við 

Ég var orðinn úrkula vonar um að borgin bryti ísinn svo að ég fór út vopnaður rafmagnsfleyg, heitavatnsslöngu og skóflu. Því miður á ég ekki málmleitartæki eins og borgin, en við nágranninn fleyguðum og mokuðum þar til við fundum eitt ræsanna eftir minni. Traustir menn frá borginni með járnkarla redduðu þessu hér áður, en nú er tími borgaranna, því að borgarstjórn er ekki til. Ég réðst á klakafjallið á gangstéttinni eins og frægt er orðið og sjá má hér á mynd og vídeó. Þrír tímar af heilsurækt á fullu.

 

Hvernig er gatan heima hjá þér?

 

Eru Jón Gnarr og Jóhanna Sig. í dugleysiskeppni? Hvort hefur betur? Mjótt er á mununum.

 

Vídeóið af mér með fleyginn er hér á Youtube: 

http://www.youtube.com/watch?v=EEpHdKvnuR8&context=C338117cADOEgsToPDskJvnMq7NUGchZDrHiun1rRJ

 


mbl.is Lélegt skyggni í hvössum éljum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2012

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband