Enn eru þau að!

ESB brot

Erfiðleikar Sjálfstæðisflokksins að ná árangri með Samfylkingu forðum kristölluðust í fylgispeki þessa yfirlýsta ESB- aðdáendahóps við stefnu sína innan flokksins, í trássi við vilja meginþorra kjósenda hans. En þrátt fyrir hrun alls sem þessu tengist og nú sérstaklega margra Evru-landa, þar sem augljóst er að skipulag ESB er í hröðu breytingarferli til alræðisríkis, þá heldur þessi ágæti hópur áfram að fossbrúninni og vill endilega draga okkur hin með, í stjórnarskrárbreytingar til aðlögunarinnar og hvaðeina sem afhenda má kanslara Þýskalands á silfurfati.

Þorsteinn Pálsson, Vilhjálmur Egilsson, Þorgerður Katrín og fleiri sem eitt sinn studdu alvöru sjálfstæði eru sannarlega ekki málsvarar Sjálfstæðisflokksins í þessu máli, enda stendur hann keikur gegn aðildarumsókninni.


mbl.is Vilja breyta framtíðarsýninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2012

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband