Orka Íslands undir stjórn ESB

Cables

Samfylkingin er ekki af baki dottin í að koma yfirstjórn íslenskra mála undir stjórn ESB. Til þess er ekkert sparað, stjórnarskránni skal breytt og nú orkudreifingu með sæstreng þannig að ESB nái því til sín sem batteríið kýs, eftir að hafa lokað öllum kjarnorkuverum í Þýskalandi og klúðrað gasstreymi frá Norður- Afríku.

Ef Ísland yrði í Evrópusambandinu færi yfirstjórn orkumála í þess hendur. Fyrirsjáanlegar orkukrísur Evrópu myndu láta ESB krefjast stærri hluta orkunnar héðan, þar sem stóriðjan sæti á hakanum, en einungis álið er um 40% útflutningsvara Íslands.  Landsvirkjun hefur af og til þurft að grípa til skömmtunar á þurrka- og álagstímum, en slíkt yrði daglegt brauð þegar klíkukarlar í Brussel ráða tökkunum. Auk þess yrði sæstrengurinn að borga sig og það gerir hann einungis ef mikil orka er flutt úr landi ónýtt hér.

Þróun íslensks iðnaðar myndi líða fyrir sæstrenginn og Íslendingar yrðu þjáningarbræður í orkukrísum Evrópu, algerlega að nauðsynjalausu.

Hvers máli talar Samfylkingin eiginlega? 


mbl.is Skipar starfshóp um sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2012

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband