Ófögnuðinum laumað inn án athugasemda

CO2 sign

Kolefniskvótakerfi ESB hefur nú verið innleitt á Íslandi. Þar með er staðfest að íslenskir framkvæmda- aðilar skuli kaupa tilverurétt sinn á markaði af alþjóðlegum bröskurum í stað þess að fá þá myndarlegustu úthlutun sem hugsast gæti í þessu fáranlega kerfi, sem ætlað er að kæla heiminn, en gæti það aldrei hvort eð er, þar sem t.d. 2/3 hlutar losunarinnar er í frjálsum höndum, en losun okkar er upp í nös á óðinshanaunga.

Barnaskapurinn í Þórunni forðum og Svandísi umhverfisráðherra nú er slíkur, að í stað þess að nýta þessa hugsanavillu sem kerfið er, til þess að skapa tekjur fyrir íslenskt hagkerfi, þá hrúga þær álögum á það, sem gera samkeppnisfærni íslensks iðnaðar mun verri og íþyngir ferðalöngum alla daga í hreinni þarfleysu.

Þessi ömurlega aðgerð toppar vitleysu þingsins síðustu daga. Er fólki virkilega sama? Eða skilur það ekki að flugmiðinn er hærri, bíllinn kemst skemur, atvinnustarfsemin verður ekki hér á landi, allt vegna þess að vitleysustu lög ESB (og þar er mikið sagt) voru staðfest á þessum eymdartímum íslenskrar þjóðar.


mbl.is Kolefniskerfi ESB að lögum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2012

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband